SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 49

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 49
13. desember 2009 49 ir sem lifðu það að vera á skútu við Ís- landsstrendur og ómetanlegt fyrir mig að hafa getað rætt við marga gamla Ís- landssjómenn þegar ég var að vinna að bókinni fyrir rúmum tuttugu árum.“ Fólk vill sögur Sagan af frönsku Íslandssjómönnunum er mikil og flókin og verður vitanlega ekki sögð til fulls í einni bók, en Elín segist hafa haft að leiðarljósi þau orð rithöfund- arins Gabriels Garcia Marquez að sama sé hvort verið sé að skrifa bók eða blaða- grein: Fólk vilji sögur. Þannig var lítið um beinar tilvitnanir í upprunalegri gerð bókarinnar. Í þeirri nýju hefur hún bætt um 100 tilvitnunum við til að auðvelda þeim sem vilja rekja söguna frekar. Hún skipti einnig út ýmsum myndum fyrir merkari eða betri myndir sem henni höfðu áskotnast frá því bókin kom út á sínum tíma. „Þetta var gríðarleg vinna og ég ætlaði ekki að gera svo mikið. Það var meira að segja erfiðleikum bundið að koma upp- runalegum texta inn í nýtt tölvuumhverfi enda átti ég hann bara til á stórum mjúk- um tölvudiskum sem enginn getur lesið í dag. Ég er mjög ánægð með útkomuna og ekki síst samstarfið við Opnu.“ Yfirleitt hófu menn sjómennsku við Íslandsstrendur rétt komnir á fermingaraldur og jafnvel yngri. Þessir piltar hafa komist í land til að skipta á biskví og prjónaplöggum. Það má svo segja að ég hafi áttað mig á því fyrir ekki svo löngu að ég yrði ekki eilíf og því ekki eftir neinu að bíða að koma bókinni í þann bún- ing sem ég vildi. Franskur sjómaður kemur með boldungs- þorsk að landi á Fáskrúðsfirði. V ið upphaf bókarinnar Mynd af Ragnari í Smára er birt ljósmynd sem sýnir nokkra aðalleikarana í íslensku menningarlífi á sjötta áratugnum. Þarna eru sex karlar og eiginkonur fjögurra þeirra; ljósmyndin er tekin í miðdegisverði fyrir Nóbelshátíðina í Stokkhólmi árið 1955. Nóbels- verðlaunahafinn Halldór Laxness situr lengst til hægri og fyrir miðju er Sig- urður Nordal, fræðimaður og sendi- herra, og einn þeirra sem standa er Jón Helgason skáld og yfirlesari Hall- dórs. Þessir þrír eru áberandi persón- ur í nýrri bók Jóns Karls Helgasonar um manninn sem er hvað kátastur allra á myndinni, Ragnar Jónsson, kenndur við Smára. Í Mynd af Ragnari í Smára tekur Jón Karl ævisöguformið nýstárlegum og ferskum tökum. Ragnar var svo óvenjulega saman settur, og marg- brotinn maður, að formgerð verksins hæfir myndinni vel. Jón Karl bregður upp mynd, eða myndum af Ragnari sem hann finnur við lestur bréfa, í samtölum við fólk sem þekkti hann, og í fjölmiðlum og skjalasöfnum. Tímarammi verksins er þröngur, ekki nema tveir og hálfur dagur í des- ember árið 1955, þegar Ragnar er á leið á þessa hálfgildings sigurhátíð sína sem forleggjari Halldórs. Sagan stefnir allan tímann að miðdegisverð- inum þar sem ljósmyndin var tekin, þessi mynd af sigurliðinu, en henni lýkur áður en komið er að verðlauna- afhendingunni. Innan þessa ramma tekst Jóni Karli vel að bregða upp myndum af Ragnari allar götur frá æskuárum í Flóanum, þegar hann var síðar að byggja upp fyrirtæki sín, af tveimur hjónabönd- um, en þó eru þetta einkum myndir sem sýna Ragnar með listamönnum sem hann vann með og studdi á ýmsa vegu. Ragnar í Smára var um áratuga skeið lykilmaður