SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 8

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 8
8 20. desember 2009 Í Sviss skall á alvarleg bankakreppa fyrir rúmu ári og af henni spratt um- ræða um það hvað bæri að gera þegar banka- starfsemi lands væri margöld á við stærð hag- kerfis þess. Ef bankar á borð við UBS eða Credit Suisse hryndu, tækju þeir landið allt með sér. Niðursveiflan í Sviss hefur þó verið mun minni en í grannríkjunum. Fyrir viku birtust fréttir um „svimandi“ atvinnuleysi, sem ekki hefði verið meira í fimm ár. Þegar nánar var að gáð fór at- vinnuleysið úr 4,0% í október í 4,2% í nóv- ember. Í löndum Evrópu- sambandsins er atvinnu- leysið að jafnaði rúmlega helmingi meira. Sviss er í hópi þeirra ríkja, sem enn eru með hæstu einkunn, AAA, í lánshæfismati matsfyr- irtækisins Moody’s frá því á þriðjudag. Í greiningu Moody’s sagði að ekki væri hætta á að neitt þessara landa missti þá stöðu. Í úttekt grein- ingardeildar vikuritsins The Economist frá því í upphafi mánaðarins sagði að Svisslendingar væru komnir út úr kreppunni og þótt hægt gengi stæðu þeir sig betur en grannar þeirra. Það er því ólíklegt að svissneski frankinn lækki á næstunni. Hægur bati í Sviss og betri frammistaða í efnahagslífinu en í hrjáðum grannríkjum Óboðinn gestur UBS-bankans. Reuters © IL V A Ís la n d 20 0 9       35% AF ÖLLU JÓLASKRAUTI Christmas. Skrautkerti m/glimmer. H15 cm. Verð 395,- NÚ 250,- H20 cm. Verð 595,- NÚ 380,- H30 cm. Verð 995,- NÚ 640,- ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík Opið til 22:00 til jóla M argir þeirra, sem tóku myntkörfulán, standa nú frammi fyrir því hvort þeir eigi að breyta þeim í innlend lán byggð á krónum. Það kann að hljóma skynsamlega, en hafa þarf í huga að staða þeirra gjaldmiðla, sem lánin voru miðuð við, mun ekki verða óbreytt um ókomna tíð. Japanska jenið og svissneski frankinn léku stórt hlutverk í myntkörf- unum. Báðir þessir gjalmiðlar eru sterkir núna, en hverjar eru horfurnar á að svo verði áfram? Sterk staða japanska jensins er áhyggjuefni í Jap- an. Um mánaðamótin stóð jenið það sterkt að það hafði ekki verið jafn öflugt gagnvart Bandaríkja- dollara í 14 ár. Þessi tíðindi leiddu til þess að hluta- bréf í útflutningsfyrirtækjum á borð við Sony og Honda féllu. Á þessum 14 árum hefur vart verið um verðbólgu að ræða í Japan. Nú óttast menn hins vegar verð- hjöðnun. Þessi ótti endurspeglaðist í ákvörðun jap- anska seðlabankans á föstudag að halda stýrivöxt- um áfram í 0,1 prósenti. Í tilkynningu frá bankanum var um leið greint frá því að ýmis merki væru um að japanskt efnahagslíf væri að taka við sér. Sérfræðingar seegja að lítil verðbólga auðveldi fyrirtækjum í útflutningi að kljást við sterkt gengi. Dollarinn kostar nú um 90 jen, en ekki horfi til al- varlegra vandræða fyrir útflutningsfyrirtæki fyrr en hann fari í 55 jen. Samdráttur í eftirspurn í Evrópu og Bandaríkj- unum hefur bitnað harkalega á japönskum fram- leiðendum og hátt gengi jensins hefur gert þeim enn erfiðara fyrir. Hin nýja ríkisstjórn landsins hef- ur á stefnuskrá sinni að draga úr því hvað japanskt efnahagslíf er háð útflutningi. Þess vegna megi ekki eiga von á því að stjórnin grípi til aðgerða til að draga úr styrk jensins. Að auki fari viðskipti Japana við Kínverja vaxandi og þá fari staða jensins gagn- vart dollara og evru að skipta minna máli. Sérfræðingar eiga hins vegar margir von á því að jenið muni ekki halda stöðu sinni mikið fram á næsta ár og spá því að gengi þess muni lækka er líð- ur á 2010, en vitaskuld er ógerningur að segja til um hversu mikið. Stjórn Yukos Hatoyamas forsætisráðherra tók við völdum í september eftir að flokkur hans, Lýðræð- isflokkurinn, vann yfirburðasigur. Hirohisa Fujii fjármálaráðherra hefur ekki viljað segja hvað þurfi til að stjórnvöld reyni að hafa áhrif á gengið. Ekki virðist þó ástæða til þess enn, enda ekkert óvenju- legt að sjá við það hvernig það myndast. Skapist hins vegar óeðlileg tilhneiging til að kaupa jen vegna yrirlýsinga hans um að ekki eigi að keyra gengið niður gæti stjórnin ákveðið að grípa í taum- ana. Fallvalt gengi Sterkur gjaldmiðill getur verið veikleiki fyrir efnahagslífið Vikuspegill Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Hirohisa Fujii, fjármálaráðherra Japans. Reuters Reuters Kaupsýslumenn á gangi í viðskipta- hverfinu í Tókýó.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.