Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 15
t Minning: Páll Halldórsson, organleikari Fæddur 14. janúar 1902, dáinn 30. júní 1988 Tvö ár eru nú liðin frá því að Páll Halldórsson, söngstjóri og organleikari var burt kallaður til hinstu ferðar. Hann lést í bílslysi í júnílok 1988. Þó lífár hans væru mörg fannst manni hann vera líkari sextugum manni í öllu fasi. Hann var léttur á fæti, fór flestar sínar ferðir gangandi, minnið var einstaklega gott, næstum óbrigðult að manni fannst, og enn æfði hann sig daglega á píanó og orgel og fipaðist hvergi í hljóðfæraleiknum. Andlátsfregn- in kom því óvænt öllum sem til hans þekktu. Pállfæddist í Hnífsdal 14. janúar 1902. Faðir hans var Halldór Pálsson út- vegsbóndi og formaður Halldórssonar, en móðir hans var Guðríður Móses- dóttir, lllugasonar, örnólfssonar, Snæbjörnssonar. Páll var elstur sjö systkina. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni 26. fe- brúar 1938. En hún er Hulda Sigríður Guðmundsdóttir Norðdahl. Foreldrar hennar bjuggu í Elliðakoti og á Geithálsi í Mosfellssveit. Börn Páls og Huldu ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.