SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 20
20 13. desember 2009
Foreldrar
í leit að
barninu sínu
Helga Einarsdóttir, ráðgjafi
hjá Barnavernd, var á bak-
vakt um helgina þar sem hún
þurfti að sinna ýmsum málum
B
örn í vímuefnaneyslu sem höfðu
stungið af frá heimilum sínum
voru stærstu verkefni Helgu Ein-
arsdóttur ráðgjafa hjá Barna-
vernd Reykjavíkur um helgina. Helga segir
þetta hafa verið nokkuð dæmigerða helgi.
Mikill tími hafi farið í að afgreiða símtöl, en
sem betur fer hafi ekkert mál komið upp
sem varðaði lítil börn.
Bakvakt Helgu byrjaði þegar kl. 16:15 á
föstudegi þegar skiptiborðinu hjá Barna-
vernd var lokað og stóð til kl. 8:15 á mánu-
degi. Þegar vaktin hófst lá strax fyrir eitt
verkefni sem hún þurfti að sinna undir
eins. Ástæðan var sú að annar tveggja eft-
irlitsmanna Barnaverndar var veikur og
þurfti Helga að hlaupa í skarðið fyrir hann
samhliða öðrum verkefnum. Eitt af hlut-
verkum eftirlitsmanna er að sinna eftirliti í
umgengnismálum. Þetta eru mál þar sem
sýslumaður eða dómari hefur úrskurðað
um umgengni foreldra við barn sitt. Slíkur
úrskurður er felldur vegna þess að foreldrar
hafa ekki getað komið sér saman um
hvernig umgengni skuli háttað. Í nokkrum
málum er úrskurðað á þann veg að um-
gengni skuli vera undir eftirliti og fara fram
á hlutlausu svæði, þ.e. ekki á heimili föður
eða móður.
Kl. 16:30 sótti Helga barnið og fór með
það þangað sem umgengnin átti að fara
fram. Faðirinn mætti hins vegar ekki og því
sneri hún fljótlega heim með barnið.
Kl. 18 á laugardegi hringdi lögregla í Helgu
og tilkynnti að unglingur hefði gerst brotleg-
ur við lög. Foreldrar sóttu barnið á lög-
reglustöðina.
Helga sagði að í svona málum væri
fulltrúi frá Barnavernd viðstaddur yf-
irheyrslur yfir barninu. Það kæmi fyrir að
skýrslur væru teknar af barni um helgi, en í
þessu máli hefði verið ákveðið að bíða
fram yfir helgi.
Kl. 24 á laugardegi hringdi móðir í Helgu og
sagði frá því að dóttir hennar hefði rokið út
af heimilinu og hún vissi ekkert hvar hún
væri. Helga hafði samband við lögreglu og
bað hana að reyna að grafast fyrir um hvar
stúlkan gæti verið. Jafnframt var ákveðið
að henni yrði tryggð neyðarvistun á Stuðl-
um um leið og hún kæmi í leitirnar þar sem
grunur léki á að hún væri í fíkniefnaneyslu.
Helga sagði mál af þessu tagi ekki óal-
geng. Ágreiningur kæmi upp á heimili milli
unglinga og foreldra, þau rykju út eða
strykju að heiman og þá væri reynt að finna
börnin og vinna úr vanda þeirra. Stundum
færu börnin tímabundið í neyðarvistun ef
þau væru í vímuefnaneyslu eða á heimili í
Hraunbergi, sem Reykjavíkurborg rekur,
meðan verið er að vinna úr erfiðleikum
barnsins eða erfiðum samskiptum barns
við foreldra.
Kl. 10:30 á sunnudag hringir önnur móðir
og tilkynnir að barn hennar hafi ekki skilað
sér heim í sólarhring. Helga biður lögreglu
að hefja eftirgrennslan. Kl. 16 hringir móð-
irin aftur og hafði þá náð sambandi við fé-
laga barnsins sem taldi sig vita hvar það
væri. Kl. 17 hefur móðirin enn samband og
segir að það hafi skilað sér heim.
Helga sagði að það væri alltaf álitamál
hvenær ætti að stíga það skref að auglýsa
eftir unglingi sem væri saknað. Ekki væri
endilega grunur um að unglingnum væri
bein hætta búin. Hann væri einhvers stað-
ar í húsaskjóli, en ekki endilega í æskileg-
um félagsskap.
