SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 52
52 13. desember 2009
S
em vonlegt er hafa menn helst
verið uppteknir af nýjum ís-
lenskum bókum og þá aðallega
skáldskap, sumpart vegna þess
að það er það sem við helst viljum sjá og
sumpart vegna þess að höfundarnir halda
útgefandanum við efnið. Nú þegar nær
dregur lokadegi ber svo við að meira er
fjallað um þýðingar og þær meira aug-
lýstar. Það fer líka vel á því enda margar
góðar þýðingar á boðstólum.
Þegar rótað er í bókabunkanum er rétt
að byrja á að draga fram bókina Mála-
vexti eftir Kate Atkinson, sem er einn
ágætasti krimmahöfundur Englendinga,
meðal annars fyrir það bækur hennar eru
svo ókrimma-
legar, ef svo má
segja, bækur
sem standast
samanburð við
margt það sem
helst er hampað
af betri bók-
menntum.
Bókmennta-
og kart-
öflubökufélagið
eftir May Anne
Shaffer og Annie
Barrows er líka skemmtileg bók þó hún
sé allt öðruvísi, eilítið gamaldags ást-
arsaga skrifuð í bréfum sem segir þó sögu
sem er býsna harkaleg á köflum og átak-
anleg. Hún fær bestu meðmæli fyrir þá
sem gaman hafa af hlýlegum ástarsögum
sem kryddaðar eru með smá sorg og
trega.
Það er gaman að það skuli koma út á
sama tíma hér á landi bækur spænskra
metsöluhöfunda sem báðir skrifa bækur
sem gerast í Barcelona. Annars vegar er
þar um að ræða Leik engilsins, nýja bók
Carlos Ruiz Zafóns, sem sló svo rækilega í
gegn með Skugga vindsins fyrir nokkr-
um árum. Hann er á áþekkum slóðum í
Barcelona í byrjun síðustu aldar en held-
ur meiri spenna. Hinn Spánverjinn er
Ildefonso Falcones sem sló svo í gegn á
Spáni að menn muna varla annað eins. Í
Kirkju hafsins er hann líka staddur í
Barcelona, í Barrio gótico, en heldur fyrr
í tíma, á fjórtándu öld. Falcones er ekki
eins fær penni og Zafón en hann kann að
skrifa ævintýralega sögu um grimm ör-
lög, staðfestu og trú. Fulllöng en gefur
góða mynd af lífsháttum í Barcelona fyrri
alda.
Alaa Al-Aswany sló í gegn með
skemmtilegri bók um hús sem varð eins-
konar dæmisaga um egypskt samfélag.
Hans nýjasta bók er Chicago og í henni er
hann líka að glíma við merkilega hluti,
ójöfnuð, kynþáttafordóma og spillingu –
en nú í Bandaríkjunum, eins og nafn
bókarinnar gefur til kynna. Sumt er stirt
og ónákvæmt hjá Al-Aswany, en bókin
er þó skemmtileg og þýðingin dregur úr
göllum sem voru á ensku þýðingunni.
Þýðing-
ar kom-
ast að
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Þegar
nær dreg-
ur loka-
degi er
meira fjallað
um þýðingar
og þær meira
auglýstar.
B
reski sagnfræðingurinn Simon Sebag Montefiore
nýtur mikillar virðingar víða um heim fyrir skrif
sín. Hann er metsöluhöfundur og bækur hans hafa
komið út á þrjátíu og þremur tungumálum. Monte-
fiore er fæddur árið 1965, býr í London og meðal vina hans
eru Karl Bretaprins og leiðtogi Íhaldsflokksins, David Came-
ron.
Montefiore hefur skrifað tvær bækur um Stalín. Sú fyrri
Stalin: The Court of the Red Tsar, sem kom út árið 2005,
fjallar um valdatíð Stalíns og endar á dauða hans. Sú bók
vakti gríðarlega athygli og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Árið
2008 sendi höfundurinn frá sér bókina Young Stalin sem
vakti jafnvel meiri athygli en fyrri bókin og hefur unnið til
allnokkurra virtra verðlauna. Í verkinu er Stalín fylgt frá fæð-
ingu þar til hann settist í ríkisstjórn árið 1917. Þessi efnisríka
og mjög svo áhugaverða bók er nú komin út í íslenskri þýð-
ingu Elínar Guðmundsdóttur og heitir Stalín ungi.
Ömurleg æska
Í bókinni er lýst nöturlegri æsku Stalíns. Hann var sonur
drykkfellds skósmiðs sem barði son sinn og eiginkonu sína.
Stalín var fjögurrra ára þegar hann hljóp alblóðugur til ná-
granna sinna og sagði að pabbi sinn væri að drepa mömmu
sína. Komið var að föður hans þar sem hann var að reyna að
kyrkja eiginkonu sína. Eitt sinn kastaði Stalín hníf að föður
sínum til að verja móðurina. Móðir hans lagði ofurást á son
sinn en þar sem drengurinn var ódæll barði hún hann oft í
von um að hann lærði að hegða sér. Á fjórða áratugnum
spurði Stalín móður sína af hverju hún hefði barið hann. „Það
gerði þér ekkert illt,“ svaraði hún. Hann eyddi tíma sínum á
götunum í Gori í Georgíu þar sem slagsmál voru daglegt
brauð og þar kom þörf hans fyrir að stjórna snemma í ljós.
