Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 16
eru: Margrét, kennari, fædd 14. apríl 1943 og Halldór, flautuleikari, fæddur
15. júní 1946.
Páll lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1925. Hann nam
orgelleik hjá Páli ísólfssyni 1926-1930. Hljómfræöi hjá Sigfúsi Einarssyni og
kontrapunkt hjá dr. Victori Urbancic. Áriö 1948-1949 stundaði hann fram-
haldsnám í Musikschule & Konservatorium í Basel, og Det kgl. danske Musik-
konservatorium og Statens Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn. Hann sótti
námskeið í klassískum kirkjusöng í Halmstad í Svíþjóð árið 1948, og nám-
skeið norrænna tónlistarkennara í Osló 1949.
Kennsluferil sinn hóf hann við Nauteyrarhr.skóla, N-ís., 1925-1926. Kenn-
ari við Austurbæjarskóla í Reykjavíkfrá 1930 til 1959. Stundakennari við lön-
skóla Reykjavíkur 1930-1932. Verslunarskóla íslands 1932-1936.
Söngstjórn: Karlakór Hnífsdælinga 1919-1920. Karlakór iðnaðarmanna
1932-1942, Söngfél. Þrestir í Hafnarfirði 1927-1928 og 1949-1950, Söngfél.
Stefnir í Mosfellssveit 1945-1951.
Aðstoðarorganleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík 1926-1930. Kirkjuorgan-
leikari Hallgrímskirkju í Reykjavík 1941-1977. í stjórn Félags íslenskra org-
anleikarafrá 1951-1966. í norræna kirkjutónlistarráðinu frá 1957-1965.
Eins og af framanskráðu má sjá hve ötull Páll var og starfsamur. Enn er þó
eftir að geta tónskáldsins. Hann samdi mikið af lögum, en hér verða nefnd:
Hin mæta morgunstund, partita fyrir orgel 1981.0, guð, þér hrós og heiður
ber, partita fyrir orgel, útg. 1981. og Tólf kóralforspil, útg. 1982. Hér verða
ekki talin öll hans verk, en alþekkt er Nýtt söngvasafn, sem hann tók saman
og bjó til prentunar ásamt Friðriki Bjarnasyni o.fl. sem þeir félagar unnu fyrir
Ríkisútgáfu námsbóka.
Páll var góður nótnaskrifari. Hann skrifaði t.d. nóturnar í nýja sálmasöng-
sviðbætinn o.m.fl.
Félag íslenskra organleikara var stofnað 17. júní 1951. Fyrstu stjórn fé-
lagsins skipuðu þeir nafnarnir Páll ísólfsson, formaður, Páll Halldórsson, fé-
hirðirog Páll Kr. Pálsson, ritari. Þ>eirstjórnuðu félaginu óslitið frá 1951 til 1966
og unnu þar sameiginlega brautryðjendastarf sem seint verður fullþakkað.
Um nokkurt skeið haföi verið rætt um þörf félagsins fyrir málgagn, sem
treysti samband milli félagsmanna, flytti fréttir og miðlaði fróðleik, sérstak-
lega um kirkjutónlist og mál henni tengd.
Páll Halldórsson var héreinn aðalhvatamaðurinn. Fyrsta Organistablaðið
kom út í maí árið 1968. Ritnefndina skiþuðu Gunnar Sigurgeirsson, Páll Hall-
dórsson og Ragnar Björnsson. Páll lagði blaðinu lið frá því að fyrsta blaðið
kom út og alla tíð síðan á meðan hans naut við. Hann var óþreytandi að afla
styrkja, safna efni, skrifa í blaðið, fylgjast með prentun og lesa prófarkir.
Flestir ritnefndarfundirnir voru haldnir á heimili þeirra Huldu, þar sem allir
nutu frábærrar gestrisni og veitinga.
16 ORGANISTABLAÐIÐ