SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 26
26 20. desember 2009
David Arthur Faraday og Betty Lou Jensen áttu sér einskis ills von.
Þ
að var stór dagur hjá hinni sextán ára gömlu
Betty Lou Jensen. Foreldrar hennar höfðu loks-
ins látið til leiðast og leyft henni að fara á
stefnumót. Heimasætan ljómaði þegar David
Arthur Faraday, sem var árinu eldri, kom að sækja hana
um kvöldmatarleytið 20. desember 1968. Foreldar stúlk-
unnar stóðu í þeirri meiningu að drengurinn ætlaði að
fara með hana á jólatónleika í skólanum þeirra, sem var í
grenndinni. Það gerði hann ekki. Í stað þess að fara á tón-
leikana heimsóttu þau vin sinn og fengu sér bita á veit-
ingahúsi áður en Faraday lagði bíl sínum á malarvegi út af
Lake Herman Road í Vallejo, Kaliforníu. Þar var kunn
„turtildúfutröð“.
Talið er að parið hafi verið komið þangað laust eftir
klukkan tíu um kvöldið en Faraday hafði lofað að skila
Jensen heim klukkan ellefu. Tæpri klukkustund síðar
renndi bifreið upp að hlið Ramblersins, sem Faraday hafði
fengið að láni hjá móður sinni. Út steig maður vopnaður
skammbyssu og skipaði unga parinu að fara út úr bílnum.
Jensen fór á undan en þegar Faraday ætlaði að fylgja henni
skaut maðurinn hann í höfuðið. Jensen tók til fótanna en
komst ekki langt, maðurinn skaut hana fimm sinnum í
bakið og banaði henni. Síðan ók hann á brott. Talið er að
dauðastríð Faradays hafi staðið stutt en hann var látinn
þegar íbúi í grenndinni fann unga parið nokkrum mín-
útum eftir árásina.
Lögreglan í Vallejo fálmaði í myrkrinu. Engin vitni voru
að morðunum og engar vísbendingar komu fram aðrar en
þær að bíll hafði sést aka á brott frá staðnum. Það var ekki
fyrr en í júlíbyrjun 1969 að lögreglan komst á sporið. Ann-
að ungt par var þá skotið með keimlíkum hætti, stúlkan dó
en drengurinn lifði árásina af enda þótt hann væri skotinn í
andlitið, hnakkann og brjóstið. Daginn eftir hringdi maður
í lögregluna í Vallejo og lýsti báðum tilræðum á hendur sér.
Nokkrum vikum síðar barst þremur dagblöðum í Vallejo og
San Francisco bréf sama efnis. Lögreglan var ekki sannfærð
og óskaði opinberlega eftir rökstuðningi frá manninum.
Hann ritaði þá dagblaðinu San Francisco Examiner annað
bréf, þar sem hann gaf upplýsingar um morðin sem ekki
voru á vitorði almennings. Hluti bréfsins var á dulmáli og
gaf maðurinn til kynna að tækist lögreglunni að ráða það
myndi hún hafa hendur í hári hans. Í bréfinu notaði hann
fyrst undirskriftina Dýrahringurinn (e. Zodiac).
Þetta var upphafið að tíðum bréfaskrifum Dýrahringsins
næstu árin en lögreglunni hefur enn ekki tekist að leysa
gátuna. Í einu bréfanna hélt Dýrahringurinn því fram að
hann hefði 37 líf á samviskunni en lögreglan hefur aðeins
staðfest sjö fórnarlömb, þar af tvö sem lifðu af. Annað
þeirra, ungur maður, Bryan Hartnell að nafni, gaf lýsingu
á honum (sjá mynd hér að ofan) en 27. september 1969
myrti Dýrahringurinn vinkonu hans, Ceceliu Shephard,
þar sem þau voru í nestisferð við Berryessa-vatn. Hartnell
slapp við illan leik.
