Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 7
STARFIÐ UNDANFARIÐ: Dagskrá Kirkjulistahátíðar í Reykjavík 29. maí - 6. júní 1993 Kirkjulistahátíð 1993 hófst með setningarathöfn í Hallgrímskirkju laugardaginn 29. maí kl. 14. Það eru Listvinafélag Hallgrímskirkju, Reykjavfkurprófastsdæmin bæði og þjóðkirkjan sem standa sameiginlega að hátíðinni. Við opnunina voru flutt tvö verk eftir Pál ísólfsson Lofsöngvar og Passacaglia (í hljómsveitargerð) og nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson Sálmar fyrir kór og fjóra einsöngvara. Flytjendur voru Kór Langholtskirkju, Sinfóníuhljómsveit íslands og Dómkórinn og stjórnendur Jón Stefánsson og Marteinn H. Friðriksson. Þá kynnti Þorkell Sigurbjörnsson úrslit í samkeppni um nýtt orgelverk fyrir orgelið í Hallgrímskirkju og voru verðlaunaverkin þrjú frumflutt af Hans Fagius og Markus Höring. Verkin sem hlutu verðlaun voru Tvísöngur eftir Karl M0rk Karlsen, Á sama tíma var í andyri kirkjunnar opnuð myndlistarsýning Jóns Reykdal, „Boðun Maríu". Þá var í suðursal kirkjunnar opnuð sýning á íslenkum höklum á vegum Kirkjulistanefndar þjóðkirkjunnar. í tengslum við sýninguna var gefin út bók sem gefur mjög gott yfirlit yfir íslenska höklagerð og þar er fjallað nokkuð um viðhald og hreinsun á kirkjutextíl. í tengslum við höklasýninguna var laugardaginn 5. júní vinnufundur um höklagerð en þar fjallaði séra Kristján Valur Ingólfsson um notkun skrúða í messum og Áslaug Sverrisdóttir veflistakona lýsti undirbúningi og verklagi við gerð messuklæða. Voru þátttakendur um 25 og spunnust mjög góðar umræður. Sunnudaginn 30. maí voru hátíðarmessur í kirkjum prófastsdæmanna. í mörgum þeirra voru frumfluttar nýjar sálmaútsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Oskar Gottlieb Blarr en þeir sátu ásamt Trond Kverno í dómnefnd um nýju orgelverkin. Fimmtudaginn 3. júní var dagskráin „Hver ert þú, Jesú frá Nasareth?" í Hallgrímskirkju. Þar fjölluðu Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og dr. Hjalti Hugason um Kristsmyndir í íslenskum kirkjum, bæði út frá menningarsögulegu gildi þeirra og trúarlegum og trúartáknlegum sjónarmiðum. Ýinsir dagskrárliðir Aðrir dagskrárliðir skiptust í tvo hópa; kórtónleika í nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og tónleika í Hallgrímskirkju þar sem megináherslan var lögð á nýja Klais-orgelið þar. I Laugarneskirkju flutti Bærum Bach-kor norræna kirkjutónlist undir stjórn Þrastar Eirikssonar. Ann Toril Lindstad lék á orgelið. I Seltjarnarneskirkju flutti Safnaðarkór Seltjarnarneskirkju Missa Papae Marcelli eftir Palestrina og Gloríu Vivaldis undir stjórn Hákons Leifssonar. í Langholtskirkju fluttu Kór Langholtskirkju og Barnakór kórskóla Langholtskirkju íslenska kirkjutónlist og tónlist eftir Oskar Gottlieb Blarr og Trond Kverno. Barnakórar prófastsdæmanna hittust í Langholtskirkju og héldu þar tónleika. Fram koma barnakórar frá Breiðholtskirkju, Bústaðakirkju, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju, Langholtskirkju, Neskirkju og Seljakirkju og Skólakór Kársness. 7 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.