Byltingarmaður og kvennamaður
Montefiore segir að Stalín hafi verið sérkennileg blanda af
menntamanni og morðingja. Hann gekk í prestaskóla, var af-
burða námsmaður með listræna hæfileika, hafði sérlega góða
söngrödd og hefði getað náð árangri á því sviði. Hann þótti
flinkur teiknari og orti ljóð og fimm þeirra birtust á prenti á
unglingsárum hans. Þrátt fyrir erfiðan uppvöxt virtist hann
hinn mesti efnispiltur.
Prestsneminn gerðist byltingarmaður og það ekki af hóf-
samari gerðinni. Hann stjórnaði pólitískum glæpagengjum og
lagði meðal annars á ráðin um bankarán sem framið var í
Tíflis árið 1907 þar sem sprengjum var varpað og fjörutíu
manns létu lífið og margir særðust. Á þessu tímabili sagði
hann í vinahópi: „Mín mesta ánægja er að velja fórnarlamb,
gera nákvæma áætlun, koma fram óbilgjörnum hefndum og
fara svo að sofa..“
Stalín var ötull kvennamaður á yngri árum. Fyrri eiginkona
hans lést rúmlega tvítug árið 1907. Hann var yfirkominn af
sorg og kastaði sér ofan í gröf hennar. Eftir það átti hann í
fjölda ástarævintýra, meðal annars við þrettán ára stúlku sem
ól honum tvö börn, en annað lést eftir fæðingu. Seinni eig-
inkona Stalíns fyrirfór sér árið 1932 en sú örlagasaga er rakin
í The Court of the Red Tsar,
Bók Montefiore um hinn unga Stalín er gríðarlega fróðleg,
spennandi og einkar læsileg. Það er erfitt að leggja hana frá
sér.
Saga af menntamanni
og morðingja
Mögnuð verðlaunabók eftir sagnfræðinginn Simon Sebag Montefiore um
uppvöxt og mótunarár Stalíns er komin út í íslenskri þýðingu.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Stalín:
Prestsnemi,
skáld og
bylting-
armaður.
Í vinnu kemst ég ekki hjá því að sjá margt
nýrra bóka. Oft spurður hvort ég sé ekki
búinn að lesa þessa bók – frægs höf-
undar; svar mitt oftast eins: ég les ekki
nýjar bækur! Né drekk ný vín. Ég á of
margar ólesnar bækur yfir höfði mér að
ég fari að eyða dýrmætum tíma í að lesa
það, sem gæti reynst tómur þvættingur
eða leirbull. Heldur læt ég tímanum og
öðrum lesurum eftir að vinsa úr fyrir
mig. Með þessum orðum veld ég sumum
vonbrigðum, þeim að minnsta kosti sem
halda að bókaverðir verði að lesa allar
bækur. Og krimma læt ég öðrum eftir að
lesa. Hef ekki hug á að lesa um „konu,
sem er barin til óbóta“ eins og dunar nú í
eyrum. Stundum rekur þó á fjörur manns
bækur, sem kalla á skilyrðislausan lestur
og samstundis. Þannig er með einstaka
ljóðabók og bækur sem fjalla um hug-
leikið efni höfunda mér þóknanlegra.
Endrum og sinnum rekst maður á efni
sem vekur áhuga, vegna titils eða höf-
undar eða neyddur af áköfum höfundi til
að lesa bók sem maður ella hefði aldrei
látið sér detta í hug. Þar get ég nefnt sem
dæmi Vökulok eftir Guðjón Ólafsson
(fæddur 1853). Safnaði þáttum um fólk og
fyrirbæri á Suðurlandi, vönduð og
skemmtileg bók. Þar í vísan: „Vort líf er
skrýtin skrudda / með skrifuðu blöðin
full / af alslags raunarudda / með rök-
semdir og bull.“ Á borði mínu bíður
Geislaþytur lestrar, safn greina og ljóða
Gunnars Valdimarssonar. Í henni er ynd-
isleg jólasaga um Smjörfjöllin í Vopna-
firði; mun lesa hana oft og annað efni
hennar. Mest hef ég verið að lesa ljóð
Arnar Arnarsonar, eða Magnúsar Stef-
ánssonar. Ljóð hans eru perlur t.d. „Sigl-
ing“ og „Lítill fugl“ en nýlega datt ég á
bólakaf í bók hans Bréf til tveggja vina.
Hann segir: „misjöfn eru örlög skáld-
anna...sum eru í móð í lifanda lifi, önnur
eftir dauðann, en öll fyrnast þau og falla
úr móð fyrr eða síðar.“ Hefði orðið 125
ára 12.12.
Stundum er talað um að höfundur sé
sjálfur í bókum sínum. Nýlega varð ég
fyrir því að finna sjálfan mig í bók annars
skálds. Kom flatt upp á mig er ég hlýddi á
Ingunni Snædal lesa úr nýju bókinni
sinni. Undarleg upplifun blandin stolti
yfir þessum heiðri .
Lesarinn Hrafn Andrés Harðarson bæjarbóka-
vörður í Kópavogi, ljóðskáld og þýðandi
Að finna sjálfan
sig í annars bók
Hrafn segir ljóð Arnar Arnarsonar, eða
Magnúsar Stefánssonar, vera litlar perlur.
Bækur