SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 38
38 13. desember 2009 „Það varð til þess að hann var valinn á forsíðu Time árið 1938 og fjallað um á mörgum opnum, eins og hann væri forseti Bandaríkjanna.“ H ans Kristján Árnason hefur unnið að sögu Íslendingsins Holgers Cahill með hléum undanfarinn áratug, en Cahill hét til 27 ára aldurs Sveinn Kristján Bjarnarson, fæddur á Breiðabólsstað á Skógar- strönd. „Foreldrar hans, Vigdís Bjarnadóttir og Björn Björnsson, voru frá Hraunholti í Kolbeins- staðahreppi og Syðri-Rauðamel í Eyjahreppi,“ seg- ir hann. „Þau voru bláfátæk vinnuhjú hjá prófast- inum á Breiðabólsstað og flúðu land í eymdinni árið 1889, fyrst til Winnipeg, en skömmu síðar til Pembina, rétt fyrir sunnan landamærin í Kanada. Það voru nokkur Íslendingaþorp á þessu svæði, enda fluttu héðan allt á 20 þúsund manns á árunum 1873-1910. Þegar Sveinn Kristján var níu ára skildu foreldrar hans. Þau voru vinnuhjú hjá bændum, en pabbi hans fann sig aldrei vestanhafs, hallaði sér að flösk- unni, missti vinnuna og hrökklaðist að heiman. Móðir hans varð fárveik, fékk taugaáfall, og var þá með tvö börn, systur hans líka. Hún kom honum fyrir hjá íslenskum hjónum á sveitabæ í 50 km fjar- lægð, sem reyndust honum illa. Hann var þar í tvö ár, en þá flutti móðir hans nær honum og tók sam- an við Vestur-Íslending, sem kallaði sig Samson, og var 20 árum yngri en hún. En Sveini Kristjáni lynti ekki við nýja stjúpföð- urinn, reifst við móður sína og strauk að heiman til Winnipeg. Hann hélt að þar gæti hann búið hjá skyldmennum sínum af Snæfellsnesi, en þau vildu ekkert með hann hafa og komu honum fyrir á munaðarleysingjahæli í Winnipeg. Þaðan fór hann til írskra hjóna á sveitabæ og var þar í tvö ár, fór svo aftur til móður sinnar, en strauk endanlega 15 ára. Næstu árin þvældist hann um Bandaríkin og Kan- ada, lagði járnbrautateina, smalaði kúm og gekk í ýmis verkamannastörf. Svo varð hann kyndari á vöruflutningaskipi til Sjanghæ, en flúði kóleruna á skip til Japan og Hong Kong, en náði svo skipi aftur til Vancouver. Hann þvældist áfram um Bandaríkin, kom til St. Paul í Minnesota árið 1906, 19 ára gamall. Þar vann hann sem bókari og notaði kaupið sitt til að kaupa bækur, allt ritsafn Tolstojs, Wilde og Shaw, en draumur hans var alla tíð að verða rithöfundur. Móðir hans heyrði síðast til hans árið 1907 þegar hann sagði í einlægu og ástríku bréfi frá ævintýrum sínum.“ Dularfulla mannshvarfið Svo spurðist ekki aftur til hans fyrr en árið 1913 þegar hann skráði sig í kvöldskóla í New York- háskóla, í bókmenntum og blaðamennsku, að sögn Hans Kristjáns. „Hann kom sér fyrir meðal lista- manna í Greenwich Village, það varð fjölskylda hans og þar átti hann heima, í yfirfærðri merkingu. Fljótlega varð hann blaðamaður í einu úthverfinu og þegar ritstjórinn fór í framhaldsnám varð hann ritstjóri.“ Ein af ráðgátunum við ævi Cahills, er að ekki eru til neinar heimildir um tímann frá 1907 til 1913. „Við vitum ekkert hvað gerðist þann tíma,“ segir Hans Kristján. „En hann reyndi að fela þessi ár og þegar hann varð ritstjóri birtust fyrstu greinarnar undir nýju nafni. Nú hét hann Edgar Holger Cahill. Hann yngdist um sex ár, sagðist vera fæddur árið 1893, en ekki 1887. Í þriðja lagi skipti hann um fæð- ingarstað, fæddist á árbakka Mississippi-fljótsins í Minnesota, en ekki á Íslandi. Svona faldi hann upp- runa sinn og hvarf inn í bandarískt þjóðfélag, hafði ekkert samband við Íslendinga. Hann endurskap- aði sjálfan sig eins og „The Great Gatsby!