Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 8
fólk til liðs við sig, kannski er lítið af söngfólki og það eru margir sem segjast
ekkert syngja, hvað sem rétt er í því.
Æ: - Jæja, en alltaf hefurðu haft einhverja til að syngja?
G: - Já, já.
Bassi í Hólaneskirkjukór
Æ: - En nú hefurðu ekki aðeins verið lengi organisti á Hofi og Höskulds-
stöðum, heldur hefurðu lengi sungið í kórnum við Hólaneskirkju á Skaga-
strönd, hvenær byrjaðirðu?
G: - Ég fór að syngja á Skagaströnd 1948 og söng bassa, en þá var ég
búinn að vera 5 ár í kirkjukórnum í Bólstaðarhlíð, þá stjórnaði honum Þor-
steinn heitinn Jónsson frá Gili og síðan tók Jón Tryggvason við. Sömuleiðis
söng ég eitt ár í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Það var árið 1944.
Æ: - Nú hefur þú lengi fylgst með við Hólaneskirkju, hvernig hefurgengið
að halda uppi kórnum hér á Skagaströnd í þau 40 ár, sem þú ert búinn að
syngja í honum?
G: - Svona þokkalega, annars vilja koma gloppur í þetta einsog gengur
og gerist með mætingar og annað.
Æ: - Hvað hefur kórinn verið fjölmennur?
G: - Ég man ekki eftir að það hafi verið fleiri en 15. Oft svona 12-15.
G: - Organistar hafa verið Páll Jónsson skólastjóri, sem spilaði til vorsins
1965, en þá tók Kristján Hjartarson við og spilaði í 19 ár, til 1984, þá tók við
Sigurður Daníelsson og spilaði í tvö ár, en þá tók við Jane Sillar núverandi
organisti.
Æ: - Ég hef grun um að þú hafir kennt raddir í kirkjukórnum héráSkaga-
strönd.
G: - Jájá, ég gerði dálítið af því meðan Kristján var organisti.
Æ: - En þú hefur sungið meira, þú hefur aðeins komið við sögu í Sam-
kórnum Björk.
G: - Jú, ég hef sungið þar í tvö ár.
Félagsstarf í kirkjukórnum
Æ: - Nú er það þannig með kirkjukórinn á Skagaströnd að hann hefur
ekki aðeins sungið í kirkjunni, heldur líka haldið kvöldvökur og verið að safna
fé til kirkjunnar eða einhverra þátta í starfsemi kirkjunnar, einnig hefur stund-
um verið boðið í kaffi eftir messu og þar hefur kórinn sungið ýmis lög. Hefur
þettatíðkast lengi?
G: - Nei, það hefur verið að aukast núna. Annars hélt kórinn stundum
árlegar kvöldvökur, en einhvern veginn féll það niður. Og þá má nú einnig
geta þess að á tímabili var farið í skemmtiferð á hverju ári. Eitt árið fórum við
í kringum Vatnsnesið með viðkomu á Hvammstanga og sungum þar í kirkj-
unni sömuleiðis var fjöldasöngur í Félagsheimilinu, auk þess komum við í
8 ORGANISTABLAÐIÐ