Fimmti maðurinn sem Dýrahringurinn er talinn hafa
myrt er leigubílstjórinn Paul Stine, sem skotinn var til
bana í bíl sínum 11. október 1969. Dýrahringurinn sendi
fjölmiðlum efnistætlu úr skyrtu hans. Lögregla hefur
fengið óteljandi vísbendingar um Dýrahringinn en ávallt
lent í öngstræti. Áhöld eru um hvort síðasta ósvikna bréf-
ið hafi borist fjölmiðlum árið 1974 eða 1978. Alltént hefur
morðinginn hvorki æmt né skræmt í meira en þrjá ára-
tugi. Maður að nafni Arthur Leigh Allen lá lengi undir
grun en var aldrei ákærður. DNA-rannsóknir hreinsuðu
hann af áburðinum árið 2002, tíu árum eftir dauða hans.
Öll þessi mál eru ennþá galopin á borði lögreglu.
orri@mbl.is
Turtildúfur
teknar af lífi
Á þessum degi
20. desember 1968
Teikning af Dýrahringsmorðingjanum gerð eftir
lýsingu eins fórnarlamba hans sem lifði af.
Jensen tók til fótanna en
komst ekki langt, maðurinn
skaut hana fimm sinnum í
bakið og banaði henni.
K
rafan um aukið lýðræði, aukna
þátttöku hins almenna borg-
ara í ákvörðunum um mál,
sem hann varða, hefur verið
undirtónn í þjóðfélagsumræðum allt þetta
ár og er að brjótast fram með ýmsum
hætti.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti
hinn 1. september sl. að ráðast í til-
raunaverkefni á þessu sviði. Íbúum ein-
stakra hverfa var gefinn kostur á að kjósa í
netkosningu um forgangsröðun „fjár-
muna til smærri nýframkvæmda og við-
haldsverkefna í hverfunum í tengslum við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010“,
eins og sagði í ávarpi Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur borgarstjóra á netinu.
Niðurstaðan var mjög athyglisverð.
Tæplega 6.000 Reykvíkingar á 16. aldurs-
ári og eldri tóku þátt í netkosningunni. Í
átta af tíu hverfum settu íbúarnir um-
hverfi og útivist efst á blað og tiltekin
verkefni á því sviði. Á næsta ári verður
ákveðnum fjármunum varið til fram-
kvæmda og viðhalds í hverfunum í sam-
ræmi við óskir íbúanna.
Um þessa niðurstöðu sagði Gunnar
Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands: „… má
segja, að meiri fjöldi íbúa hafi tekið þátt í
að taka bindandi ákvarðanir um for-
gangsröðun verkefna í sínum hverfum en
nokkur dæmi eru til á Íslandi …“
Þetta tilraunaverkefni Reykjavíkur-
borgar í að auka þátttöku borgarbúa
sjálfra í ákvörðunum um meðferð fjár-
muna þeirra mun áreiðanlega marka
tímamót í rekstri sveitarfélaga á Íslandi.
Ganga má út frá því sem vísu, að Reykja-
víkurborg muni þróa þessi vinnubrögð
áfram á næstu árum og taka stærri skref í
þessa átt. Og líklegt má telja, að önnur
sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þetta er til
fyrirmyndar.
Ekki kemur á óvart, að þessi tímamót
verði í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur. Hún varð ásamt Birni Bjarna-
syni fyrst til þess úr hópi forystumanna
Sjálfstæðisflokksins, að taka fyrir nokkr-
um árum undir hugmyndir um aukið lýð-
ræði með beinni þátttöku almennra borg-
ara í ákvörðunum. Og hefur auðvitað
unnið afrek í borgarstjórn Reykjavíkur
með því að setja niður deilur manna á
milli og auka samráð á milli fulltrúa
flokka í borgarstjórninni.
Netmiðillinn eyjan.is hafði forgöngu
um það í síðustu viku að efna til þjóð-
arkosningar um ríkisábyrgð vegna Ice-
save, sem lauk í fyrradag, fimmtudag.
Þessi „þjóðarkosning“ fór fram í
krafti forrits, sem hannað hefur
verið í tengslum við Íslend-
ingabók Íslenskrar erfðagrein-
ingar og Friðriks Skúlasonar og hefur ver-
ið gefið það fallega nafn ÍslendingaVal.
