SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Side 30
30 20. desember 2009
S
veitarstjórnarkosningar verða næsta vor.
Enn hefur ekki komist mikið rót á hugi
manna vegna þeirra. Oft heyrist því hald-
ið á lofti að litlu skipti hverjir sitji við völd
í sveitarfélögum. Hið pólitíska svigrúm á þeim
vettvangi sé mjög takmarkað, og lífsskoðanir
stjórnmálamanna hafi minna vægi þar en í lands-
málum. Það er töluvert til í þessu. Löggjafinn hef-
ur sett sífellt fleiri ramma, stóra og smáa, um
starfsemi sveitarfélaga og því eru hin svokölluðu
lögbundnu verkefni sveitarfélaganna orðin mjög
fyrirferðarmikil í stjórnsýslu þeirra. Svigrúm til
athafna utan ramma er því orðið mjög takmarkað.
Sveitarfélög leiddu áður í
mikilvægum málaflokkum
Er þetta mikil breyting frá því sem var fyrir fáein-
um áratugum. Reykjavíkurbær, síðar -borg, var
lengi á síðustu öld mjög mótandi um verkefni sín
og laut takmarkaðri lagaforskrift. Bæjarfélagið
sjálft hafði mjög frjálsar hendur um að ákveða
hvaða verkefni það léti til sín taka og með hvaða
hætti. Þannig hafði þetta sveitarfélag forgöngu um
uppbyggingu í skóla- og fræðslumálum, sem síðar
varð fordæmi víðar og loks forskrift að meginþátt-
um langra lagabálka um sviðið, þegar ríkið tók
loks forystuna. Sama gilti um félagsmálakerfi
Reykjavíkur, sem lengi laut sínum eigin lögmálum
og var byggt upp af myndarskap og útsjónarsemi.
Allt hefur þetta umhverfi breyst með vaxandi vilja
ríkisvaldsins til að tryggja samræmi í þjónustu
sveitarfélaga og skyldum þeirra gagnvart íbúun-
um. Sveitarfélögum er í stjórnarskrá tryggt sjálf-
stæði í orði kveðnu, en mjög hefur verið af því
sjálfstæði sneitt ár frá ári. Ekki þarf að efast um að
það sé í góðu gert og í nafni göfugra gilda, svo sem
jafnræðis og réttlætis. En það er ekki víst að rétt-
lætið hafi haft sigur úr þeirri miðstýringu allri ef
grannt væri skoðað. En eins létt og lipurlega og
um réttlætið er talað er það ekki auðmælt. Því get-
ur vel verið að sveitarstjórnarmenn sem mættu
sjálfir leita nýrra lausna á viðfangsefnum og
vanda dagsins römbuðu ekki á síðra réttlæti og
hagfelldara en felst í forskriftunum úr ráðuneyt-
unum, sem þingmenn hafa, stundum með bundið
fyrir augu, geirneglt í lög. Þá hafa ráðuneyt-
ismenn átt næsta leik og smíðað langhunda með
ótrúlegri smásmygli og sett í reglugerðarbúning
sem ráðherrann undirritar jafnblindandi og lögin
voru afgreidd. Þessa umgjörð um líf sitt sitja
sveitarstjórnarmenn svo uppi með. Þetta um-
hverfi verður svo til þess að sífellt verður erfiðara
að selja kjósandanum þá hugmynd að það sé til
einhvers að tölta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa í
sveitarstjórnina. Enn er kosningaþátttaka þó
bærileg hér á landi, en í nágrannalöndum, þar
sem svipuð stjórnskipunarþróun hefur orðið í
sveitarfélögum og hér á landi, fækkar þeim ört
sem taka þátt í slíkum kosningum. Kjósendur
hafa smám saman komist að þeirri niðurstöðu að
kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum skipti ekki
lengur jafnmiklu máli og áður. Leikreglurnar og
lagaramminn sé orðinn svo niður njörvaður að
pólitískar línur hafi ekkert lengur með stjórn
þessara eininga að gera.
Skiptir enn máli hverjir stjórna?
En þrátt fyrir að fátt sé ofsagt um þróun sveitar-
stjórnarmála hér að framan er þó enn hægt að
sýna fram á að það getur skipt máli hverjir eiga
síðasta orðið í sveitarstjórninni við tilteknar að-
stæður. Það skiptir auðvitað ekki öllu máli um
hvort sorp verði fjarlægt, götur mokaðar, gras
slegið, malbik endurnýjað, upphækkanir settar
og þar fram eftir götunum að þessi eða hinn
flokkurinn ráði mestu í sveitarstjórninni. Um
langstærstan hluta þeirra verkefna sem sveitar-
stjórn fæst við er enginn ágreiningur og duglegir
og framsæknir sveitarstjórnarmenn verða oft að
sýna töluverða leikni til að láta bera meira á
ágreiningi en hinu sem ágreiningslaust er. En hin
dæmin eru til og þau geta verið mjög mikilvæg.
Dæmi um Reykjavík
Þegar R-listi, sem svo var nefndur, tók við stjórn
borgarinnar 1994 eftir tólf ára stjórn sjálfstæðis-
manna var borgin nánast skuldlaus, þrátt fyrir að
hafa staðið í stórum og áberandi framkvæmdum.
Þegar R-listatímabili lauk voru skuldir borg-
arinnar og fyrirtækja hennar orðnar mjög miklar
á hvaða mælikvarða sem á er litið. Það þýðir í
sinni einföldustu mynd að vaxandi hluti fjármuna
borgarinnar fer til sífellt hækkandi vaxta-
greiðslna. Slíka peninga væri ella hægt að nýta til
þarfra verka í borginni eða þá til þess að sýna hóf í
skattheimtu á borgarbúa. Þessa óþægilegu mynd
er ekki auðvelt fyrir íbúana að grípa. Hún blasir
ekki við. Sama gildir um stjórnkerfi borgarinnar.
Því var öllu snúið á haus, þvælt og hringlað. Svið-
um af ýmsu tagi var fjölgað. Þekktum einingum
var sundrað. Og hið straumlínulaga stjórnkerfi
sem tryggði skilvirka ákvarðanatöku og gegnsætt
ferli var ruglað. Röksemdin fyrir þessu stjórn-
sýslulega uppnámi sem stjórnkerfinu var hleypt í
var einkum sú að stjórnkerfið hefði verið lagað að
eins flokks stjórnkerfi því sem hentað hefði Sjálf-
stæðisflokknum og það gengi ekki lengur. Breyt-
ingarnar gáfu nýjum meirihluta vissulega tæki-
færi til að raða inn nýjum embættis- og starfs-
mönnum í stað þess að bíða þolinmóður eðlilegra
starfsmannabreytinga. En aðferðin þýddi einnig
að stjórnkerfið bólgnaði út og flækjustigið fór
vaxandi og ákvarðanatöku seinkaði mjög á flest-
um sviðum. Slíkum óþurftarbreytingum í opin-
beru stjórnkerfi verður ekki svo auðveldlega
breytt á ný. Stjórnsýslureglur eru til þess fallnar
að auðvelda aukningu stjórnkerfisins en setur
steina í götu þeirra sem vilja gjarnan vinda ofan af
vitleysunni.
Dæmi frá Álftanesi
Annað nýlegt dæmi er frá Álftanesi. Þar var
ákveðið að gera tilraun með að skipta út meiri-
Hallgrímskirkja í Reykjavík
Var bankakreppan á Álftanesi?
Reykjavíkurbréf 18.12.09