í íslensku menning- arlífi. Sem bókaútgefandi, forsvars- maður Tónlistarfélagsins og mál- verkasafnari. Eins og glögglega kemur fram í bókinni hafði hann áhrif á margvíslegan hátt; hann hafði milli- göngu um að útvega listamönnum húsnæði, keypti liti og pensla fyrir málarana, skrifaði fréttir og pistla í dagblöðin, og beitti áhrifum sínum á margvíslegan hátt. Samhliða því að þetta er saga framkvæmdamannsins á leið á sigurhátíð, bregður Jón Karl því upp svipmynd af menningarástandi um miðja síðustu öld; og svipmyndum af fólki sem stóð Ragnari nærri og skipar allt mikilvægan sess í menn- ingarsögu þjóðarinnar. Höfundur sviðsetur atburði og skrifar samtöl sem hann byggir oft á sendibréfum sem Ragnar skrifaði eða fékk send. Þetta eru litríkar og oft bráðskemmtilegar sviðsetningar. Við kynnumst til dæmis flughræðslu Ragnars, glímunni við hárstrýið og japli hans á innkaupalistum. Hins- vegar er ekki síst fengur að og for- vitnlegt að lesa ummæli Ragnars um menn og málefni, en oft birtist þar talsverð dómharka í garð umbjóðenda hans. Ragnar hefur til að mynda ekki verið sáttur við nærri allt í höfund- arverki Halldórs, og hvað þá pólitíska afstöðu hans. Upplýsingarnar sem eru dregnar fram eru oftast nær forvitnilegar og varpa ljósi á margbrotinn karakterinn. Stundum verða samtölin nokkuð stirð eða bókleg, enda byggð á rituðum nó- teringum svo það kemur ekki á óvart. En nálgunin er lifandi og úrvinnslan svo vönduð, að allt frá fyrstu síðu, þar sem lesandinn skoðar ljósmyndina frá miðdegisverðinum, og þar til Ragnar hóar í ljósmyndara „að fá almennilega mynd af hópnum“, drífur frásögnin forvitinn lesandann áfram. Almennileg mynd af hópnum Bækur Mynd af Ragnari í Smára bbbbm Ævisaga eftir Jón Karl Helgason. Bjartur, 2009 - 383 bls. Einar Falur Ingólfsson H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir Helga er mikilvirkur fræðimaður sem skrifar um fjölbreytt efni. Verkið skiptist í þrjá hluta ásamt viðauka. Í fyrsta hluta eru greinar um kvennabókmenntir, þá er kafli um miðaldabókmenntir og loks er safn greina um verk Halldórs Lax- ness. Í viðauka má finna grein um ritun ævisögu Halldórs Laxness. Helga Kress Illa fenginn mjöður Bókin er handbók um rannsóknir á norrænum miðalda- textum, ætluð háskóla- stúdentum og áhuga- mönnum um íslensk fræði. Rannsakendur standa frammi fyrir ýmsum vanda þegar þeir greina og túlka norrænar miðaldabókmenntir. Í bókinni er fjallað um þessi vandamál og dæmi sótt í ýmsar tegundir miðaldatexta. Ármann Jakobsson Krabbamein í blöðruháls- kirtli Bókin er skrifuð fyrir almenning og staðfærð að íslenskum veru- leika. Í henni eru veittar gagnlegar og sannreyndar upplýsingar um sjúkdóminn og fjallað um hann frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Bókinni er ætluð sjúklingnum og aðstandendum þeirra sem stuðningur og veganesti í nýjum veruleika. Snorri Ingimarsson og Eiríkur Jónsson þýddu og staðfærðu Geothermal living Í þessari bók er fjallað um fjölþætta notkun heita vatnsins á Íslandi og hvernig og hvers vegna notkunin varð jafn almenn og raun ber vitni. Sérstök áhersla er lögð á daglegt líf og sundlaugamenningu landsmanna og heita pottinn. Bókin er ríkulega myndskreytt. Frábær tækifærisgjöf fyrir erlenda vini. Örn D. Jónsson

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.