Til þess að nálgast atkvæðaseðilinn
þurfti kjósandi að fara inn í „rafræn skjöl“
eins og það heitir alla vega í einkabanka
Landsbankans. Eftir að atkvæðaseðillinn
var fundinn var eftirleikurinn auðveldur.
Þessi tilraun eyjunnar.is sýndi, að kerf-
ið sem slíkt gengur upp og hægt er að
framkvæma kosningu með þessum hætti.
En jafnframt leiddi hún í ljós ákveðna
veikleika, sem væntanlega verður reynt
að sníða af í næstu atrennu. Í fyrsta lagi er
auðvitað ljóst, að ekki hafa allir kjósendur
aðgang að heimabanka. Þetta kemur
glöggt í ljós í minni þátttöku elstu aldurs-
flokkanna en annarra. Er hægt að finna
skynsamlega lausn á þessu?
Í annan stað var engar leiðbeiningar að
finna í heimabönkum um hvar atkvæða-
seðilinn var að finna. Alla vega þurfti sá
kjósandi, sem hér skrifar, að finna at-
kvæðaseðilinn af eigin rammleik. Vel má
vera, að leiðbeiningar hafi verið að finna á
eyjunni.is, en þær hefðu þurft að vera á
forsíðu heimabankanna. Eru bankarnir
eitthvað feimnir við að veita slíkar upp-
lýsingar þar?
Í þriðja lagi sýnir reynslan af tilraun
eyjunnar.is að til þess að tryggja mikla
þátttöku þarf lengri aðdraganda og miklu
meiri kynningu á meðal almennings. Í
fyrrnefndu tilraunaverkefni Reykjavík-
urborgar kom í ljós, að í hvert sinn, sem
netkosningin var kynnt með einum eða
öðrum hætti opinberlega, tók þátttakan
kipp.
Þjóðarkosning eyjunnar.is um Icesave
opnar hins vegar nýjar víddir í þátttöku
almennings í ákvörðunum um málefni,
sem varða almannahag. Aðferðin, sem
notuð er, sýnir, að aðilar utan stjórnkerf-
isins geta tekið höndum saman um slíka
atkvæðagreiðslu, jafnvel þótt stjórnkerfið
sé því mótfallið. Mjög almenn þátttaka í
slíkri þjóðarkosningu hlyti að hafa þau
áhrif, að stjórnmálamenn hugsuðu sig um
tvisvar áður en þeir gengju gegn þjóðar-
vilja, sem þannig birtist.
Þjóðarkosning eyjunnar.is nú er að
mörgu leyti ígildi öflugrar skoðanakönn-
unar og þegar horft er til niðurstöðu
hennar ásamt því að hátt í 40 þúsund
manns hafa skrifað undir áskorun til for-
seta Íslands um að vísa Icesave-málinu til
þjóðaratkvæðagreiðslu væri óskyn-
samlegt af stjórnvöldum að taka ekki tillit
til þeirra viðhorfa, sem þar koma fram.
Núverandi ríkisstjórn gæti rétt hlut
sinn í Icesave-málinu með því að leggja þá
ákvörðun undir dóm þjóðarinnar, hvort
veita eigi umrædda ríkisábyrgð. Þau rök
Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráð-
herra og formanns Vinstri grænna, að
ekki henti að leggja slíka ákvörðun undir
atkvæði kjósenda ganga ekki upp. Þetta
sama fólk á að borga og það er lýðræð-
islegur réttur þess að taka þá ákvörðun
sjálft.
Þessi tvö mál, netkosning Reykjavík-
urborgar og þjóðarkosning eyjunnar.is,
eru skýr vísbending um að hugmyndir
um að auka þátttöku almennings í mikil-
vægum ákvörðunum, sem varða lands-
menn eða íbúa einstakra sveitarfélaga
miklu, eru að fá byr undir báða vængi.
Þau eru vísbending um að samfélagið er
hægt og bítandi að finna sér leið út úr
þeim ógöngum, sem bankahrunið sýndi,
að við vorum komin í.
Beina lýðræðið er að brjótast fram
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is