“ Cahill varð snemma þekktur fyrir skrif sín, fyrst um rithöfunda og svo myndlist. Honum var boðið af sænsku fréttastofunni í New York til Svíþjóðar, til þess að kynnast sænskri menningu, og ferðaðist um Norður-Evrópu, þó ekki til Íslands. Þar kynnt- ist hann alþýðulist, menningararfi sem Svíar höfðu hlúð að, en Bandaríkjamenn vanrækt. Og það varð hans sérgrein er hann sneri aftur, að hefja alþýðu- list til vegs og virðingar í Bandaríkjunum. Upp úr því réð eiginkona John D. Rockefeller Junior III, sem var af ríkustu fjölskyldu Bandaríkjanna, hann til að koma upp alþýðulistasafni. Cahill kvæntist árið 1922 og eignaðist dóttur, sem nú er 87 ára og doktor í málvísindum. Þau skildu og fór hún með barnið til Detroit. En hún var óreglu- söm listakona, sem teiknaði myndasögur í blöð, en náði aldrei fótfestu í lífinu, og hann tók aftur yfir uppeldi dóttur sinnar þegar hún var sex ára gömul. Um svipað leyti tók hann saman við stórmerkilega konu, Dorothy C. Miller, sem varð fyrsti listfræð- ingur nýlistasafnsins MoMA í New York, þegar það var stofnað árið 1929, og þar með valdamesta manneskja í bandaríska myndlistarheiminum í hálfa öld. Það var hún sem gerði fólk frægt, setti upp sýningar með málverkum og skúlptúrum.“ Og þegar forstjórinn Alfred H. Barr fór í frí til Evrópu árið 1932 í rúmt ár, þá leysti Holger Cahill hann af. „Hann setti upp nokkrar sýningar með konu sinni og braut blað í bandarískri myndlist- arsögu, því það voru verk listamanna frá Mið- og Suður-Ameríku, m.a. Frida Kahlo og Diego frá Mexíkó. Þau opnuðu þennan heim fyrir Banda- ríkjamönnum. En draumurinn var að skrifa bækur. Hann sendi frá sér skáldsögu árið 1927, The Yankee Adventurer, sem fékk fína dóma. En það gekk erfiðlega að finna tíma til skrifta.“ Á forsíðu Time Og ævintýrið var rétt að hefjast. „Árið 1935 kallaði Hvíta húsið Cahill á fund til sín. Harry Hopkins, hægri hönd Roosevelts, bað hann um að verða for- stjóra yfir stofnun sem ætlað var að hjálpa lista- mönnum í kreppunni miklu. Eftir nokkrar fortölur tók hann það að sér. Um tíma fengu 5 þúsund lista- menn 100 dollara mánaðarlaun, svo þeir gætu sinnt myndsköpun, leiklist og tónlist. Starfsmenn voru mörg hundruð og settar upp 100 listamiðstöðvar um allt land. Það varð til þess að hann var valinn á forsíðu Time árið 1938 og lagðar fleiri opnur undir hann, eins og hann væri forseti Bandaríkjanna. Á þeim tíma var Cahill með útvarpsþætti um myndlist, eilíft til umfjöllunar í blöðum og stóð á hátindi frægðar sinnar. En háður var mikill slagur um það á vettvangi stjórnmálanna, hvort stofnunin ætti að lifa, og hann var gjörsamlega búinn, orðinn slitinn maður, þegar stofnunin var loks lögð niður árið 1943. Þá ákvað hann að einbeita sér að skrif- um, konan hans gerði honum það kleift, en þau áttu litla íbúð í Greenwich Village og bárust aldrei á. Hann lést árið 1960, en Dorothy Miller ekki fyrr en 45 árum síðar, 99 ára.“ – Þannig að þú hefur kynnst henni? „Já, ég hitti hana í New York. Og ég heyrði frá henni og dóttur hennar, Jane Ann, um dramatískt uppgjör sem enn átti eftir að eiga sér stað. Cahill fór varla út úr húsi, nema þegar hann frétti af góðum hnefaleikum. Annars skrifaði hann heima og hélt stundum kvöldverðarboð, en hann þótti fínn kokkur. Árið 1947 veiktist hann og lagðist í rúmið. Hann hafði farið í nokkra hjartauppskurði um æv- ina, en læknarnir kunnu engin ráð í þetta skipti. Þá áttaði Dorothy sig á því, að vandamálið væri dýpra, sorg og sektarkennd plagaði hann, viðskilnaðurinn við móður og systur. Hún sendi skeyti um allar trissur, til að leita að systur hans, því hæpið var að móðir hans væri enn á lífi. Hans Kristján Árnason sendir frá sér tvo mynddiska fyrir jólin um kunna Vestur-Íslendinga, báða með dulnefni, Holger Cahill og William Stephenson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Holger Cahill var áhrifamikill í list- um og komst á forsíðu Time. Komdu sæll míster Það er stafli af bókum og diskum á borðinu og Hans Krist- ján Árnason kominn í stellingar sögumannsins, en hann sendi nýverið frá sér heimildarmyndina Frá torfkofa á for- síðu Time um lífshlaup Holgers Cahill, og mynddisk um Ís- lendinginn, sem stofnaði CIA og var fyrirmynd James Bond. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.