Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 6
23,24, Dúettar 25,26 Dúettarnir fjórir eru tvíradda. Formið er allflókið, en þó með stærðfræðilegri nákvæmni sem líkja má við tónlistarform á 20. öld. 27 Trippelfúga (þreföld fúga) í Es-dúr. Nafnið Johann Sebastian Bach er falið í fyrsta stefi fúgunnar, þegar nót- urnar eru skrifaðar í talnastafrófi eins og kunnugt var á 16. öld. Fyrsta stefið á sennilega að túlka fyrstu persónu guðdómsins Guð föður- inn, annað stefið Guðs son og þriðja stefið Guð, heilagan anda. Það sem birtist í fúgunni kemur sennilega best fram í orðunum: „Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi (Es-dúr) er enn (Es-dúr) og verða mun um aldir alda. A m e n. Dönsk Kóralbók Nýlega (1981) er útkomin „Melodisamling til 129 Salmer. Tillæg til Den danske Salmebog", útgefin af Finn Evald og Axel Madsen (Lohses Forlag, Frederiecia, en aðalhvatamenn hennar eru m.a. prestarnir Jorgen Glenthog og Dag Monrad Moller og Regin Prenter, sem mörgum eru hérlendis að góðu kunnir. Er þetta fyrir margra hluta sakir athyglisverð útgáfa, ekki síst vegna þess, að hún miðast fyrst of fremst við almennan safnaðarsöng, sem vitanlega fer fram einradda. Röddun laga er því ekki einskorðuð við fjórradda „kantionalsats". Víða er tón- bálkur aðeins þríradda, en einnig fimm-röddun kemur fyrir. Undirraddir fylgja þá líka sjaldan atkvæðaskiptingu iagraddar. Af því leiðir, að texti er ávallt prentaður fyrir ofan lagarödd en ekki á milli yfir- og undir-radda. Taktstrik skera hvergi sundur nótna- strengi en ná aðeins frá neðstu línu efra strengs til efstu línu bassastrengs. Þar með verður nótnamynd skýrari og tónferð laglínu augljósari. Ennfremur standa þessi strik langoftast aðeins við endi hverrar Ijóðlínu, þannig að þau verða jafnframt öndunarmerki (nema þar sem fyrir kemur áherslulaus forliður braglínu). Lagaval ber vott um smekkvísi, næman lítúrgískan skilning og stílfestu. Talsvert ber á þýskum siðbótarlögum (Enchiridion Erfurt 1524, Bæheims Bræður, Joh. Walter), sænskum og norskum lögum, en eitt er frá íslandi (Allt eins og blómstrið eina, 1589), er þá miðað við langæra hefð, þótt uppruni þess liggi utan lands. Sjálfir hafa Danir lagt fram drjúgan skerf nýrra laga, einkum Axel Madsen og Finn Evald (hvor 18 lög). Öll bera þau einfaldleikans merki, bæði að tónferð og útsetningu. Um- tak þeirra fer aldrei upp fyrir tvístrikað „es“, láta þó oftar staðar numið við c-d, svo að engum syngjandi söfnuði verður sú tónhæð ofraun. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.