SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 24
24 13. desember 2009
Íslensk samtímahönnun
Höfundur: Elísabet V. Ingv-
arsdóttir. Fæst í bókabúð-
um. Verð: 4.950 kr.
Tinni: Bækur eru alltaf góð
jólagjöf og þessi er flott.
Tilvalin kaffiborðsbók til
að glugga í og fræðast um
störf íslenskra hönnuða á
síðustu árum.
Kristín: Gott yfirlit yfir verk
íslenskra samtímahönn-
uða innan þessara greina hönnunar. Bókin veitir innsýn í þann
faglega grunn sem við búum að, til að byggja á til framtíðar.
Skemmtilegt er að sjá fólkið á bak við verkin, hvaðan hönnuðirnir
koma og þá víðtæku þekkingu sem hönnuðir landsins búa yfir.
Elísabet: Þegar kom að því að velja íslenska hönnun í jólapakk-
ann kom fljótlega upp í hugann sú hönnun sem ég hef verið ná-
tengd undanfarið ár vegna vinnu við sýninguna Íslensk hönnun
2009, húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr og í áframhaldi vinna
við bókina Íslensk samtímahönnun sem nýlega kom út. Þar sem
jólin eru tími bóka og þessi bók mér kær ákvað ég að nefna hana
og um leið að vekja athygli á allri þeirri góðu hönnun sem þar er
sýnd og fjallað um án þess að vera að taka eitt fram yfir annað.
Grafíska hönnun bókarinnar, verk Harðar Lárussonar, vel ég líka
sem dæmi um vandaða íslenska hönnun.
Morgunblaðið/Golli
Kragi Frá Áróru Eiri Traustadóttur
fatahönnuði. Sölustaður: Mýrin.
Verð: 16.900 kr.
Sigríður: Yndislega fallegir kragar
sem gera hvaða flík fallegri. Þú
skellir á þig kraga og ert fín og sæt,
sama hvað.
Elísabet: Á tímum kreppu eru ein-
faldar snilldarlausnir mikilvægar.
Undanfarið hafa komið fram marg-
víslegir fylgihlutir og smáskraut
sem auðveldlega geta gert hvers-
dagsútlitið sparilegt eða gamla flík
sem nýja. Áróra Eir hefur hannað
margvíslegt smáskraut og ber þar
hæst höfuðskraut og kraga. Krag-
arnir hennar Áróru eru án allrar til-
gerðar en þó þannig gerðir að eng-
inn sem þá ber kemst hjá því að
vekja athygli. Margvíslegir mögu-
leikar í notkun þeirra segja manni
að þetta sé lausnin.
Rifgatað dagatal Hönnuðir: Snæfríð Þorsteins
og Hildigunnur Gunnarsdóttir, grafískir hönn-
uðir. Sölustaður: Kraum. Verð 3.500 kr.
Kristín: Einfalt og skemmtilegt rifdagatal sem
færir mann inn í núið. Afstæði tímans birtist í
frábærri hönnun sem hægt er að leika sér með.
Bókamerki frá Heima Hönnuðir: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir vöru-
hönnuður og Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður. Sjá sölustaði á
www.heima.eu. Verð: 1.500 kr.
Elísabet: Ég tel það gefa bókagjöfunum aukið gildi að láta fylgja með
bókamerki frá Heima sem er samvinnuverkefni hönnuðanna Guð-
rúnar Lilju Gunnlaugsdóttur og Sigurðar Þorsteinssonar. Innan
Heima-línunnar er fjöldi áhugaverðra smágjafa – falleg, sannfærandi
vísun í íslenskt handverk og íslenska náttúru. Varan pakkast flatt í
handhægar umbúðir sem létt er að setja í umslag og tilvalið að
senda vinum og ættingjum erlendis. Bókamerkin, litlir renningar, eru
úr götuðu stáli með mynstri, annars vegar byggt á hekli; „heklað
stál“, og fer það í bókina Íslensk samtímahönnun og hins vegar á út-
skurði, „tálgað stál“, og fer það í Bókina um Manfreð.
Geirfuglskertið Hönnuðir: Snæfríð Þor-
steins og Hildigunnur Gunnarsdóttir,
grafískir hönnuðir. Sölustaður: 871+-
Landnámssýning. Verð: 7.900 kr.
Kristján: „… í það minnsta kerti og
spil.“ Klassísk jólagjöf - með húmor.
Dalvíkursleðinn Hönn-
uður: Dagur Óskarsson
vöruhönnuður. Sölu-
staðir: birkiland.com,
Minjasafninu Akureyri og
hjá hönnuði (dagurosk-
arsson.com). Verð:
12.900 kr.
Tinni: Sleðabrekkurnar
hrökkva í gírinn á næstu
dögum og því eins gott
að vera vel græjaður.
Mér sýnist Dalvíkursleð-
inn vera nokkuð hrað-
skreiður og langar að
prófa.
Sigríður: Hinn fullkomni
sleði, fallegur og gæða-
legur. Alveg ábyggilega
skemmtilegt að renna
sér á þessum í brekkunni
á Miklatúni.
Kristín: Frábær stemning
í jólapakkann fyrir börn á
öllum aldri. Íslensk hönn-
un, íslensk framleiðsla!
H
önnunarmiðstöðin leitaði ráða hjá fimm ein-
staklingum sem eru annálaðir fyrir góðan
smekk: Tinna Sveinssyni blaðamanni, Kristjáni
Eggertssyni arkitekt, Sigríði Thorlacius söng-
konu, Kristínu Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Hönn-
unarmiðstöð Íslands, og Elísabetu Ingvarsdóttur hönn-
unarsagnfræðingi. Í kjölfarið var búinn til listi, fjölbreyttur
og jólalegur, með ellefu hlutum.
Íslensk hönnun hefur sótt í sig veðrið undanfarin misseri
og samfara því hefur áhugi landsmanna á fallegum hönn-
unargripum vaxið til muna. „Ég held að það sé alveg klárt
að Íslendingar eru að verða meðvitaðri um íslenska hönnun
og að kaupa íslenska hluti,“ segir Halla Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Undanfarið
hafa verið að koma fram gríðarmargir íslenskir hönnuðir
sem búa til fallega og áhugaverða hluti. Íslendingar hafa
ekki gefið þeim sérstakan gaum hingað til en við erum að
verða meðvitaðri um það sem við eigum,“ bætir hún við.
Aðspurð segist hún ekki vera í nokkrum vafa um að íslensk
hönnun verði vinsæl jólagjöf í ár. „Ég efast ekki um það.
Eins og sést á listanum er úrvalið afar fjölbreytt.“
Falleg íslensk hönnun í
Sunnudagsmogginn bað Hönnunarmiðstöð Íslands um
aðstoð við að finna skemmtilega hönnunargripi á
undir 20 þúsund krónum í jólapakkann. Eina
skilyrðið var að gripirnir yrðu að komast
undir jólatréð.