Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 4
fjöldi þátta bendir til heilagrar þrenningar guödómsins sem fram kemur í margfeld- inu 3x3x3 = 27. Upphaf og endir tónverksins er tóntegundin Es-dúr sem er tóntegund meö 3 b- um. Kyrie og Gloria mynda saman 6+3=9=3x3 þætti og þrefalda fúgan I lokin er fúga meö þrem þáttum og þrem stefjum. Fyrsta stefið, sem hugsanlega gæti átt við Guð fööur kemur 27 sinnum fyrir í fúgunni og sennilega er það ekki tilviljun aö Bach nefnir þetta verk þriðja þátt Clavierubung. Augljóst er a.m.k. aö hann hafði ætíö töluna 3 í huga. Annað er og eftirtektarvert. Þetta er fyrsta orgelverkið, sem J.S. Bach gaf út og var þá 54 ára að aldri. Það var árið 1739. Hann hafði ekki fengið tilmæli um að semja þetta verk eins og háttað var um flest önnur tónverk hans. Af því getum við dregið þá ályktun að verk þetta hafi haft mikla þýðingu fyrir hann. Upprunalega heiti tónverksins er: „Dritter Theil der Clavier Úbung bestehend in verschiedenen Vorspielen uber die Catechismus-und andere Gesange; vor die Orgel: Denen Liebhabern und vesonders denen Kennern von dergleichen Arbeit zur Gemuths Ergezung verfertiget von Johann Sebastian Bach.“ „Þriðji þáttur Clavierúbung samsettur úr forleikjum fyrir trúfræðslu sálma (Cate- chismus sálma) og aðra söngva á orgel. Þetta er handa þeim sem hafa áhuga og sérstaklega fyrir þá er þekkja slík verk. Gerður af J.S. Bach til andlegrar uppbygg- ingar." Orðið „Clavierúbung" þýðir æfing á hljómborð en nú á dögum er það skilið sem tæknileg fingraæfing. Hér er merkingin yfirgripsmeiri og á bæði við fingraæfinguna á hljómborðinu en einnig andlega æfingu. Þá skal bent á efnisröðina í Clavierúbung og sambandið milli sálmforleikjanna. Þessi efnisröð fylgir algjörlega efnisröðinni í „Fræðum Lúthers". Sömuleiðis hefur J.S. Bach samið tvo sálmaforleiki lengri og skemmri fyrir hvern þátt og þetta má sennilega heimfæra til þess að sá lengri á við „Fræðin meiri" og sá skemmri við „Fræðin minni". Efnisröðin í Clavierúbung III er þessi: 1 Praeludia í Es-dúr 2 Kyrie, Guð faðir í himnaríki 3 Kyrie, Kristur Guðs son himnum frá 4 Kyrie, Guð heilagur andi. 2., 3., og 4. mynda eitt Kyrie: Kyrie fons bonitatis úr Graduale Romanum eins og notað var í Lútherskum messum víðsveg- ar, einnig á íslandi. 5,6,7 Þrjú lítil Kyrie samin um Kyrie fons bonitatis. 4 ()R( iAJVISTACIvAÐIE)

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.