Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 3
Um þriðja þátt Clavierubung Á mánudagskvöldið 21. júní, kl. 20.30, lék dr. Orthulf Prunner þriðja þátt Clavierúbung eftir J.S. Bach á orgel Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík. Þetta var frumflutningur þessa org- elverks á (slandi, því að það hefir aldrei verið flutt í heild hérlendis, en einstakir þættir hafa áður verið leiknir svo sem praeludian og fugan í Es-dúr og litli forleikurinn um sálminn. „Faðir vor, sem á himnum ert“. Þetta er eitt merkilegasta og erfiðasta tónverk, sem J.S. Bach samdi og er sjaldan leikið. Þættir þess eru tuttugu og sjö. Jafn- framt er þetta fyrsta orgelverkið, sem J.S. Bach gaf út á eigin kostnað. Það var árið 1739 og var hann þá 54 ára gamall. Orgelverk þetta er reist á tilbeiðsluþáttum hinnar lúthersku kirkju og á trúarlærdómum hennar eins og þeir eru túlkaðir í „Fræðum Lúthers". Dr. Orthulf Prunner er organisti við Háteigs- eftir Bach bæði í Heidelberg i Þýskalandi, en kirkju í Reykjavík. Hann hefir haldið marga þar hélt hann orgeltónleika á síðastliðnu ári og tónleika á undanförnum árum bæði hérlendis hlaut frábæra dóma, og I St. Gallen-dómkirkju og erlendis. Á síðastliðnu ári lék hann Suite í Sviss, en þar leika ásamt honum ýmsir l'Ascension í heild eftir Oliver Messiaen í kunnir listamenn á sumartónleikum dóm- Kristskirkju í Landakoti og var það frumflutn- kirkjunnar, svo sem Jean-Jaques Grúnenwald ingur þessa verks hérlendis. Honum hefir ver- og Marie-Claire Alain sem bæði eru organleik- ið boðið að leika nú í sumar Clavierúbung III arar í París. (Morgunbl. 20. júni) Organistablaðið bað Dr. Orthulf Prunner að fræða lesendur um þetta forvitni- lega verk. Frásögn hans fer hér á eftir. Víst er, að Johann Sebastian Bach hafði ákveðinn boðskap í huga með „Þriðja þætti Clavierubung". Þessi boðskapur er kristin trú og guðsmynd hennar, hin heil- aga þrenning. Við kynnumst þannig í þessu tónverki trú J.S. Bach, sem er grundvölluð á trúar- lærdóminum eins og hann er túlkaður í „Fræðum Lúthers,, bæði hinum „meiri“ og „minni". Þetta verk er samansett úr 27 þáttum. Þetta er eftirtektarvert vegna þess að þessi ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.