Kl. 12 á sunnudegi hefur fósturfaðir sam-
band. Fram kemur að tveir unglingar, sem
voru vistaðir á fósturheimili, hafa strokið
að heiman, beinlínis í þeim tilgangi að fara
út að skemmta sér og komast í vímu. Báðir
unglingarnir hafa sögu um neyslu vímu-
efna. Aðeins er eitt laust pláss í neyð-
arvistun á Stuðlum.
Helga sagði að það væri erfitt að vera í
þeirri stöðu að þurfa að velja á milli
barnanna; hvort barnið ætti að fara að
Stuðlum og hvað ætti þá að gera við hitt
barnið. Þetta mál hefði verið leyst þannig
að annað barnið fór heim til foreldra sinna.
Mál beggja unglinganna voru síðan skoðuð
strax eftir helgi.
3-5 pláss í neyðarvistun eru á Stuðlum,
þar eru þau vistuð vegna afbrota, vímu-
efnaneyslu, útigangs eða annarrar áhættu-
hegðunar. Unglingarnir eru læstir inni tíma-
bundið meðan víman er að renna af þeim
og verið er að taka ákvörðun um næstu
skref. Helga sagði að það kæmi reglulega
fyrir að ekki væri pláss fyrir öll börn sem
þyrftu að fara í neyðarvistun. Reynt væri að
leysa mál eftir öðrum leiðum.
Kl. 13:30 á sunnudag hafði lögreglan sam-
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur og Helga Ein-
arsdóttir ráðgjafi hjá Barnavernd takast á við ýmis konar verkefni í starfi sínu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
náinna ættingja, afa og ömmu eða systk-
ina. Hún segir að stundum stígi ættingjar
fram þegar mál séu búin að vera í vinnslu
hjá Barnavernd í talsverðan tíma og bjóð-
ist til að taka barnið í fóstur. Mál geti þá
verið komin í þá stöðu að barnið sé í tíma-
bundnu fóstri sem gangi vel og þá vakni
spurningin hvort taka eigi barnið út af því
heimili til að fara inn á annað fósturheim-
ili. Halldóra segir að sumir upplifi það sem
mikla höfnun þegar boði um að taka barn í
fóstur er ekki tekið.
Áður fyrr fóru börn sem fóru í varanlegt
fóstur til vandalausra oftast til fósturfor-
eldra sem bjuggu úti á landi. Halldóra seg-
ir þetta vera arf frá þeim tíma þegar fólk
taldi að börnum væri hollast að alast upp í
sveit frekar en á „mölinni“. Hún segist
hafa hvatt til þess að fósturforeldrum á
höfuðborgarsvæðinu sé fjölgað. Þeim hafi
verið að fjölga sem sé fagnaðarefni. Þetta
auðveldi eftirlit með börnunum, auðveldi
samskipti foreldra við börn sín og tryggi
aðgang barnanna að sálfræðiþjónustu.
Þó börn í varanlegu fóstri eigi rétt á
samskiptum við foreldra sína er lögð
áhersla á að þau tengist fósturforeldrum
sínum sem traustustum böndum. Hall-
dóra segir að auðveldara sé að mynda slík
tengsl þegar börnin eru ung. Það geti verið
erfitt fyrir barn sem er að komast á ung-
lingsár og hefur búið við lítið aðhald á
heimili sínu að aðlagast fósturforeldrum
sem fylgi föstum reglum t.d. um mat-
artíma, svefn og fleira.
Margir koma að erfiðustu málunum
Frásagnir um illa meðferð á börnum sem
send voru á vistheimili fyrir nokkrum
áratugum hafa verið áberandi síðustu
misserin í kjölfar skýrslu vistheim-
ilanefndar. Halldóra segir að þessar upp-
lýsingar hafi vissulega smitast yfir á um-
ræður um barnaverndarmál í dag.
Halldóra segir að eftirlit sé haft með
fósturheimilum í dag. Rætt sé við börnin,
þeirra vitjað og kallað eftir upplýsingum
frá skólum. Hún segir allt gert til að
tryggja að börnum líði vel á fósturheim-
ilum, en það sé ekki hægt að lofa því að
aldrei sé farið illa með börn sem fari í fóst-
ur.
