Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐIÐ
Organistar — prestar — plötusnúðar
Á undanförnum misserum hefur nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu
bæst nýir kraftar til f lutnings tónlistar og um leið organistum nýtískulegur liðs-
auki. Hér á ég við fullkomin hljómflutningstæki sem komið hefur verið upp til
notkunar í tengslum við helgihald. Með því er eflaust verið að auka mögu-
leika á flutningi kirkjulegra tónverka. Segja má aö það sé heldur ekki í kot vís-
að í þessum kirkjum að geta nú valið á milli Karajan og Harnoncourt, Berlínar
Fílharmoníunnar og Concertus Musicus frá Vín til flutnings glæstra tónverka
við kirkjuathafnir, í stað misvel heppnaðra tilrauna organistanna til að upp-
fylla tónlistarþörf helgihaldsins. Auk þess kostar svo sem ekkert að fá þessa
góðu gesti til að koma þannig fram, a.m.k. ekki miðað við það að fá tónlista-
menn af holdi og blóði til aö flytja kantötur og messur meistaranna. Ég er
sannfærður um að snöggsoðinn kantötuflutningur Bachs í Tómasarkirkjunni
forðum hefði hljómað afkáralega við hliðina á því besta, sem geisladiskamark-
aðurinn býður upp á í dag. Til viðbótar kemur síðan óhemju mikil fjölbreytni
í verkefnavali, sem hin nýja tækni býður upp á, ný svið tónlistarinnar opnast,
leika má Beethovensinfóníur, eöa strokkvartettao.rn.fi. Svogæti organistinn
líka losnað við erfiðar æfingar með því að fá Gaston Litaize eða Marie-Clair
Alain til að leika forspil og eftirspil af diski og kirkjuvörðinn til að setja plötu á
fóninn á undan athöfninni, svona til að skapa „huggulegt" andrúmsloft í kirkj-
unni.
Nú finnst lesandanum e.t.v. að ég sé kominn langt út af sporinu í lýsingu
minni á notkun hljómflutningstækja í hinum tæknivæddu kirkjum og að svona
sé þetta alls ekki í raun. Það er víst rétt. Hingað til hafa tækin ekki beinlínis
komið í staö kirkjutónlistarmannasafnaðanna, svoég viti, en ég heffyrirsatt
að í nokkrum kirkjum sé algengt að láta Beethovensinfóníur og strengja-
kvartetta, sálumessur o.fl. hljóma af diskum við móttöku kirkjugesta í jaröar-
farir og guðsþjónustur. Það fylgir og sögunni að mörgum þyki afar viðkunnan-
legt að á þennan hátt sé breitt yfir þrúgandi þögn, óþægilegt fótatak og skrjáf