Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 4
Frá Söngmálastjóra: Organistanámskeið Söngmálastjóra 27. ágúst til 3. september 1989 Námskeiðið var nú öðru sinni haldið samtímis í Skálholti og á Selfossi. í Selfosskirkju kenndi prófessor J.E. Goettsche frá Róm. Þar voru orgeltón- leikar og lokahóf í boði Árnesprófastsdæmis haldið í safnaðarheimilinu. Einnig sýnikennsla í stjórn barnakóra, en þema námskeiðsins var: „Barna- kór í kirkju". Meginhluti námskeiðsins var í Skálholti. Fyrir einstakan velvilja húsráðenda á öllum heimilum á staðnum tókst að finna svefnrúm fyrir 130 nemendur og starfsmenn í heila viku. 50 börn komu daglega frá Selfossi og Hveragerði og mynduðu æfingakór. Því hlaut svo að fara við lokamessuna að ekki kæmust allir að sem hlýöa vildu. Fjölmargir stóðu, innandyra eða utan eða biðu í bílum sínum. Meðan á námskeiðinu stóð voru haldnir tvennir tónleikar barnakóra. Þar sungu Svenstrup Skoles kor, Skólakór Garðabæjar og Kór Öldutúnsskóla. Einnig hélt J.E. Goettsche orgeltónleika í Skálholti. Efni það sem notað var á námskeiðinu var að þessu sinni gefið út í fjórum bókum auk messuheftis. Tvær þeirra eru söfn af raddsetningum erlendra laga fyrir barnakór og flestar eftir útlendinga. Þriðja bókin er raddsetningar Ríkharðar Arnar Pálssonar á þremur enskum kirkjulögum. Sú fjórða er verk Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Eru það íslensk lög raddsett fyrir barnakóra og blandaðan kór. í bókunum hefur verið lögð áhersla á að hafa raddsetningar fyrir barnakór og blandaðan kór sem syngi saman. Þá má geta þess að við lok námskeiðsins kom út tónverk fyrir barnakór, blásara og orgel eftir Guðmund Hafsteinsson. Texti: Jesaja 40; 29-31. Ríkharður Örn Pálsson vinnur nú að frumsömdu verki fyrir tvo barnakóra og mun Ijúka því í ár. Texti: Davíðssálmur 136. Þá er nýtt lagasafn í undir- búningi. Verða það barnakórsraddsetningar með píanó- eða orgelundirleik. Síðast en ekki síst er það að frétta, að Guðmundur Eiríksson frá Selfossi vinnur að kandídatsverkefni við Tónlistardeild Kennaraháskólans í Kaup- mannahöfn undir handleiðslu John Hoybye. Hefur orðið að samkomulagi að verkefni hans verði að búa fimm lög úr fórum Sálmabókarnefndar til flutnings fyrir barnakór með ýmsum hætti og verða þau gefin út af Söngmálastjóra. Glúmur Gylfason 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.