SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 26
26 13. desember 2009
N
ý einkavæðing tveggja af
þremur ríkisbönkum er
komin vel á veg. Arion banki
og Íslandsbanki eru að kom-
ast í eigu kröfuhafa, þótt að vísu sé ekki
vitað á þessari stundu hverjir þeir eru. Í
þessu felst að sjálfsögðu ný einkavæðing
þessara banka tveggja.
Nú má vel vera, að þessi einkavæðing
bankanna tveggja sé óhjákvæmileg. Ís-
lenzka ríkið hafi einfaldlega ekki efni á
því að fara aðra leið. Hins vegar vekur at-
hygli að hin nýja einkavæðing er að koma
til framkvæmda án þess að nokkrar um-
ræður hafi farið fram í samfélaginu að ráði
um það hvert sé æskilegt að stefna í upp-
byggingu bankakerfisins eftir hrun bank-
anna fyrir ári. Samtök atvinnurekenda
hafa að vísu lýst þeirri skoðun nánast frá
upphafi að eðlilegt væri, að kröfuhafar
yrðu eigendur bankanna en aðrir hafa lít-
ið tjáð sig um það mál. Það er líka eft-
irtektarvert, að það er fyrsta hreina
vinstri stjórnin á Íslandi, ef svo má að orði
komast, sem stendur að einkavæðingu
bankanna með þessum hætti.
Þótt færa megi sterk rök að því, að ríkið
hafi ekki af fjárhagslegum ástæðum átt
annarra kosta völ en hefja nýja einka-
væðingu bankanna er hitt ljóst, að rík-
isstjórnin og stjórnarflokkarnir gátu tekið
forystu um nýja löggjöf um banka og
önnur fjármálafyrirtæki áður en til einka-
væðingar bankanna kæmi á ný. Það hefur
núverandi ríkisstjórn ekki gert, þótt Gylfi
Magnússon, viðskiptaráðherra, hafi að
vísu lýst því yfir að undanförnu að slík
löggjafarsmíð sé í undirbúningi. Því ber
að fagna en breytir ekki því, að umræður
um slíka löggjöf hefðu þurft að fara fram
fyrir nýja einkavæðingu bankanna. Þetta
er þeim mun athyglisverðara vegna þess,
að fátt hefur meira verið rætt í nálægum
löndum síðustu misseri en breyting á
lagaumhverfi fjármálafyrirtækja. Hér á
Íslandi hefur nánast ríkt þögn um nauð-
syn nýrrar löggjafar um starfsemi bank-
anna. Í ljósi mikillar gagnrýni frá hruni
bankanna á einkavæðingu þeirra fyrir,
um og upp úr síðustu aldamótum er þessi
þögn óskiljanleg.
Hvaða álitamál hafa komið upp í rekstri
banka á Íslandi á þessari öld, sem kalla á
umræður og nýja löggjöf um rekstur
þeirra? Grundvallaratriði í því sambandi
er, hvort leyfa eigi rekstur viðskipta-
banka og fjárfestingarbanka undir sama
hatti. Hefðbundin viðskiptabanka-
starfsemi er tiltölulega áhættulítil.
Svonefnd fjárfestingarbanka-
starfsemi er áhættusöm. Í kjölfar
kreppunnar miklu á fjórða ára-
tug 20. aldarinnar voru sett lög
í Bandaríkjunum, sem skildu að þessar
tvær gerðir bankareksturs. Þau lög voru
smátt og smátt milduð og bannið að lok-
um afnumið með öllu undir lok síðustu
aldar. Fjármálakreppan á alþjóðavett-
vangi hefur hins vegar vakið umræður á
ný um nauðsyn þess að skilja þessa starf-
semi að.
