Organistablaðið - 01.05.2000, Qupperneq 15
Organistablaðið
Hér á landi frumflutti hann mörg ís-
lensk orgelverk. Minnistæður er frum-
flutningur hans á sálmforleikjum eftir ís-
lensk tónskáld sem hann flutti í Skálholti,
en eldfjallið Hekla byrjaði að gjósa rétt áð-
ur en tónleikarnir hófust og tók undir og
drundi í meðan tónleikarnir stóðu yfir. Var
þessi stund táknræn fyrir líf og karakter
Ragnars, því hann var skapríkur listamað-
ur, sem fór ekki alltaf troðnar slóðir og lét
ekki bugast þótt móti blési.
Ragnar réðst oft í stór verkefni eins og
t.d. þegar hann lék alla Orgelbiichlein -
Litlu orgelbókina eftir Bach á einum tón-
leikum í Dómkirkjunni í mars 1971, og
síðar í Digraneskirkju á hið nýja orgel
Björgvins Tómassonar og einnig á Froben-
íusar orgelið í Landakotskirkju. Hann var
fyrstur manna að kynna orgelverk Oliver
Messiaen hér á landi, þegar hann lék níu
þætti úr Fæðingu Frelsararns 11. mars
1965. Einnig flutti hann mörg af stóru org-
elverkunum eftir Franz Liszt og Max Reg-
er.
Á starfstíma Ragnars við Dómkirkjuna
stofnaði hann Óratóríukór Dómkirkjunn-
ar, kór sem var fær um að flytja hin stærri
kórverk. Flutt var Jólaóratoría Bachs með
félögum úr Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stabat Mater eftir Dvorák var flutt í Há-
skólabíói árið 1972 með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Var verkið endurflutt í Dóm-
kirkjunni síðar með orgelundirleik. Þá
flutti hann Alþingishátíðarkantötu Emils
Thoroddsen einnig með Sinfóníuhljóm-
sveitinni, karlakórnum Fóstbræðrum og
einsöngvurum í Háskólabíói. í október
1975 flutti óratóríukórinn Requiem eftir
Cherubini ásamt einsöngvurum og hljóð-
færaleikurum úr Sinfoníuhljómsveit ís-
lands. Ragnar stjórnaði nokkrum tónleik-
um sinfóníuhljómsveitarinnar og stjórn-
aði einnig við óperuflutning og ball-
ettsýningar í Þjóðleikhúsinu.
Ragnar samdi nokkur tónverk, bæði
söngverk og líka hljóðfæraverk. í viðbæti
við Sálmasöngsbókina er kórverkið „Þeir
hringdu hljómþungum klukkum" fyrir kór
og orgel. Einnig „Himna rós, leið og ljós“
lag úr Hymnodiu útsett fyrir einsöngsrödd
og orgel. Þá samdi Ragnar orgleverk, karl-
akórsverk, tríó fyrir strokhljóðfæri, kvart-
ett fyrir tréblásturshljóðfæri, svítu fyrir
tólf selló, lagaflokk og hljómsveitarverk,
svo fátt sé talið.
Gefnar hafa verið út hljóðritanir með
leik Ragnars á orgelverkum eftir Franz
Liszt, Pál ísólfsson og Jón Þórarinsson og
sálmforleikjum eftir íslensk tónskáld. Þá
hefur verið gefinn út hljómdiskur undir
heitinu „Sögulegar upptökur“, en þar leik-
ur Ragnar píanóverk hljóðrituð kringum
1950 eða um líkt leyti og hann lauk loka-
prófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum i
Reykjavík.
Ragnar var tónlistargagnrýnandi
Morgnublaðsins. Hann var félagi í Félagi
íslenskra organleikara um árabil og sat í
stjórn þess um nokkurt skeið.
Árni Arinbjarnarson
15