Organistablaðið - 01.05.2000, Síða 4
Organislablaðið
Frá ritnefnd
Loksins kemur úr blað eftir langt hlé. Það
er von ritnefndar að það takist að halda
úti reglega þremur tölublöðum á ári með
reglulegum útgáfudögum.
í þessu töiublaði er m.a. að finna úrdrátt
úr fundargerð síðasta aðalfundar FÍO,
reglugerð um störf organista sem samþykkt
var á kirkjuþingi sl. haust og hefur þegar
verið send til allra sóknarpresta. Kynningu á
Norræna kirkjutónlistarmótinu sem haldið
verður í Helsingfors í september á þessu ári,
en við fengum sendar upplýsingar um það
ásamt umsóknareyðublaði sl. sumar og sen-
nilega hafa þeir sem hafa áhuga sent
umsóknir sínar þá en það er umsóknar-
frestur til 30. apríi en þar sem blaðið kemur
ekki út, þrátt fyrir góðan vilja, fyrr en í byr-
jun maí þá sakar ekki fyrir þá sem hafa
áhuga og ekki sendu inn umsóknir í haust að
senda umsóknir með símbréfi eða tölvupósti
strax og blaðið kemur og sjá hvað setur.
Tvær afmælisgreinar bíða birtingar og
verða þær birtar í næsta blaði, svo og um
fjöliun um norræna orgeldaga sem haldnir
voru í Reykjavík í september 1999. Einnig
bíður framhaldið á umfjölluninni á Wagner-
orgelinu í Þrándheimi.
Tölvupóstur: í síðasta blaði var farið fram
á að félagið og/eða blaðið fengi tölvupóst-
fang félaga. Nokkrir brugðust skjótt við og
kunnum við þeim bestu þakkir og biðjum
alla hina um leið að drífa nú í því að senda
okkur upplýsingar. Það getur verið gott að
geta sent út í tölvupósti upplýsingar sem
þurfa að komast fljótt til félaganna.
Innsent eM: Kæru félagar! Hikið ekki við
að senda okkur greinar sem þið semjið eða
rekist á í blöðum eða á netinu, einnig
upplýsingar um það sem er að gerast í
kirkjum ykkar og prófastsdæmum. Ef þið
eignist góðar nótur sem þið getið hugsað
ykkur að aðrir viti um þá má gjarnan senda
upplýsingar um þær til blaðsins. Ef þið eigið
eða heyrið góða kirkjutónlist á geisladiski
eða plötu þá látið gjarnan aðra félaga vita af
slíku efni og sendið endilega umsögn um
diskinn/plötuna með til birtingar. Allar
faglegar greinar eru vel þegnar svo og
greinar um það sem ykkur liggur á hjarta.
Dagatal: Fyrirhugað er að hafa í hverju
tölubiaði (frá og með 2. tbl. 2000) lista yfir
þann tónlistarflutning sem á sér stað í
kirkjunum. Vinsamlegast sendið tilkynningar
til blaðsins. Hér er átt við tónleika kóra
og/eða organista og einnig t.d. þá sunnudaga
sem lagt er meira í tónlistina í messu
dagsins en aðra t.d. flutt eitthvað verk.
Sendið allt sem þið getið, við yfirförum síðan
og samræmum. Það má senda vel fram í
tímann við geymum upplýsingarnar og
birtum í næsta tölublaði á undan.
4