SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Page 22
H
líðarfjall síðdegis á miðvikudegi: bjart og fallegt
veður. Logn, frostið er fáeinar gráður og roði í fjöll-
um út með firði austan megin er sönnun þess að sól-
in er ekki fjarri þótt hún lýsi ekki upp skíðasvæði
Akureyringa í augnablikinu. Brekkurnar eru lokaðar
almenningi en starfsmenn á snjótroðurum eru í óða
önn að færa til og slétta hvíta undraefnið, sem gleð-
ur svo marga, svo allar brekkur verði boðlegar
hverjum sem er daginn eftir. Þetta er bæði náttúrulegur snjór og fram-
leiddur, eins og hríðin úr byssunum er kölluð. Starfsmennirnir eru þó ekki
einir á svæðinu: Börn og unglingar úr Skíðafélagi Akureyrar og annars staðar
af landinu renna sér kröftuglega á milli stanga; æfingar standa yfir fyrir
keppnistímabilið sem hefst senn.
Hlíðarfjall undir kvöld á fimmtudegi: veðrið er fallegt, dálítið kalt en logn.
Töluverður fjöldi er í brekkunum enda svæðið opið alþýðunni, sem hefur
nýtt sér frábærar aðstæður í Hlíðarfjalli síðan svæðið fór í vetrargallann á ný
fyrir nokkrum vikum.
Þegar fyrsta mjöllin fellur til jarðar að hausti hlaupa margir til og byrja að
bera undir skíðin. Kannski þegar búnir að því. Er löngu farið að klæja í ilj-
arnar, jafnvel búnir að dreyma drifhvítar, brattar brekkurnar lengi; harð-
fenni, froststillur og heiðbjartan himin.
Framundan eru margir góðir dagar, með eða án Guðnýjar, í brekkunum,
og svo framan við sjónvarpið þegar helstu hetjurnar gera sitt besta á Ólymp-
íuleikunum í Vancouver í febrúar.
Skíði er ævaforn gripur sem farartæki en talið er að rekja megi upphafið að
því sem tómstunda- og keppnistæki til Þelamerkur í Noregi á 18. öld. Margar
kempur hafa rist nöfn sín í brekkurnar í gegnum tíðina á leiðinni í átt að
marki, sumir á leið í átt að gulli, frægð og frama. Næsti maður máir burt fyrra
nafnið og þannig koll af kolli, en orðstírinn deyr aldregi.
Íslendingar hafa ekki náð svo langt ennþá að vinna til verðlauna á þessari
stærstu hátíð skíðamanna, en hver veit nema sigurvegari á þeim vettvangi
leynist í íslenskri brekku um þessar mundir. Æfingin skapar meistarann,
segir einhvers staðar, og kannski skapar aukaæfingin Ólympíumeistarann.
Á myndinni að neðan eru nokkrar kátar stelpur í Hlíðarfjalli á fimmtu-
dagskvöldið. Frá vinstri, Aðalbjörg Pálsdóttir, Sandra Björk Arnarsdóttir,
Karen Júlía Arnarsdóttir, Eva Björg Halldórsdóttir og María Catharina Ólafs-
dóttir Gros.
Drifhvítir draumar
Bak við tjöldin
Skíðavertíðin er hafin fyrir alvöru á Norðurlandi.
Náttúruleg mjöll og snjór framleiddur úr vatni í
þar til gerðum byssum gleður Akureyringa og
gesti þeirra í Hlíðarfjalli þessi dægrin.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Hafsteinn Ingi Pálsson lyftuvörður við efri enda Fjarkans þarf að hafa augun vel opin.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson