SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 16

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 16
16 13. desember 2009 Þ etta er það erfiðasta sem ég geri. Ég kann miklu betur við mig í hlutverki,“ segir Krist- björg Kjeld hlæjandi þegar ég ámálga viðtal við hana. Enda þótt leiklistarferill hennar spanni hálfa öld hefur henni aldrei fundist þægilegt að fjalla um það sem hún er að gera í fjölmiðlum. Þegar við setjumst niður renna upplýsingarnar hins vegar áreynslulaust upp úr henni. „Það eru mörg ár síðan Friðrik Þór nefndi þetta fyrst við mig og ítrekaði það síðan reglulega. Það var svo í fyrra að hann hringdi og tilkynnti mér að komið væri að þessu,“ svarar Kristbjörg spurð hvernig það hafi komið til að hún tók að sér hlutverk mömmu Gógóar. Hún þekkti hina raunverulegu mömmu Gógó ekki áð- ur en fékk tækifæri til að hitta hana á hjúkrunarheim- ilinu Víðinesi meðan hún var að búa sig undir hlut- verkið. „Mér er sagt að Gógó hafi verið skemmtileg og gjöful kona meðan hún hafði heilsuna og hún tók af- skaplega vel á móti mér. Ég fann að hún vildi mér vel.“ Sungu saman Gógó er söngelsk og Kristbjörg vissi að „Ég lít í anda liðna tíð“ væri í miklu uppáhaldi hjá henni. „Ég vildi syngja lagið með henni og við gerðum það. Það var dásamleg stund, hún fipaðist hvergi í textanum. Svona er Alzheimer-sjúkdómurinn skrýtinn. Ég var voða sæl þegar ég var búin að heimsækja Gógó. Mér fannst ég strax finna fyrir þessari konu í mér og fór mjög fljótlega að þykja vænt um hana.“ Kristbjörg bjó einnig að því að hafa leikið fyrir nokkr- um árum í fræðslumynd um Alzheimer. „Ég lærði margt um sjúkdóminn við þær tökur og það kom mér til góða við gerð myndarinnar,“ segir Kristbjörg sem á líka vin- konu sem þjáist af Alzheimer. „Þessi sjúkdómur er ekk- ert spaug. Það hlýtur að vera hræðileg tilfinning að missa smám saman tökin á tilverunni.“ Kristbjörg segir vinnuna við myndina hafa verið af- skaplega ánægjulega. Hafi „einvala lið“ einhvern tíma átt við sé það nú. „Það var svo gott fólk í kringum mig að mér leið eins og drottningu.“ Kristbjörg ber Friðriki Þór vel söguna. „Hann er ekki mælskasti leikstjóri sem ég hef kynnst,“ segir hún bros- andi, „en nærveran er traustvekjandi. Maður skynjar að hann fylgist grannt með öllu og veit hvað honum finnst án þess að hann þurfi að segja það. Það er dásamlegt samband milli leikara og leikstjóra.“ Að hennar dómi er umstangið hæfilegt við gerð ís- lenskra kvikmynda. Hún lék einu sinni í bandarískri auglýsingu og á ekki orð yfir tilstandið, að ekki sé talað um allt fólkið sem snerist hvað í kringum annað. „Þetta er miklu heimilislegra hérna.“ Kristbjörg svarar neitandi þegar hún er spurð hvort hún nálgist leik í kvikmyndum með öðrum hætti en leik á sviði. „Auðvitað er munur á þessu en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta sama fagið – leiklist.“ Stundum er sagt að ákveðnum leikurum henti betur að leika á sviði en í kvikmyndum og öfugt. „Vissulega getur þetta legið misvel fyrir fólki en góður leikari á að geta gert hvort tveggja.“ Kristbjörg fékk ung nasasjón af kvikmyndagerð en hún lék sem kunnugt er í þeirri umtöluðu mynd 79 af stöðinni árið 1962. Henni var leikstýrt af einum þekkt- asta kvikmyndaleikstjóra Dana, Erik Balling. „Það var mikið ævintýri. Þeir voru engir aukvisar mennirnir sem gerðu þá mynd. Hún fangaði andrúmsloft þess tíma mjög vel og hefur staðist tímans tönn.“ Þess má til gamans geta að myndskeið úr 79 af stöð- inni eru notuð í Mömmu Gógó, þar sem Kristbjörg og Gunnar Eyjólfsson, sem leikur látinn eiginmann hennar í síðarnefndu myndinni, eru sýnd á yngri árum. „Þetta kemur vel út. Hitt er svo annað mál hvort fólk áttar sig á því hvort þetta er sama konan,“ segir Kristbjörg og hlær dátt. Leikur fyrir sjálfa sig Enda þótt Kristbjörg sé komin á eftirlaun er hún ennþá með annan fótinn á fjölunum. Sýningum á Utan gátta eftir Sigurð Pálsson er rétt lokið í Þjóðleikhúsinu og þessa dagana er Kristbjörg að æfa nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson, Hænuungana. Frumsýnt verður í febrúar. „Hafi ég heilsu og vilji einhver hafa mig held ég áfram að leika. Ég er samt löngu hætt að velta dómum og við- tökum fyrir mér, núna geri ég þetta bara fyrir mig sjálfa. Það mætti þó að ósekju vera meira úrval af bitastæðum hlutverkum fyrir konur á mínum aldri.“ Hálf öld er langur tími í leikhúsi og Kristbjörg við- urkennir að hún hafi stundum íhugað að snúa sér að öðru. „Upphaflega ætlaði ég að verða hjúkka. Var meira að segja komin inn í hjúkrunarskólann. Síðan eignaðist ég barn og ekkert varð af náminu enda hefði ég þurft að vera í heimavist. Þess í stað kom Flosi Ólafsson – blessuð sé minning hans – mér inn í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins. Mér fannst þetta eitthvað stórt og mikið á þess- um tíma og Flosi tók af skarið. Fyrir það er ég honum ævinlega þakklát.“ Fannst ég strax finna fyrir þessari konu í mér Kristbjörg Kjeld fer með hlutverk mömmu Gógóar. myndafræðingar ættu að fara að setja sig í stellingar.“ Ætli það sé til dæmis tilviljun að Mamma Gógó horfir í upphafi myndarinnar á Gullæðið eftir Chaplin ásamt drengnum sínum? Spurður hvort Mamma Gógó sé óður til móður hans svarar Friðrik Þór því til að allar sínar myndir séu minnisvarðar. Með einum eða öðrum hætti. „Enda vann ég lengi í kirkjugörðunum.“ Friðrik Þór hafði um skeið langað að gera Mömmu Gógó og lét loksins slag standa á síðasta ári. „Það var eig- inlega praktískt atriði sem gerði það af verkum að myndin tafðist. Ég var að bíða eftir því að Kristbjörg Kjeld yrði aðeins eldri. Það kom aldrei önnur leikkona til greina í hlutverkið.“ Hann segir hlutverk Mömmu Gógóar afar krefjandi. „Ég var aldrei í vafa um að Kristbjörg myndi valda þessu. Fyrir það fyrsta er hún frábær leikkona og í annan stað er hún vel á sig komin líkamlega. Það var nauðsynlegt til að leika Mömmu Gógó. Mamma var alltaf í góðu líkam- legu formi, það eru einhver íþróttagen í henni. Hún var sundkona á yngri árum og stundaði lengi sjósund. Ætli það hafi ekki haldið í henni lífinu.“ Hann upplýsir að móðir sín hafi einnig spilað fótbolta og badminton við þá strákana í hverfinu og hvergi gefið eftir. „Maður þurfti að hafa sig allan við til að vinna hana – langt fram á unglingsaldur.“ Hann er mjög ánægður með frammistöðu Kristbjargar í myndinni. „Kristbjörg er snillingur og tók þetta á hæl- inn – skeytin inn!