Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 7
Tll nýbreytni má teljast, aö verulegur lagaforöi úr tíöasöng er hér upp tekinn, all- margir Davíðs sálmar, andstef og lofsöngvar (antiphona og hymnus). Hefir A. Mad- sen útsett þá flesta, mjög hófsamlega og af stílfræðilegri nærfærni. Fer næsta vel á því, aö söngbók biblíunnar, saltaranum, sé sýndur tilhlýðilegur sómi. Hér hafa nú verið fram dregnir helstu kostir bókar. Ókosti má hinsvegar nefna tíðar tónendurtekningar, kyrrsettar við sama hljóm. Slík stöðnun í hljómrás veikir heildarsvip lags, veldur tregðu í framvindu laglínu: það líkist því, að „lagfákur kom- ist ekki úr sporunum", svo að líking sé tekin úr máli hestamanna. Þá eru til lýta samstígar fimmundir í annars ströngum tónbálki (nr. 877, 962), sömuleiðis óþörf krómatík (nr. 962b, 953, 995,7), og framandlegar kvart-sext-korður óprýða of oft annars traust handbragð. Þessi kóralbókar-viðbætir er prentaður í stóru þverbroti með stóru og skýru nótna- letri á sterkan pappír, með gullnu bókarheiti á traustu bandspjaldi. Hann er því lofsverður, þæði að innihaldi og ytra frágangi. Sem sérprentun fylgir þessum viðbæti handbók í vasabroti, þar sem prenaðir eru sálmar viðbætis með öllum versum og 140 nótnaprentuðum lögum, einradda, svo að allir geti sungið með í sínum söfnuði. Hér stendur í formála: „Sálmasöngur er fyrst og fremst ávarp til guðs sem svar við guðs orði til okkar.“ Þ.e.a.s.: Með söng sinum stendur hver og einn frammi fyrir drottni og svarar honum syngjandi með sinni bæn og þakkargjörð. Enginn annar nema maðurinn sjálfur getur staðið skil á því andsvari. Þessar dönsku útgáfur þeinast einkum aö því að efla almennan sálmasöng við guðsþjónustu. Þær eiga því líka brýnt erindi við íslenska kirkjusöfnuði, presta og organista. Sá leiði siöur veröur að afleggjast að safnaðarfólk sitji þögult í sinni kirkju við guðsþjónustulega athöfn, eins og það væri statt á hljómleikum eða í leikhúsi. Kristinn sálmasöngur er allra eign og allra skylda, eins og sagt er í Kólossubréfi 3,16:...áminni hver annan með sálmum, löfsöngvum og andlegum Ijóðum og syngið guði sætlega lof í hjörtum yðar.“ Dr. Hallgrímur Helgason ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.