SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 19
13. desember 2009 19
Dæmi um að
börn séu skilin
eftir á Íslandi
Barnavernd Reykjavíkur þarf í
auknum mæli að hafa afskipti
af börnum af erlendum uppruna
D
æmi eru um að útlendingar, sem hér starfa
um lengri eða skemmri tíma, hafi skilið börn
sín eftir í umsjón vinafólks, þar sem þau eru
stundum svo mánuðum eða árum skiptir.
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaverndar Reykjavíkur, segir að útlendingar, sem
hér búa hafi í sumum tilvikum talsvert önnur viðhorf til
umönnunar barna en almennt tíðkist hér á landi.
Nokkur umræða hefur verið á hinum Norðurlönd-
unum um hvernig tekið skuli á málum útlendinga sem
grunur leikur á að hugsi ekki nægilega vel um börn sín.
Halldóra segir að því sé ekki að neita að viðhorf til lík-
amlegra refsinga á börnum séu önnur hjá sumum út-
lendingum sem hér búa. Viðhorf til kynjahlutverks séu
líka önnur. Samkvæmt barnaverndarlögum er bannað
að beita börn líkamlegum refsingum, þar með talið að
flengja börn.
Sumum útlendingum komi þetta á óvart og þeir spyrji
hvernig þeir eigi að tryggja að börn hlýði ef ekki megi
beita líkamlegum refsingum. Reynt sé að leiðbeina
þeim. Meðal starfsmanna Barnaverndar sé talsvert
rætt um hvort eigi að taka á málum Íslendinga af er-
lendum uppruna með öðrum hætti en annarra Íslend-
inga. Hún segist sjálf þeirrar skoðunar að börn útlend-
inga eigi ekki að fá aðra meðferð af hálfu Barnaverndar
en önnur börn. Það eigi ekki að umbera ofbeldi gagn-
vart þeim vegna þess að þau séu af öðrum uppruna.
Komu með lítil börn til landsins til að stela
Eitthvað hefur borið á því undanfarin misseri að fólk
hafi komið til Íslands beinlínis í þeim tilgangi að fara
ránshendi um landið. Nýlega þurfti Barnavernd Reykja-
víkur og lögregla að hafa afskipti af hjónum með tvö
börn. Fólkið kom til landsins beinlínis til að stela. Lög-
regla handtók foreldra sem voru með tvö börn á aldr-
inum 4-6 ára. Börnin tóku þátt í því að stela með for-
eldrum sínum. Fólkið var með mikið þýfi á sér þegar
það var handtekið.
Halldóra sagði að erfitt hefði verið að ná sambandi
við fólkið því það talaði tungumál sem enginn skildi
„Börnin voru skítug og það var sláandi hvað þau voru ró-
leg þó að þau væru tekin frá foreldrum sínum meðan
þau gistu fangageymslur. Það segir manni að þau hafa
upplifað ýmislegt um ævina.“ Fjölskyldunni var síðan
vísað úr landi.
Börn í umsjón vina
Halldóra sagði að á síðustu árum hefðu komið upp
nokkur mál þar sem börn útlendinga voru skilin eftir hér
á landi. Hún sagði að tilkynningar um svona mál kæmu
oftast frá skóla eða leikskóla. Starfsmenn skólanna
hefðu þá grun um að það væri ekki allt með felldu varð-
andi aðstæður barnanna. Við skoðun kæmi í ljós að
foreldrarnir væru farnir úr landi og hefðu skilið eftir eitt
eða fleiri börn í umsjón vina eða ættingja, sem oftast
væru einnig af erlendum uppruna. Hún sagði að reynt
væri að hafa upp á foreldrunum, sem stundum væru
hissa á því að barnaverndaryfirvöld væru að hafa af-
skipti af börnunum. „Þau segjast hafa farið úr landi til
að vinna eða annast veika foreldra. Við reynum að
meta aðstæður barnanna. Stundum er niðurstaðan að
allt sé í lagi, en það kemur líka fyrir að hlutirnir eru alls
ekki í lagi.“
hafa batnað. Besti kosturinn hlýtur alltaf að vera að barnið
alist upp hjá foreldrum sínum. Sumir telja reyndar að við
gefum foreldrum of mörg tækifæri. Það er hins vegar
þannig að þó að fólk eigi við áfengisvanda og neyti vímu-
efna þá er það oftar en ekki mjög góðir foreldrar þegar það
er edrú. Það elskar börn sín og hugsar vel um þau. Vandinn
er bara að neysla vímuefna gerir það að verkum að börnin
fá ekki eðlilega umönnun,“ segir Halldóra.
