SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 29
13. desember 2009 29 B arnaverndarmál eru erfið viðfangs og viðkvæm og mikið álag á þeim, sem við þau starfa. Þetta kemur fram í umfjöllun Egils Ólafssonar í Sunnudagsmogg- anum í dag. Á þessu ári hefur málum, sem koma til kasta barnaverndaryfirvalda, fjölgað án þess að meira hafi verið lagt í málaflokkinn. Barnaverndarstofnunum um allt land ber- ast um átta þúsund tilkynningar á hverju ári. Til marks um umfangið er að Barnavernd Reykjavíkur bárust á síðasta ári um fjögur þúsund tilkynningar, sem vörðuðu 1.700 börn. Á þessu ári hafa komið fram yfir 3.600 tilkynningar og hafa um 600 ný mál verið tekin til skoðunar. Aðeins erfiðustu málin fara fyrir barnaverndarnefndirnar, til dæmis þegar börn þurfa að fara í fóstur, og þau eru líklegust til að vekja umtal. „Við erum oft á tíðum að koma inn í líf fólks á tímum þegar það vill síst opna líf sitt fyrir öðrum,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, í umfjölluninni. Réttarstaða barna hefur breyst mikið á undanförnum áratugum og strangari reglur gilda um meðferð mála en fyrir nokkrum áratugum. Umræða um barnaverndarmál er samfélaginu nauðsynleg og sömuleiðis er hún þeim stofnunum holl, sem starfa í þágu barna. „Við búum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem verður að gera þá kröfu til opinberra stofnana að starfsemi þeirra sé gegnsæ ef við viljum ætlast til að fólk beri traust til þeirra,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í viðtali sem Karl Blöndal tók við hann. Sú umræða má hins vegar ekki fara fram með slíku offorsi og skilningsleysi að enginn fáist til að starfa að barnaverndarmálum eða þori að grípa inn í þegar nauðsyn ber til. Nú eru börn, sem ekki geta notið umönnunar foreldra sinna, ekki lengur send á stofn- anir heldur fara í umsjá fósturforeldra. Um 370 börn eru hjá fósturforeldrum á Íslandi. Bragi segir að fósturforeldrarnir séu dýrmætasti auðurinn í barnaverndarstarfi hér og bætir við: „Án þessa góða fólks gætum við ekki rækt gott barnaverndarstarf á Íslandi.“ Þótt taka þurfi á erfiðum málum í barnaverndarstarfi verður að hafa hugfast þrátt fyrir tal um vítahringi, vonleysi og félagsmálagildrur að á milli 70 og 80% barna ná að yf- irvinna erfiðleika og mótlæti í æsku og verða heilbrigðir, heilsteyptir og sterkir ein- staklingar. Það ætti að vera barnaverndarstarfsmönnum og uppeldisforeldrum hvatning. Eins og fram kom í fréttaskýringu Signýjar Gunnarsdóttur fyrir viku er heimur barna viðkvæmur og ýmsar ógnir sem steðja að, en þar var áhrifamikil og ógnvekjandi lýsing á einelti krakka á skólaaldri. Síðan fréttaskýringin birtist hafa margir haft samband við blaðið og leitað frekari upplýsinga um hvert best sé að snúa sér í slíkum málum. Í flestum tilvikum fólk sem er að vinna úr einelti, sem það hefur orðið fyrir á lífsleiðinni, og hefur því verið vísað til Liðsmanna Jeríkó og Regnbogabarna. En standi glíman yfir við einelti hjá krökkum er mikilvægt að leita til skólayfirvalda og einnig má vísa á Heimili og skóla, félagsmálayfirvöld og lögregluna, ef eineltið er komið á það stig. Rannsóknir sýna að 5 þúsund börn eru lögð í einelti á hverju ári hér á landi. Þetta er raunverulegt vandamál sem flestir þekkja úr sínu lífi, með beinum eða óbeinum hætti. Í hvert skipti sem ekki er tekið hart á slíkum málum, þá er verið að bregðast einstaklingi í neyð. Uppgjöf er ekki kostur. Erfið mál – árangursríkt starf „Í mínum huga er aðeins einn Tom Cruise – sá sem leikur með Arsenal – og hann er mjög góður leikmaður.“ Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, en átján ára bakvörður með þessu ágæta nafni þreytti frumraun sína fyrir félagið í vikunni. „Það hefði verið ömurlegt að drepa einhvern með re- múlaði.“ Steinþór H. Steinþórsson, Steindi Jr., var að vinna í sjoppu á 18 ára af- mælisdaginn. Hann setti remúlaði á pylsu eins viðskiptavinarins sem bað um eina með öllu nema remúlaði, og varð að kalla til sjúkrabíl þar sem mað- urinn var með bráðaofnæmi fyrir remúl- aði. „Þetta er stærsta einstaka verkefni sem nokkur kyn- slóð hefur staðið frammi fyrir.“ Svandís Svav- arsdóttir umhverf- isráðherra um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var sett í Kaupmanna- höfn á mánudag. „Gestir sem hingað koma á jóla- hlaðborð eru gjarnan með flöskuna í töskunni og geyma upp á hótelher- bergi og skjótast síðan þangað við og við.“ Ónafngreindur veitingamaður segir að færst hafi í aukana að gestir veitingahúsa í borg- inni reyni að smygla vínföngum í hús. „Íslendingar eru ekki dónaleg- ir en það leynist alltaf einn og einn inn á milli sem er úti á þekju.“ Egill Einarsson, Gillzenegger, hefur sent frá sér mannasiðabók. „Þetta gengur alltof hægt. Þetta er á al- gjörum skjaldböku- og skriðdýrshraða.“ Kristján Gunnarsson, for- maður Starfsgreina- sambandsins, um viðleitni stjórnarinnar til að skapa störf. Ummæli vikunnar þennan hugsanlega áhættuþátt. Og hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá stendur málið þarna. Það snýst því ekki lengur um hvort vís- indin séu hol og hafi jafnvel að hluta verið hag- rætt. Málið snýst nú eingöngu um viðbrögðin og þær skyldur sem heimurinn sem heild og einstök ríki, svæði eða álfur ætla að axla. Og þá fara hags- munagæslumennirnir heldur betur af stað. Allir nema einn. Því núverandi leiðtogum Íslands þykir fínast að gæta alls ekki hagsmuna íslensku þjóð- arinnar. Slíkt væru, að þeirra sögn, röng skilaboð til umheimsins. Minnir þetta mjög á viðhorf sömu aðila til fyrra málsins sem rætt er um í þessu bréfi. Allar aðrar þjóðir fylgja sínum hagsmunum fast eftir og Evrópusambandið hefur gert það af mikl- um krafti og klókindum. Það fékk samþykkt í Kyoto að einvörðungu millilandaflug skyldi teljast mengunarvaldur, en ekki innanlandsflug. Og ákváðu síðan að flug á milli Evrópusambandslanda væri innanlandsflug. Sem sagt: Flug frá Íslandi til Grænlands, sem tekur tvo tíma, mengar, en flug frá London til Rómar, sem tekur fjóra tíma, meng- ar ekki. Það var heldur engin tilviljun að árið 1990 var notað sem forsenduár. Kommúnisminn í Austur-Evrópu var fallinn. Þar voru verstu eitur- spúandi verksmiðjur sem þá voru í rekstri. Þeim yrði lokað hverri af annarri. Með því að draga mengunarlínuna aftur í tímann fengju menn gíf- urlega mengunarkvóta fyrir verksmiðjur sem var búið að loka eða yrði lokað óháð öllum vangavelt- um um loftslagsmál. Íslendingar voru hins vegar búnir að breyta miklu hjá sér fyrir árið 1990. Þeir voru nánast búnir að útrýma notkun á olíu til hit- unar og reksturs heimila og fyrirtækja. Þeir virkj- uðu eingöngu endurnýjanlega orkugjafa sem leystu mengunarvalda af hólmi. Þeir sköffuðu afl til að framleiða vöru sem heimurinn gat ekki verið án sem ella varð að framleiða með stórkostlegum mengunarkostnaði. Flestir þeir sem höfðu áhrif á síðustu loftslagsráðstefnu höfðu góðan skilning á sérstöðu Íslands. Það voru helst einstaklingar og hópar úr röðum Íslendinga sjálfra sem þvældust fyrir þeim skilningi. Og nú er það þeir sem hafa umboð og skyldu til að gæta hagsmuna Íslands og þiggja laun fyrir það verk sem helst eru í hlutverki Þrándar í Götu þjóðarinnar. Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.