Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 2
sem óhjákvæmilega fylgir lifandi fólki sem safnast saman í helgidóminum.
En hvaö verður nú um „stemninguna" þegar sjálf athöfnin hefst að loknum
þessum nýtísku „apperatíf“ og vesalings organistinn byrjar forspilið á litla,
gamla orgelið sem engan samanburö stenst við hljómgæði „græjanna"? Er
það ekki bara tímaspursmál hvenær „fólk“ óskar eftir að það hljómi líka út úr
hátölurunum? Svo virðist sem menn geri engan greinarmun á lifandi flutningi
tónlistar, sem er bundinn stað og stund og „niðursoðnum" flutningi af fjölda-
framleiddum skífum. Ég álít það vera mjög brýnt aðorganistarfjalli um þessa
nýju stefnu kirkjutónlistar. Það hljóta aö veraþeirsemeru ábyrgir fyrir tónlist-
arflutningi í kirkjunni, auðvitað í samráði við prestana, sem stjórna messunni.
Þó er það ekki einungis mál þessarar starfsstéttar, sem með áframhaldi á
sömu braut gæti smám saman orðið að víkja fyrir plötusnúðum (sem gætu
m.a.s. gegnt starfi meðhjálpara jafnframt!) heldur og allra þeirra sem vilja að
guðsþjónustan sé lifandi samfélag fólks og forða, a.m.k. heilagri kirkju frá
vaxandi trú samtímans á plast og tæknibrellur.
Ég hvet organista, presta og annað kirkjunnar fólk að hugleiða og ræða
nokkrar spurningar varðandi þetta mál:
- Hvað merkir lifandi tónlistarflutningur í helgihaldi?
- Hvaða erindi eiga eftirlíkingar, plastblóm og niðursoðin tónlist á altari
Drottins?
- Eru hugtökin „notaleg" og „hugguleg stemning“ eftirsóknarverð í sam-
hengi við helgar tíðir?
Svörin við þessum spurningum verða ekki einhlýt, en umræða gæti leitt til
vaxandi vitundarorganistans um starfsvettvang sinn. Ef til vill ættu organistar
og prestar að efna til ráðstefnu um málefni kirkjutónlistarinnar almennt, því
mikið er undir þeirra samstarfi komið og gagnkvæmur skilningur á vettvangi
beggja starfsstétta nauðsynlegur. Víst er að opinská og frjó umræða um
þetta málefni er einungis af hinu góða. Ekki trúi ég að nokkur óski kirkju
framtíðarinnar að guðsþjónustum hennar stjórni prestar og plötusnúðar, eða
jafnvel bara plötusnúðar því hver veit nema tæknin eigi eftir að fjölfalda ræð-
ur bestu prédikara kristninnar og gera þannig prestinn einnig óþarfan.
Hörður Áskelsson
2 ORGANISTABLAÐIÐ