SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Qupperneq 41
20. desember 2009 41 Hrærðar kökur eru hrærðar með hrærara en þeyttar kökur með þeytara. Athugið að þegar þeyttar eru eggjahvítur má engin eggja- rauða fara með og skálin þarf að vera hrein og ekkert vatn í henni. Ef þetta er ekki í lagi þeytast eggjahvíturnar ekki. Marengs er sett beint á bökunarpappír, smyrjið ekki undir. Bök- unarpappír er með sérstakri húð. Smjörpappír er ekki það sama og bökunarpappír. Geymið smákökur í boxum og hafið plastpoka inn- an í og lokið vel, látið kökurnar kólna áður en þær eru settar í boxin. Sörur er best að geyma í frosti eða ísskáp. Svampbotna er best að frysta en marengs þarf ekki að frysta. Næst tölum við um matarlím. Húsráð Margrétar Hrært og þeytt Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð árið 1913 og fyrsti drykk- urinn sem fyrirtækið framleiddi var hið eina sanna Egils Mal- textrakt. Appelsínið kom til sög- unnar hjá Agli 1955 og fljótlega upp úr því varð til sú skemmtilega hefð að blanda drykkjunum tveimur saman. Ekki er vitað hverjum datt það í hug eða hvers vegna, en lík- legt að það hafi verið til þess að drýgja maltið, sem var álitið mun- aðarvara á þessum tíma. Ýmsar hefðir hafa skapast í kringum há- tíðarblönduna og fólk hefur mis- jafnar skoðanir á því hver hlut- föllin eiga að vera. Þá þykir mörgum skipta máli hvernig kanna er notuð, hvort drykkurinn á að standa í ákveðinn tíma fyrir neyslu og síðast en ekki síst eru mjög skiptar skoðanir þegar kemur að froð- unni. Mörgum finnst drykkurinn njóta sín best með þykkum froðuhaus í glærri glerkönnu. Bent hefur verið á að ef kannan hefur verið þvegin með öðru leirtaui er hætta á að froðan endist verr. Því sé best að þvo könnuna eina og sér og skola vel og vandlega. Þá sitji froðuröndin eftir í könnunni og segi til um hversu oft var hellt úr henni. Það sama gildir með glös undir jólaöl og bjór – ef glösin eru alveg fitulaus þá lifir froðan lengur og froðurákirnar sanna það. Og svo er stundum spurt að því hvoru eigi að hella á undan. Skiptir það máli? Í bæklingi frá Ölgerðinni segir að ef appelsíninu er hellt út í maltið geti froðan orðið efiðari viðureignar. Stafrófsröðin sé því líklega best; fyrst app- elsín og síðan malt. Þeir sem gefi sér góðan tíma helli reyndar gjarnan maltinu fyrst og láti það standa í fjórar eða fimm mínútur og bæti appelsíninu svo rólega saman við. Í lokin sé svo smáskvetta af malti látin buna beint ofan í könnuna til að froðan verði þykk og góð. skapti@mbl.is Drykkur vikunnar Malt og appelsín Jólapastarétturinn Maack-fjölskyldan segist lítið fyrir að gefa upp nákvæm hlutföll þannig að lesendur verða að láta sér heldur lauslega uppskrift nægja. Þessi réttur krefst smáundirbúnings. Kjúklingabringur þurfa að marínerast í ólífuolíu, rifnu engiferi og hvítlauk í hálfan til heilan sólarhring. Næst er best að búa til engifer- brjóstsykur. Hann er gerður þannig að engifer og strásykur eru sett, í nánast jöfnum hlutföllum, á smjörpappír og á disk. Þetta er hitað í örbylgjuofni þar til sykurinn bráðnar en gæta þarf þess að sykurinn brenni ekki. Þetta er hrært vel saman og látið kólna úti í glugga. Þegar brjóstsykurinn er orðinn harður er hann rifinn með rifjárni. Meðan tagliatelle sýður í potti skal saxa mjög smátt 5-7 sneiðar af beikoni. Beikonið er steikt á berri pönnu svo úr komi dálítil feiti. Kjúklingabringurnar eru steiktar upp úr beik- onfeitinni þar til þær verða stökkar að utan, því næst eru þær settar í ofn. Þegar tagliatelle-ið er tilbúið er því skellt á pönnuna með beikoninu ásamt matreiðslurjóma og miklum hvítlauk. Bringurnar eru teknar úr ofninum og settar ofan á pastað. Svo er rifna engiferbrjóstsykrinum stráð yfir. Ís 4 eggjarauður 1 egg (heilt) 3-4 msk flórsykur þeytt saman hálfur líter rjómi, þeyttur sér slegið saman rólega 1-2 pokar af kóngabrjóstsykri (rauðum anísbrjóstsykri) - mulið smátt (má gera í matvinnsluvél) öllu slegið létt saman, fryst í minnst sólarhring Íssósa: hálf plata af suðusúkkulaði 2 mars súkkulaðistykki 1,5 dl rjómi brætt saman í potti eða í skál í vatnsbaði. Jólapastarétturinn og kóngabrjóstsykursísinn J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Enskt Seville marmelaði Fyrir jólamorgunmatinn Jarðaberjasulta Góð í jólabaksturinn Sítrónu-Lime marmelaði Gott á ristað brauð og kex Piparrótarsósa Góð með Roast Beef og reyktum laxi Cranberry sósa góð með Kalkún, Villibráð og Paté Myntuhlaup Gott með lambakjöti Ómissandi með jólamatnum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.