Halldóra segir að neysla foreldra á vímuefnum leiði til
þess að börnin séu vanrækt. Þau fái ekki að borða, þau
lendi í smáslysum vegna þess að það sé ekki hugsað um
þau, foreldrarnir vakni ekki til að huga að þeim og þau
séu send í pössun hjá hinum og þessum sem séu misvel
hæfir til að annast börnin. Það komi einnig fyrir að börn
séu inni á heimili þar sem vímuefna er neytt.
Halldóra segir að ákvörðun um að fjarlægja barn af
heimili í lengri eða skemmri tíma sé vandmeðfarið úr-
ræði. Það sé alltaf spurning hversu langt eigi að ganga.
Menn geti t.d. haft mismunandi mat á því hversu langur
tími þarf að líða frá því að foreldrar detta síðast í það
þangað til hægt sé að segja að þau séu hætt óreglu. Spurn-
ingin sé alltaf hve lengi sé hægt að bíða eftir því að foreldri
taki sig á.
„Af hverju gerðir þú ekki eitthvað þegar ég var 5 ára?“
Skiptir vilji barnanna engu máli? Halldóra segir að vissu-
lega skipti afstaða barnanna máli. „Flestöll börn vilja vera
áfram hjá foreldrum sínum. Þau vilji bara að mamma og
pabbi séu edrú.“
Aldur barnanna skiptir máli. Þegar börn eru orðin 12
ára er þeim skipaður talsmaður og þegar börn eru orðin 15
ára eru þau orðin aðili máls í skilningi laga og eiga þau rétt
á lögfræðiaðstoð. Halldóra segir að þegar börn séu komin
á unglingsár og hafi upplifað óreglu foreldranna í nokkur
ár séu þau oft orðin nokkuð sjálfstæð og dugleg að bjarga
sér. Stundum finnist þeim þá afskipti Barnaverndar óþarfi
því þau ráði sjálf við ástandið. „Við höfum upplifað að 12
ára börn hafa spurt starfsmenn Barnaverndar af hverju
þeir séu að skipta sér af ástandinu núna, hvers vegna þeir
hafi ekki gert eitthvað þegar þau voru 5 ára.“
Þegar tekin er ákvörðun um að barn fari í tímabundið
fóstur eru það oft foreldrar barnsins sem benda á fóstur-
foreldra, oftast nær nána ættingja, afa og ömmu eða
systkini. Barnaverndin verður lögum samkvæmt að meta
hæfni þeirra sem óska eftir að taka barn í fóstur, hvort
sem um er að ræða ættingja eða vandalausa. Það er meira
að segja svo að þegar um er að ræða barn einstæðrar móð-
ur sem þarf að fara í fóstur og faðir barnsins óskar eftir að
taka það að sér þá þarf líka að meta hæfni föðurins fari
hann ekki með forsjá. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sterk
staða þess sem fer með forræði barnsins.
Meðal atriða sem litið er til þegar verið er að meta hæfni
fósturforeldra er félagsleg og fjárhagsleg staða. Einnig þarf
fólk að skila inn sakavottorði, heilbrigðisvottorði og
skattaskýrslu.
150 börn í fóstri
Í lok nóvember eru 57 börn í tímabundnu fóstri og 94
börn í varanlegu fóstri á vegum Barnaverndar Reykjavík-
ur. Halldóra dregur ekki dul á að í málum þegar börn
þurfa að fara í fóstur komi oft til alvarlegs ágreinings.
Fyrsti kostur Barnaverndar sé að börnin fari í fóstur til
Morgunblaðið/Heiddi
Tilkynningar berast m.a. frá:
• Lögreglu
• Heilsugæslu
• Skólum
• Fólki sem þekki til aðstæðna barnsins
Sá sem sendir inn tilkynningu getur, lögum samkvæmt,
notið nafnleyndar. Þetta á þó ekki við um opinbera aðila.
Möguleg stuðningsúrræði eru m.a.:
Stuðnings-
fjölskylda
sem léttir
tímabundið
undir með
foreldrum
Sálfræði-
þjónusta
eða sál-
fræðiviðtöl
Stuðningur inni á
heimili þar sem
starfsmaður
Barnaverndar
kemur og aðstoðar
og leiðbeinir
foreldrum við
uppeldi barna.
Listmeðferð Foreldrar fari
í vímuefna-
meðferð og
börn fari
tímabundið
í fóstur á
meðan