Hinir einkavæddu íslenzku bankar
stunduðu jöfnum höndum hefðbundna
bankastarfsemi og fjárfestingarbanka-
starfsemi. Miðað við þær upplýsingar,
sem nú liggja fyrir um starfsemi þeirra er
augljóst, að það var fjárfestingarbanka-
starfsemin, sem leiddi til falls þeirra. Að
fenginni þeirri reynslu er a.m.k. augljóst,
að fram þurfa að fara fram umræður um
það, bæði á Alþingi og í samfélaginu öllu,
hvort setja eigi lög sem banni slíka starf-
semi undir einum og sama hatti. Er verð-
andi eigendum Arion banka og Íslands-
banka ljóst, að slík löggjöf kunni að verða
sett?
Í upphaflegri gagnrýni greiningardeilda
erlendra fjármálafyrirtækja við rekstur
íslenzku bankanna undir lok árs 2005
voru gerðar athugasemdir við að bank-
arnir lánuðu fé til yfirtöku á fyrirtækjum
en gengju lengra og gerðust einnig sjálfir
hluthafar í slíkum fyrirtækjum. Í ljósi
þess, sem gerzt hefur eru sterk rök sem
mæla með því að slík eignaraðild banka
að fyrirtækjum verði bönnuð með lögum.
En þetta er eitt af því, sem þarf að ræða og
draga fram rök með og á móti. Um þetta
hafa engar umræður farið fram frekar en
um annað, sem læra má af falli bankanna
og hefði þurft að ræða og afgreiða fyrir
nýja einkavæðingu þeirra.
Þriðja grundvallaratriðið, sem ræða
þarf í framhaldi af hruni bankanna er
hvaða kröfur eigi að gera til þeirra, sem
vilja eiga og reka banka. Þá er ekki sízt átt
við hvaða kröfur eigi að gera um fjárhags-
legan styrk þeirra. Í því felst m.a. að þeir
geti sýnt fram á, að þeir séu raunverulega
að leggja fram eigið fé í bankastarfsemi en
ekki fé, sem tekið er að láni. Í því sam-
bandi vaknar líka spurning um, að feng-
inni reynzlu, hvort ekki er nauðsynlegt
að gera meiri kröfur um eigið fé bankanna
en gerðar hafa verið hingað til.
Fjórða meginatriðið, sem þarf að ræða
er um dreifingu eignarhalds á bönkum.
Illu heilli voru umræður um dreifða eign-
araðild að fjármálafyrirtækjum drepnar í
fæðingu fyrir rúmum áratug, fyrst og
fremst með aðgerðum þessara fyrirtækja
sjálfra á þeim tíma. En jafnframt vakti at-
hygli þá andstaða einstakra talsmanna
jafnaðarmanna við hugmyndir um löggjöf
um dreifða eignaraðild að bönkum. Nú
þarf að hefja þessar umræður á ný og
vonandi fara þær í uppbyggilegri farveg
að þessu sinni.
Fimmti grundvallarþáttur þessa máls
eru svo þau launakjör og launakerfi, sem
tíðkast í fjármálafyrirtækjum, en um fátt
er nú meira rætt beggja vegna Atlantshafs
og þarf að ræða hér ekki síður.
Öll þessi atriði hefði þurft að ræða og
setja löggjöf um fyrir nýja einkavæðingu
bankanna, sem er að komast í fram-
kvæmd. Eftir því er tekið í öðrum lönd-
um, að það hefur ekki verið gert og spurt
hvort það sé til marks um, að Íslendingar
skilji ekki enn hvað hér hafi gerzt. Er eitt-
hvað til í því?
Er einkavæðing án umræðu sjálfsögð?
Af innlendum
vettvangi…
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
Þ
að komu vöflur á Alfredo Geri gallerista þennan
vetrardag í Flórens, 13. desember 1913, þegar
ókunnugur maður dró málverk úr pússi sínu og
bauð honum til sölu. Málverkið var af sjálfri
Mónu Lísu sem stolið hafði verið af Louvre-safninu í París
rúmum tveimur árum áður. Geri trúði ekki sínum eigin
augum en samdi við gestinn um að fá að hafa málverkið
um stund í galleríinu til að meta það. Hann hnippti strax í
Giovanni Poggi, forstöðumann Uffizi-gallerísins, sem
gekk úr skugga um að málverkið væri ósvikið. Gerðu þeir
lögreglu þegar viðvart og handtók hún manninn, Vin-
cenzo Peruggia, síðar um daginn á hóteli í Flórens.
