Organistablaðið - 01.03.1995, Page 38

Organistablaðið - 01.03.1995, Page 38
ORGANISTABLAÐIÐ UTGEFANDi: Félag íslenskra organleikara, Kjartan Sigurjónsson formaður, ábyrgðarmaður. R I T S T ) Ó R N : Kristján Sigtryggsson, Álfhólsvegi 147, 200 Kópavogi, sími 554 2558 og 985-32258 Vinsamiega sendið ritstjóra efni í blaðið. Hvers konar upplýsingar um tónleika eða frásagnir af tónlistarviðburðum eru vel þegnar. Einnig fréttir af útgáfustarf- semi, svo sem upptökur, nótnabækur o.þ.u.l. STJÓRN F.Í.O. Kjartan Sigurjónsson, formaður Hörður Askelsson, ritari Kristín Jóhannesdóttir, féhirðir Meðstjórnendur: Björn Steinar Sólbergsson, og Sigrún Steingrímsdóttir Varamenn: Hilmar Örn Agnarsson og Marteinn H. Friðriksson. Nýtt orgel var vígt í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á aðventu 1993 Orgelið er danskt, frá Frobenius og Sönner, það hefur handstýrð (mekanísk) nótnaborðstengsl og er 11 radda. Hljómborðin eru tvö auk fótspils. Raddirnar fjórar í efra hljómborði eru staðsettar í aftari hluta orgelsins. Neðra hljómborð hefur sex raddir og fótspil eina rödd og auk þess venjulegar tengingar við hljómborðin. Að sögn organista kirkjunnar, Úlriks Ólasonar, er orgelið mjög vönduð smíði og ber danskri orgelsmíði fagurt vitni. Það er blæbrigðaríkt, hljómmikið og fýllir vel kirkjuna. En hljómburður Víðistaðakirkju þykir mjög góður. 38 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.