SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 14

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 14
14 20. desember 2009 Ó skar Örn Guðmundsson varð sjómaður strax á unglingsaldri og hefur oft verið á hafi úti um jólin. Hann segir blendnar tilfinningar því samfara. „Þetta var alltaf sérstakasti túr árs- ins og andrúmsloftið öðruvísi en annars. Kannski má líkja þessu við það að börn fæðast alla mánuði ársins en í des- ember er Frelsarinn eitt þeirra. Það er ekki sambærilegt,“ segir hann við Morgunblaðið. Óskar Örn var 20 ár til sjós en er öryrki og kom í land fyrir hálfum öðrum áratug. Stemningin var önnur strax fyrir brottför þegar haldið var í jólatúrinn. „Ættingjarnir pössuðu upp á að kveðja mann og óska gleðilegra jóla; komu jafnvel niður á bryggju. Fólk sem kvaddi mann aldrei annars!“ Svo voru menn um borð miklu vinalegri í jólatúrnum en venjan var, segir Óskar. „Þá ríkti meiri friður og ró. Það var merkilegasta breytingin – allir urðu einhvern veginn miklu betri menn og þá var ekkert þras. Svei mér ef ekki fiskaðist betur í jólatúrunum en venjulega.“ Óskar nefnir að veiðiferðir um páska séu líka frá- brugðnar öðrum en ekkert jafnist á við jólatúrinn. „Mér verður oft hugsað til áranna á Kaldbak á milli 1970 og ’80; við tókum okkur oft til í miðjum túr og þrifum allt sér- staklega vel, jafnvel þótt þess þyrfti í raun ekki. Allir hjálpuðust að við það og að hengja upp jólaskraut og ef einhver á dekkinu treysti sér til að hjálpa kokknum var það gert. Þetta var eini túrinn á árinu sem maður skamm- aði ekki kokkinn! Segja má að ekki séu alltaf jólin hjá kokkunum úti á sjó.“ Undantekningar eru þó auðvitað til, segir Óskar og hlær, þegar hugurinn reikar nokkuð langt til baka. Það var á Kaldbak í gamla daga: „Kokkurinn, gamall skólabróðir minn, kom að máli við mig og spurði hvort ég héldi að það yrði ekki góð tilbreyting að hafa einhvern góðan fisk í matinn á jóladagskvöld, eftir allt kjötátið. Hann yrði með svínahamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og hangikjöt í hádeginu á jóladag.“ Óskari leist ekki illa á hugmyndina. „Ég sagði honum að vera bara ekki með þverskorna ýsu. En við veiddum mik- ið af góðum kola í þessum túr, hann er feitur og mjög góð- ur flakaður og steiktur. Þegar til kom hafði kokkurinn reyndar ekki haft fyrir því að flaka fiskinn, steikti hann bara og það var sjón að sjá einn karlinn, mikinn matmann, þar sem hann var kominn í falleg föt og sestur til borðs, tilbúinn að gera matnum góð skil. Þegar bakkinn var sett- ur á borðið starði hann á kolann sem hann hafði gert að fyrr um daginn. Og svo varð hann alveg kolbrjálaður. Ég gleymi svipnum aldrei.“ Kokkurinn mun hafa bjargað sér því hann átti kalt hangikjöt í búrinu. Það eru ekki alltaf jólin hjá kokkunum til sjós. Ekki einu sinni alltaf á jólunum. Um jólin urðu allir um borð betri menn Gunnar Gunnarsson rithöf- undur gerði Fjalla-Bensa ódauðlegan í Aðventu. Fleiri hafa í gegnum tíðina dvalið fjarri mannabyggð um hátíð- arnar, í leik eða starfi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Óskar Örn Guðmundsson: Merkilegasta breytingin var að í jólatúrnum urðu allir einhvern veginn miklu betri menn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurður Baldursson hefur verið langdvölum á fjöllum frá því hann var drengur. Faðir hans ferð- aðist með fólk um óbyggðir á snjóbíl og fjalla- trukkum og Sigurður var oft með honum á Vatnajökli og víðar. Á jólum hefur hann líka verið í snjó, en líka í hitanum á Flórídaskaga. „Fyrsta minningin um jól sem tengist vondu veðri er frá því ég var tíu eða tólf ára. Pabbi fór alltaf með jólapakka fyrir ömmu gömlu og aðra í fjölskyldunni til ættingja á Dalvík, í þetta skipti var gríðarlegur snjór og brjálað veður þannig að skyggni var ekkert og það varð að ganga á und- an snjóbílnum til þess að vísa veginn,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Jafnan var lagt í hann á Þorláksmessu og ferð út á Dalvík og til baka gat tekið hálfan sólarhring eða meira þegar veðrið var sem verst. Einhverju sinni lagðist Sigurður til svefns við þriðja mann á Súlum ofan Akureyrar að kvöldi annars dags jóla; ekki í tjaldi heldur voru þeir í svefnpokum. Óvenjulegustu jólanóttinni eyddi hann líka í svefnpoka en þó ekki úr alfaraleið; svaf þá í skafli á lóðinni við heimili foreldra sinna í gamla innbænum á Akureyri. „Ég var um tvítugt, systir mín keypti tvöfaldan dún- svefnpoka í Noregi og gaf mér og ég vildi auðvit- að athuga hvort hann væri nógu góður.“ Á að- fangadagskvöld gróf hann því í skafl og lagðist til hvílu í pokanum þótt frostið væri hátt í 20 gráður. Og svaf eins og steinn til klukkan átta um morguninn. „Þessi poki hefur oft komið sér vel ef ég hef þurft að hlúa að fólki á fjöllum.“ Þá fimm vetur sem Sigurður bjó og kenndi fallhlífarstökk á Flórída var líka oft gaman um hátíðarnar. Jafnvel stokkið í stuttbuxum og með jólasveinahúfur og um áramót var „stokkið á milli ára“ eins og hann segir. „Rétt áður en dimmdi þar voru áramót hér heima á Íslandi og þá stukkum við oft saman, Norðurlandabúarnir. Við vorum í frjálsu falli í eina mínútu og vorum það gjarnan nákvæmlega þegar miðnætti var á Íslandi. Það lifir í minningunni.“ Fjallagarpurinn Sigurður Baldursson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurður kenndi fallhlífarstökk fimm vetur á Flórída. Þarna eru félagar hans í frjálsu falli á jólum. Ljósmynd/Sigurður Baldursson Í svefnpoka í snjóskafli eða í frjálsu falli á Flórída Vildi at- huga hvort nýi svefn- pokinn væri nógu góður og svaf því í skafli í nærri 20 stiga frosti

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.