Þar með var mál sem kallað hefur verið „mesti lista-
verkaþjófnaður allra tíma“ loksins leyst. Það hófst þegar
Peruggia, sem var fyrrverandi starfsmaður Louvre, faldi
sig á safninu eftir lokun sunnudaginn 20. ágúst 1911. Dag-
inn eftir, meðan safnið var lokað, gekk hann óséður út
með verkið, sem Leonardo da Vinci málaði í upphafi sex-
tándu aldarinnar, undir hvítum vinnusloppi. Talið er að
dyravörðurinn hafi brugðið sér frá til að svala þorsta sín-
um. Sér til hægðarauka fjarlægði Peruggia rammann.
Uppi varð fótur og fit þegar menn gerðu sér grein fyrir
því að Móna Lísa væri horfin – rúmum sólarhring síðar.
Safnstjórinn trúði því ekki að þjófurinn hefði komist úr
húsi og slagbrandi var brugðið fyrir dyrnar í heila viku
meðan á rannsókninni stóð. Landamærum Frakklands
var lokað um tíma og skip kyrrsett. Allt kom fyrir ekki.
Hvorki fannst tangur né tetur af málverkinu.
Þjófnaðurinn vakti heimsathygli og gestagangur á Lo-
uvre hefur líklega ekki í annan tíma verið meiri. Fólk
streymdi að til að stara á beran vegginn þar sem Móna
Lísa átti að vera. Franska stoltið var sært og lögreglan
lagði nótt við dag til að hafa hendur í hári sökudólgsins.
Franska skáldið Guillaume Apollinaire, sem einhverju
sinni lýsti því yfir að brenna ætti Louvre, var færður til
yfirheyrslu og látinn dúsa um tíma í grjótinu. Hann vissi
þó ekkert um málið. Apollinaire reyndi í örvæntingu sinni
að bendla vin sinn, listmálarann Pablo Picasso, við verkn-
aðinn. Það hefði verið saga til næsta bæjar hefði einn
frægasti málari heims stolið Mónu Lísu en svo reyndist
ekki vera. Pablo Picasso kom af fjöllum. Hermt er að þeir
félagar hafi verið lengi að jafna sig eftir yfirheyrslurnar og
Apollinaire raunar ekki borið sitt barr.
Meðan á öllu þessu gekk beið Móna Lísa í góðu yfirlæti
undir rúminu í íbúð Vincenzos Peruggias í París. Hann
þorði ekki að hrófla við verkinu í rúm tvö ár eða þangað
til hann smyglaði því til Flórens í desember 1913.
Eftir að Peruggia var gripinn glóðvolgur lýsti hann því
yfir að föðurlandsást hefði knúið hann til að stela mál-
verkinu. Móna Lísa ætti heima á Ítalíu. Það þótti hins veg-
ar draga úr trúverðugleika þjófsins að hann hafi reynt að
selja verkið. Peruggia var eigi að síður fagnað sem þjóð-
hetju á Ítalíu. Hann var dæmdur til eins árs fangavistar en
látinn laus eftir fáeina mánuði.
Síðar var því haldið fram að frægur svikahrappur, Edu-
ardo de Valfierno, hefði verið á bak við þjófnaðinn í því
augnamiði að sprengja upp verð á eftirlíkingum. Það var
aldrei sannað. Móna Lísa sneri aftur heim á Louvre árið
1914 og hefur ekki brugðið sér af bæ síðan.
orri@mbl.is
Mesti þjófn-
aður lista-
sögunnar
Á þessum degi
13. desember 1913
Móna Lísa er líklega frægasta málverk mannkynssögunnar.
Það hefði verið saga til næsta bæjar
hefði einn frægasti málari heims stol-
ið Mónu Lísu en svo reyndist ekki
vera. Pablo Picasso kom af fjöllum.
Sekur: Vincenzo Peruggia. Grunaður: Pablo Picasso.