Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 6
Organistablaðið Aðalfundur F.Í.0.1999 Aðalfundur Félags íslenska organleikara var haldinn í Hallgrímskirkju laugardag- inn 18. september 1999. Bjarni Guðráðsson var kjörinn fundarstjóri og Sigrún Steingrímsdóttir fundarritari. Hér fylgir úrdráttur úr fundargerðinni. (gerður af ritstjóra) I Skýrsla fornianns. Kjartan Sigurjónsson, kom inn á eftirfarandi atriði í skýrslu formanns. a) Húsnæði. Félagið hefur fengið til afnota herbergi í húsnæði söngmálastjóra. Þar verða m.a. geymd gögn félagsins o.fl. og einnig verð- ur þar starfsaðstaða fyrir félagið. b) Organistablaðið. Einnig kom fram hjá formanni að hann teldi brýnt að breyta aftur íyrirkomulagi organistablaðsins og gera það á ný sjálfstætt blað, enda hefði fjárhagur félags- ins batnað og ætti að standa undir kostnaði við blaðið. c) Norrænt kirkjutónlistarmót. í ræðu for- manns kom einnig fram að félagið á tvö sæti í Norræna kirkjutóniistarráðinu, en þau skipa Kjartan Sigurjónsson og Hörður Áskelsson. Þá kom formaðurinn inn á Norræna kirkjutónlist- armótið í Helsinki í september 2000 og lagði fram hugmyndir um okkar framlag þar og lagði til að sendur yrði lítill kammerkór og að vegur orgeltónlistar verði meiri en í Gautaborg 1996. Lagði hann til að kammerkórinn Scola Cantor- um og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari færu fyrir okkar hönd. d) Norrænir orgeldagar. Fram kom hjá for- manni að Norrænir orgeldagar stæðu yfir í Reykjavík á sama tíma og fundurinn var hald- inn og að félagið hafi átt þátt í að hrinda þeim úr vör. Formaður þakkaði Douglas Broutsche framkvæmdastjóra og Herði Áskelssyni list- rænum stjórnanda, sem átti hugmyndina að þessum dögum. II Fjármál a) Kristín Jóhannesdóttir lagði fram reikn- inga félagsins og voru þeir samþykktir. b) Kristín lagði til að félagsgjöld til F.Í.O. yrðu óbreytt þ.e. 1,5% af föstum launum hjá fullgildum félögum og 2/3 af taxta íyrir útför hjá aukafélögum og var tillagan samþykkt. III Starfsreglur organista. HörðurÁskelsson kynnti og fjallaði um drög að starfsreglum um organista og orgelleikara inn- 6

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.