“ Grunnhyggið fórnarlamb Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk kvikmynda- leikstjórans og Friðrik Þór segir hann að sama skapi vera eina leikarann sem kom til álita. „Þetta er grunnhygginn náungi sem hentar vel í fórnarlamb. Hann lætur ekki sitt eftir liggja í öllu ruglinu sem á sér stað í kringum hann. Dansar með. Þeir sem tóku þátt í sirkusnum munu örugglega sjá sig í honum. Hilmir gerir þetta ótrúlega vel. Hann er frábær leikari sem gaman er að vinna með.“ Framhald verður að líkindum á þessu samstarfi því Friðrik Þór upplýsir að hann hafi í hyggju að vinna áfram með persónu kvikmyndagerðarmannsins. „Það er ástæða til að kafa dýpra í sálarfylgsni hans.“ Friðrik Þór segir Gunnar Eyjólfsson einnig gegna mik- ilvægu hlutverki í myndinni en hann leikur látinn eigin- mann Gógóar. „Gunnar gerir það listavel.“ Enda þótt veikindi og hrun séu ekkert spaug lítur Friðrik Þór öðrum þræði á Mömmu Gógó sem gaman- mynd. „Ég reyni oftar en ekki að nálgast mín viðfangs- efni á spaugilegu nótunum. Skopskynið er dyggð. Það er líka alltaf gaman að heyra fólk hlæja. Ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum. Erum við ekki líka búin með það tímabil að gráta örlög okkar? Er ekki komið að því núna að sjá þau í spaugilegu ljósi?“ spyr hann. Friðrik Þór er með mörg handrit á borðinu hjá sér en segir þau öll í dýrari kantinum. Í ljósi aðstæðna í þjóð- félaginu um þessar mundir hafi Mamma Gógó því kallað á hann en hún var tiltölulega einföld í gerð. Þannig lagað séð. „Leikmyndin er minni í sniðum en til dæmis í Djöflaeyjunni eða Bíódögum. Það er engin leið að gera þannig myndir á Íslandi í dag. Það breytir samt ekki því að vandað er til verks og hvergi slegið af kröfum. Ég er mjög ánægður með þessa mynd.“ Enda þótt Mamma Gógó væri til í höfðinu á Friðriki Þór lá ekkert handrit fyrir þegar hann ákvað að ráðast í verkefnið. Það var þó lítil fyrirstaða. „Handritin mín eru alltaf frekar stuttaraleg. Ég er svo lélegur í stafsetningu,“ segir hann og brosir þessu kumpánlega brosi. „Það getur verið sársaukafullt að hafa kvikmyndir í höfðinu á sér, ég tala nú ekki um hafi þær verið þar lengi. Fyrir mér er kvikmyndagerð því einskonar verkjalyf.“ Raunar fékk Friðrik Þór hjálp við handritsgerðina úr tveimur áttum, annars vegar frá Árna Þórarinssyni og hins vegar Kolfinnu Baldvinsdóttur. Það eru viðsjárverðir tímar og Friðrik Þór viðurkennir að kvikmyndagerðarmenn finni fyrir kreppunni eins og aðrir Íslendingar. Haldreipið sé Kvikmyndasjóður og innlendir aðilar. Vonlaust sé að sækja fjámagn til útlanda nú um stundir. Kreppan bíti þar líka. „Eins og staðan er núna ættum við að einbeita okkur að myndum sem búa til gjaldeyri.“ Hann segir björtu hliðina þá að Ísland hljóti að verða eftirsóknarverður vettvangur fyrir erlenda kvikmynda- gerðarmenn meðan gengi krónunnar helst svona lágt. „Menn vita að hér ganga þeir að toppaðstæðum vísum. Landið er fallegt, þjónusta góð og fagfólk á hverju strái. Menn hljóta að færa sér það í nyt.“ Allar myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar eru minnisvarðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfs- son og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum í Mömmu Gógó.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.