Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 17
Verkstjóri við uppsetningu og stillingu var Giinther Schumacher en auk hans unnu þeir Ulrich Busacker, Heinz Bergheim, Jiirgen Schroeder Ojg Hans Cremer við hana. Um raddskipan sáu prófessor Hans-Dieter Möller, Hörður Askelsson og Hans Gerd Klais. Málsetningu pípna framkvæmdu Hans Gerd Klais og Klaus Hilchenbach og sá hinn síðarnefndi einnig um tónmyndun og stillingu. Nýyrði í orgelmáli í tilefni af vígslu Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju var gefinn út veglegur bæklingur um orgelið. Ritnefnd blaðsins uppgötvaði að mörg fagheiti sem tengist orgelum hafa ekki fengið þjál íslensk orð. Því hafði hún samband við íslenska' málnefnd og í samvinnu við starfsmann hennar, Baldur Jónsson, urðu sum eftirfarinna orða til. Þeim má skipta í nokkra kafla. Þannig hefur orgelborðið fjögur nótnaborð og fótspil, handstýrð raddtengsl og rafstýrt raddval. Rafstýrðu orgelborði verður bætt við síðar. Nótnaborðin heita: I Bakorgel (Riickpositiv), II aðalverk (Hauptwerk), III svelliverk (Schwellwerk), IV hvellverk (Bombardwerk). Organistinn er í organistastúkunni eða á organistaloftinu, sem jafnframt er vinnuloft organistans. Raddfjölskyldumar heita: Tunguraddir, flauturaddir, yfirblásnar raddir, strengjaraddir, aðalraddir (principal), umbreyttar raddir (aliquote), blandraddir (mixtúrur) og lokaðar pípur (gedeckt). 17 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.