SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 51
13. desember 2009 51
Veftir nefnist ný og glæsi-
leg bók um feril Ásgerðar
Búadóttur (f. 1920) sem
Uppheimar gefa út. Rit-
stjóri bókarinnar og meg-
inhöfundur er Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur
en Guðbergur Bergsson
ritar formála.
Í bókinni er rakinn ferill
Ásgerðar frá skólaárunum
í Handíða- og myndlista-
skólanum á fimmta áratug
liðinnar aldar, og allt þar til hún settist í helgan stein. Birt-
ar eru myndir af 58 verkum listakonunnar, sem hún kallar
vefti, og að auki fjöldi teikninga frá námsárum hennar.
Sambland af málverki, höggmynd,
lágmynd og minnisvarða
Í formála sínum, „Ásgerður Búadóttir og tíminn“, rifjar
Guðbergur upp fyrstu kynni sín af listakonunni. „Seinna
gerði ég mér grein fyrir, vegna áhuga á vefnaði,“ skrifar
hann, „að engum hefur tekist jafn vel og henni með sér-
stöku handbragði að sameina í vefnaði margvíslega eig-
inleika myndverksins: efnið, litina, formið og innihaldið.
Þetta í sameiningu verður hjá henni ofin myndheild, sam-
bland af málverki, höggmynd, lágmynd og minnisvarða.“
Ásgerður nam við Handíða- og myndlistarskólann á ár-
unum 1942-26 og var við málaradeild Vilhelms Lundström
við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árin
1946-1949. Hún kenndi teikningu í upphafi sjötta áratug-
arins og hóf að vefa fyrir alvöru árið 1952. Árið 1956
hlaut hún gullverðlaun á 8. Alþjóðlegu list- og handverks-
sýningunni í München fyrir vefnað. Frá því snemma á sjö-
unda áratugnum hélt hún reglulega einkasýningar, auk
þess að taka þátt í fjölda samsýninga, hér heima og er-
lendis.
„Ásgerður Búadóttir er einn ferskasti og markverðasti
myndlistarmaður þjóðarinnar ... verk hennar búa yfir safa
og vaxtarmagni sem hafið er yfir tíma og rúm,“ skrifaði
Bragi Ásgeirsson gagnrýnandi Morgunblaðsins um sýningu
hennar í Listasafni Íslands árið 1994.
Margvíslegir eiginleikar
ekki á hverju strái. „Við fórum til Frakklands þar sem
ég sá franskan vefnað en hann var allt annars eðlis en
það sem ég var að gera. En ég kynntist snjöllum nor-
rænum konum sem voru að fást við svipað og ég.“
Aðalsteinn Ingólfsson segir í bókinni að Ásgerður hafi
á námsárunum orðið afhuga málverkinu, það hafi verið
hætt að svara kalli tímans. „Það lá einhvern veginn í
loftinu að olíumálverkið hafði ekki lengur hlutverki að
gegna; að þeir viðsjálu tímar sem fylgdu í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar krefðust annarra viðhorfa.“
Þurfti að leita innra með mér eftir lausnum
Ásgerður segir að efniskenndin hafi verið eitt af því
sem dró hana að vefstólnum. „Stundum stóð ég svo við
vefinn og hugsaði: hvað á ég eiginlega að gera næst? Ég
hafði ekki lært það,“ segir hún og brosir. „Þá þurfti ég
að leita innra með mér eftir lausnum. En þetta kom
allt.“
Ásgerður hlaut gullverðlaun árið 1956 á alþjóðlegri
list- og handverkssýningu í Þýskalandi, fyrir eitt af
fyrstu verkunum sem hún óf, fígúratíft verk.
„Ég vildi helst henda þessu verki,“ segir hún og
horfir yggld á svip á mynd af því. „Ég var hér komin í
eitthvað sem hentaði mér ekki.“
Eftir þetta varð myndgerð verka Ásgerðar óhlut-
bundin og hún segir að í því efni hafi vinir sínir og fé-
lagar frá skólaárunum að vissu leyti vísað veginn. Hún
bendir á verk frá 1961 þar sem hún segist vera farin að
ná því sem hún sóttist eftir í miðlinum.
„Við Sigvaldi Thordarson arkitekt skiptumst á verk-
um. Hann fékk þetta verk frá mér og ég fékk teikn-
ingar að húsinu okkar í Karfavoginum,“ segir hún.
„Þetta er eitt fyrsta verkið þar sem ég er að fara af al-
vöru inn í vefinn, miðillinn er farin að taka ráðin af
mér.“
Verklag Ásgerðar var þannig að hún gerði fyrst
skissur og vann síðan á maskínupappír á gólfinu stærri
skissu í sömu stærð og hún ætlaði verkinu að vera. Hún
var síðan iðulega um tvo mánuði með hvert verk í vef-
stólnum.
„Þegar ég var byrjuð á verki var ekki hægt að bakka.
Ég varð að halda áfram – eða henda verkinu og það
gerði ég stundum. Þannig varð það að vera.
Ég þurfti því eiginlega alltaf að hugsa verkið frá upp-
hafi til enda.“
Ásgerður fór smám saman að vinna meira með þrí-
víddaráhrif í vefnaðinum, fyrst með röggvavef, rýja,
sem hún notaði allt til 1967 er hún uppgötvaði hross-
hárið sem efnivið, en hún litaði hárin og felldi í veftina.
„Í hrosshársverkunum var ég komin með mitt. Það
fannst mér takast vel. Ég sýndi oft erlendis og var mik-
ið spurð út í hrosshárið.“
Hún bætir við að þegar breytingar hafi orðið á nálg-
un og tækni hafi það gerst smám saman, það hafi kom-
ið af sjálfu sér. Hún hafi þó alltaf skoðað verk annarra,
til dæmis á vefnaðartvíæringnum í Lausanne í Sviss
sem hún sótti reglulega. Ásgerður segist einnig hafa
orðið fyrir áhrifum af og unnið út frá náttúrunni.
Verkið „Þar sem eldurinn deyr“ sé þannig unnið út frá
Kröflueldum sem loguðu á þeim tíma. „Ég hef alltaf
verið áhrifagjörn á þann hátt og þarna fylgdist ég vel
með fréttum, því sem var að gerast við Kröflu. Eldar
loguðu og það fór svona inn í mig.“
Ásgerður hefur átt glæsilegan feril, eins og bókin
sýnir, en það var oft erfitt að samhæfa listsköpunina og
heimilishaldið, segir hún. „Það var oft erfitt að finna
tíma í verkið. Ég átti þrjú börn og var með drykkju-
mann á heimilinu. Það var oft erfitt.“
En veflistin var hennar form. „Þetta gat verið krefj-
andi starf en ég var alltaf ánægð í því,“ segir hún.
ég var alltaf ánægð
Í hrosshársverkunum var ég
komin með mitt. Það fannst
mér takast vel. Ég sýndi oft
erlendis og var mikið spurð út í
hrosshárið.
Haustró. 1994. Ull og hrosshár, 123 x 115 cm. Einkaeign.
Þöll II. 1965. Ull, 125 x 51 cm. BSRB Munaðarnesi.
Bláin. 1981. Ull og hrosshár, 134 x 115 cm. Einkaeign.