Halldóra segir mikilvægt að átta sig á að
það sé enginn einn aðili sem taki ákvörðun
um að setja barn í varanlegt fóstur. Fleiri
en einn starfsmaður Barnaverndar komi
að málum, teknar séu ákvarðanir eftir
umræður á fundum og eftir samráð við
Barnaverndarstofu. Þessi mál séu lögð
fyrir barnaverndarnefnd þar sem þau séu
rædd og niðurstaða nefndarinnar sé ekki
alltaf samhljóða tillögu starfsmanna
Barnaverndar. Í þessum erfiðu málum fái
foreldrar alltaf lögfræðiaðstoð, oft að
frumkvæði Barnaverndar. Foreldrar eiga
þann kost að vísa málum til Barnavernd-
arstofu, kærunefndar og einnig að bera
þau undir dómstóla.
Sár sem aldrei gróa
Þegar grunur vaknar um kynferðislegt of-
beldi gagnvart börnum eru viðbrögð
Barnaverndar þau að taka grunsemdir
alltaf alvarlega. Þetta getur leitt til mjög
harkalegra aðgerða eins og að börn séu
sótt í skóla og fjarlægð fyrirvaralaust af
heimilum. Einstaka sinnum fari sá sem
grunaður er um ofbeldi út af heimilinu, en
ekki alltaf. „Mál af þessu tagi eru með því
versta sem nokkur fjölskylda getur gengið
í gegnum. Jafnvel þó að grunur um ofbeldi
reynist ekki réttur verða til sár sem gróa
stundum aldrei. Fólk er þá eðlilega mjög
reitt út í okkur. Við lítum hins vegar svo á
að barnið verði alltaf að njóta vafans.“
Barnavernd Reykjavíkur kemur stund-
um að málum þegar ágreiningur er milli
foreldra um umgengni. Stofnunin veitir
umsögn í umgengnismálum og starfs-
menn eru t.d. í því hlutverki að keyra
börn á milli foreldra. Stöð 2 fjallaði nýver-
ið um mál barns sem var tekið grátandi af
heimili sínu í fylgd lögreglu, starfsmanns
sýslumanns og Barnaverndar. Í því máli
var um að ræða svokallaða aðfarargerð, en
slík mál eru mjög fátíð. Málið er þá búið að
fara alla leið innan kerfisins og dómari er
búinn að dæma að barn eigi að njóta um-
gengi við föður sinn. Aðfarargerð felur í
sér að verið er að fylgja eftir ákvörðun
dómara.
Halldóra segist vera þeirrar skoðunar að
barnaverndarnefndir eigi ekki að hafa
stórt hlutverk í umgengismálum. Nefnd-
irnar verði hins vegar að sinna þeim verk-
efnum sem löggjafinn felur þeim.
Foreldrar sem tengjast inn í heim glæpa
Hversu langt eiga barnaverndaryfirvöld að
ganga í að hafa afskipti af umönnun barna,
þegar foreldrar, annað eða bæði, tengjast
inn í heim glæpa?
Við þessari spurningu er ekkert augljóst
svar. Halldóra segir að Barnavernd berist
öðru hverju ábendingar um að mæður séu
að stunda vændi. Hún segir að það sé að
nokkru leyti siðferðileg spurning hvort
grunur um vændi foreldra eigi að leiða til
afskipta Barnaverndar. Í slíkum málum
skoði starfsmenn aðstæður barnanna al-
mennt.
Halldóra segir að starfsmenn Barna-
verndar hafi haft afskipti af einstæðum
mæðrum sem tengist inn í heim glæpa.
Mæðurnar séu ekki endilega í vímu-
efnaneyslu, en séu kannski í þessum að-
stæðum vegna þess að þær ætli sér „að
Fjöldi tilkynninga - skipting eftir tegund
Áhættuhegðun
barna: 1.602
Ofbeldi:
601
Heilsa eða líf
ófædds barns í
hættu: 18
Vanræksla:
1.426
Vanræksla
alls: ..................1.426
Vanræksla varðandi
umsjón og eftirlit: 1.221
Þ.a. foreldrar í áfengis- og
fíkniefnaneyslu: 236
Tilfinningaleg vanræksla: 162
Vanræksla varðandi nám: 24
Líkamleg vanræksla: 19
Ofbeldi
alls: .......................601
Líkamlegt ofbeldi: 246
Tilfinningalegt/sálrænt
ofbeldi: 234
Þar af heimilisofbeldi: 75
Kynferðislegt ofbeldi: 121
Áhættuhegðun
alls: ..................1.602
Afbrot barns: 687
Stefnir eigin heilsu og
þroska í hættu: 520
Neysla barns á
vímuefnum: 186
Barn beitir ofbeldi: 124
Erfiðleikar barns í skóla,
skólasókn áfátt: 85