SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 30

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 30
F átt stóð betur af sér hrunið er bókin. Það má í það minnsta ráða af því meðal annars að bóksala á síðasta ári, hrunsárið, var með besta móti og ekki er annað að merkja en sala á þessu ári verði líka góð þó heimildir Morg- unblaðsins bendi til þess að enn sem komið er sé hún eitthvað minni en á síðasta ári, líkt og önn- ur smásala reyndar. Ein af þeim skýringum sem menn hafa gripið til þess að skýra það að hrunið hafi ekki náð til bókanna er að í þrengingum leiti fólk í skáldskapinn. Vissulega skemmtilega rómantísk skýring og góð til síns brúks við útlendinga, en líklegri skýring að verðið hafi haft sitt að segja, enda héldu út- gefendur aftur af sér í verðhækk- unum á síðasta ári og söluaðilar ekki síður. Hvað söluna fyrir þessi jól varð- ar ætti verðið ekki að standa í veg- inum, því þó verð frá forlagi hafi almennt hækkað eitthvað hefur verð á bókum lítið hækkað milli ára (og reyndar lítið hækkað síð- asta áratuginn eða svo, því verðið hækkaði ekki í krónum frá 2001 til 2008 – á sama tíma hækkaði vísi- tala neysluverðs um 44%). Halló kisa Þegar rýnt er í Bókatíðindi má sjá ýmislega þróun sem fer kannski framhjá manni dags daglega; hvern hefði til að mynda grunað að nýtt æði í íslenskum barnabók- um væri bækur um japanska kisu? Málið er nefnilega það að fátt er vinsælla nú um stundir fyrir ungar stúlkur en Hello Kitty bækurnar sem Edda gefur út. Í haust komu út fjórar Hello Kitty bækur: Fjöl- skyldan mín, Góður dagur, Í góðu skapi og Litir og tölur sem allar hafa selst mjög vel. Edda á aðra metsölubók á listum fyrir þessi jól, því innbundin jólasyrpa fyrirtæk- isins með sögum af Andrési Önd stökk beint í annað sætið yfir mest seldu barnabækurnar í síðustu viku og selst enn vel. Annað sem menn hafa rekið augun í er að bækur um tónlist eru óvenju margar þetta árið og þá helst ævisögur tónlistarmanna því út hafa komið ævisögur Vilhjálms Vilhjálmssonar, Gylfa Ægissonar, Jóns Leifs, Þórunnar Ashkenazy, Guðmundar „Papa jazz“ Stein- grímssonar og Magnúsar Eiríks- sonar, en einnig kom út bókin 100 bestu plötur Íslandssögunar, nótnabókin 36 jazzlög með lögum eftir Sigurð Flosason og Stóra söngbókin með gítarhljómum Jó- hanns Ísbergs við 240 lög. Í þessari samantekt vekur athygli að nýtt forlag, Sena, á tvær af þessum bókum sem báðar hafa selst af- skaplega vel; Súddirarí rei, end- urminningar Gylfa Ægissonar, og Söknuð, ævisögu Vilhjálms Vil- hjálmssonar. Pollýanna og Adda Eins er vert að gefa endurprenti á gömlum bókum gaum, ekki síst þegar litið er yfir sölulista. Í fyrra var það Pollýanna sem mokseldist og nú er höggvið í sama knérunn með Öddubókunum eftir Jenný og Hreiðar – hreint endurprent með gömlu bókarkápunum. Þær bækur hafa reyndar ekki gengið eins vel og Pollýanna, en vísbending um það sem koma skal; mín spá er að fjölmargir muni feta sömu slóð og gefa út að nýju óbreytta gamla klassík. Annað dæmi um það hvernig slíkt getur heppnast mjög vel er sú sígilda bók Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttir sem Opna gefur út og hefur runnið út eins og heitar lummur frá því hún kom út. Að því sögðu þá er útgáfa á mat- reiðslubókum í einhverskonar lægð, því þær sýnist mér vera færri en á síðustu árum, en hand- bækur hverskonar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið, til að mynda mokast prjónabækur út (Prjóna- dagar 2010, Prjónað á börn, Prjón- að í dagsins önn, Prjónaperlur, Vettlingauppskriftir, Prjóniprjón) og aðrar handavinnu, tónstunda og föndurbækur; bútasaumur (Bútasaumur í rauðu og hvítu), golf (Enn betra golf), jólaföndur (Föndur-jól), veiði (Silungaflugur í íslenskri náttúru, Skotvopnabókin, Veiðar á villtum fuglum og spen- dýrum, Vötn og veiði – Stanga- veiði á Íslandi 2009), útivist (Heit- ar laugar á Íslandi, Hrafnkels saga Freysgoða – Kort og gönguleiðir) og matjurtir / sveppir Matjurtir – Handhægur leiðarvísir fyrir rækt- endur, Matsveppir í náttúru Ís- lands). Kreppa á kreppu ofan Kreppan er mönnum ofarlega í huga og kemur varla á óvart að bækur þar sem kreppan kemur við sögu séu fyrirferðarmiklar í útgáf- unni fyrir þessi jól. Sumar bækur reyna að nálagst efniviðinn á sagn- fræðilegan hátt, til að mynda Um- sátrið – Fall Íslands og endurreisn eftir Styrmi Gunnarsson, sem er meðal söluhæstu bóka, en einnig hafa komið út slíkar bækur eftir Ásgeir Jónsson (Af hverju Ísland? Lítil þjóð – stórt hrun), Guðna Th. Jóhannesson (Hrunið – Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar), Einar Má Guðmundsson (Hvíta bókin), Ólaf Arnarson (Sofandi að feigðarósi) og Ármann Þorvaldsson (Frozen Assets). Þeir sem fást við skáldskap (að því slepptu hve mikill hluti ofan- greindra hrunbóka byggist á skáldskap og / eða óskhyggju) hafa líka skrifað um hrunið eða nýtt það sem efnivið eða leiktjöld og skraut í verkum sínum. Einhverjir hissa sig kannski á því hve margar bækur eru markaðar hruninu á einn eða annan hátt, en ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að rit- höfundar sækja alla jafna efnivið í sinn samtíma. Af skáldverkum má til að mynda nefna Rigningin gerir ykkur frjáls eftir Hauk Má Helgason, Drauga- borg eftir Óttar M. Norðfjörð, Bókasafn Ömmu Huldar eftir Þór- arin Leifsson, Færeyskan dansur eftir Huldar Breiðfjörð, Blómin frá Maó eftir Hlín Agnarsdóttur, Hjartslátt eftir Ragnheiði Gests- dóttur, Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason, Núll núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson, Ljóðorkuþörf eftir Sigurð Pálsson, Ljóðveldið Ís- land eftir Sindra Freysson, Ein- eygða köttinn Kisa eftir Hugleik Dagsson, Síberíu eftir Fritz Má Jörgensson, Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttir, Síðustu dagar móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson, Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl, Alltaf sömu söguna eftir Þórarinn Eldjárn og Bankster eftir Guðmund Óskarsson. Góðærið mikla þegar allir ætluðu að græða rosalega kemur líka við sögu í nokkrum bókum, til að mynda Svörtuloftum Arnaldar Indriðasonar, Hinu fullkomna landslagi Rögnu Sigurðardóttur og Hyldýpi Stefáns Mána. Jólabækurnar Hrun, tónlist, kisur og handbækur Á síðasta ári seldust bækur betur en nokkru sinni fyrr á Íslandi og ekki ástæða til að ætla annað en að salan verði áþekk á þessu ári, þó hún fari rólega af stað. Breytingar í bóksölu eru hægfara, en sitthvað forvitnilegt kemur í ljósi þegar rýnt er í lista yfir útgáfubækur ársins. Árni Matthíasson arnim@mbl.is 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 02000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Íslenskar barnabækur Þýddar barnabækur Íslensk skáldverk Þýdd skáldverk Ljóð Ævisögur Fjöldi bókatitla eftir árum í völdum flokkum 88 61 54 51 36 30 82 75 82 78 45 38 186 Eins og sjá má hafa verið tiltölulega litlar breytingar á fjölda titla í helstu útgáfu- flokkum, en aðal breytingar síðustu tvö ar hafa kannski verið að smáforlögum hefur vaxið fiskur um hrygg. Þetta sést til að mynda á ævisögum; á síðasta ári komu út 40 ævisögur 15 forlaga, en á þessu ári 45 ævisögur 21 forlags. Mikill samdráttur í útgáfu á þýddum barnabókum skýrist af gríðarlegu gengisfalli krónunnar, en talsvert af þessum bókum voru svokallað samprentsbækur og prentaðar erlendis. 30 13. desember 2009

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.