SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Side 48
48 20. desember 2009
É
g hef haldið því fram að umræða
um íslenskt mál geti verið
skemmtileg. En einhvern veginn
hefur mér fundist sem meiri
gleði og snerpu hafi vantað í þessa um-
ræðu síðustu árin. Gísli Jónsson mennta-
skólakennari var eldhugi og hann vann
auðvitað afrek með því að halda úti viku-
legum móðurmálsþáttum í Morgun-
blaðinu ár eftir ár. Árið 1996 var hluti
þáttanna gefinn út í bókinni Íslenskt mál.
Oft gluggaði ég í þá bók og sótti mér þang-
að hugmyndir til að nota í kennslu minni.
Svo lánaði ég bókina einhverjum sem ekki
skilaði henni og satt að segja finnst mér
afleitt að geta nú ekki gripið til hennar.
Þegar rætt er um móðurmálið er gott að
forðast nöldur og barlóm. Slíkt fælir fólk
frá góðu málefni, drepur áhugann. Gísli
Jónsson nöldraði ekki. Hann benti á hvað
væri gott og fallegt og rökstuddi mál sitt
með dæmum. En nöldrið megum við
muna sem nú erum komin á virðulegan
aldur: „Þú átt ekki að segja mér hlakkar
heldur ég hlakka.“
Nú eru börn ekki leiðrétt á sama hátt og
áður. En á móti kemur tómlætið sem ég
ýjaði að, afskiptaleysi gagnvart móður-
málinu. Íslenskan er ekki í tísku – eða var
það a.m.k. ekki í góðærinu (þegar banka-
menn vildu fara að taka hér upp ensku).
Þetta kann að vera að breytast. Ég hef sagt
við nemendur mína (verðandi kennara) að
umræða um mál og stíl geti að nokkru
leyti leyst „málfræðistagl“ af hólmi, að
málfræðin komi sjálfkrafa og fyrirhafn-
arlaust ef hún er notuð í lifandi umræðu
um mál og stíl. Þegar við útskýrum t.d.
hvað felist í muninum á „mér hlakkar“ og
„ég hlakka“ þurfum við, ef vel á að vera,
að notast við hugtök eins og nefnifall,
þágufall, frumlag, persónuleg sögn,
ópersónuleg sögn, 1. persóna og 3. per-
sóna. Í leiðinni má skemmta nemendum
með því að ræða um sjúkdóminn „þágu-
fallssýki“; það var ekki alveg í lagi með
okkur sem ekki vissum að sögnin að
hlakka væri persónuleg sögn en ekki
ópersónuleg.
En umræða um mál og stíl þarf ekki að
vera háð mörgum hugtökum úr málfræði
og stílfræði. Það þarf ekki flókinn orða-
forða til að benda á hvað geri þennan texta
læsilegri en hinn eða hvað það sé í máli
þessa manns eða hins sem gerir hann
áheyrilegan. Það þarf t.d. ekkert að skýra
snilld prestsins sem sagði í útvarpsmessu
þann 14. þ.m. að þjóðin hefði verið á sum-
ardekkjunum.
Sú hætta er alltaf fyrir hendi að þeir sem
gagnrýna aðra fari óþarflega geyst. Bene-
dikt Gröndal Sveinbjarnarson sagði í
blaðagrein árið 1899: „Sá sem „krítiserar“
ætti að líta vel í kringum sig áður en hann
kveður upp dauðadóminn“ (sjá Ritsafn
IV:124). Gröndal vísar til greinar í Nýju
öldinni þar sem Jón Ólafsson skáld og rit-
stjóri fer hörðum orðum um málfarið í
leikritinu Hellismenn eftir Indriða Ein-
arsson og segir meðal annars að orða-
sambandið „að skora einhverjum á hólm“
sé rassambaga. En Gröndal bendir vin-
samlega á að í 8. kafla Njálu standi: „Ég
skora þér á hólm.“ Með hugtökum mál-
fræðinnar mætti þá segja að sögnin að
skora geti stýrt þágufalli þó hún stýri yf-
irleitt þolfalli: „Ég skora þig á hólm.“
Gröndal var náttúrlega bráðskemmti-
legur. Í upphafi fyrrnefndrar greinar segir
hann: „Það hefur fyrir löngu verið við-
urkennt að málið væri hin öflugasta stoð
þjóðernisins, og sérhver sú þjóð, sem vill
halda sjálfri sér við og ekki láta aðrar meiri
þjóðir gleypa sig, leitast við að viðhalda
máli sínu sem hreinustu og óbjöguðustu.
(Þetta á raunar síður við Engla og Frakka
þar sem þeirra mál eru miklu meir blönd-
uð og ósjálfstæð en íslenska, danska,
þýska og sænska; „norska“ er ekki annað
en bjöguð danska og verður aldrei veruleg
norska fyrr en hún sameinar sig íslensk-
unni alveg).“
Ég ætla ekki að ræða innihald þessarar
klausu en benda á það til gamans hvað
gæsalappir geta verið áhrifamiklar.
„Norskan“ er innan gæsalappa í fyrra
skiptið en ekki í það síðara – enda er hún
þá orðin eiginleg norska! Þetta minnir mig
á það að greinarmerkjasetning hjá okkur
Íslendingum er í skötulíki um þessar
mundir. Gaman væri að ræða það nánar
síðar.
Sex ára börn í Melaskóla árið 1970. „Nú eru börn ekki leiðrétt á sama hátt og áður.“
Úr myndasafni Morgunblaðsins/Ólafur K. Magnússon
„Ég skora þér
á hólm“
Þegar rætt er um
móðurmálið er gott
að forðast nöldur og
barlóm. Slíkt fælir
fólk frá góðu málefni,
drepur áhugann.
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
O
ddný Eir Ævarsdóttir hefur
lagt gjörva hönd á margt frá
því fyrsta bók hennar, Opnun
kryppunnar, kom út fyrir
fimm árum. Meðal annars hefur hún unn-
ið að doktorsritgerð, rekið gallerí í New
York, stýrt útgáfunni Apaflösu með Ugga
bróður sínum, skrifað kvikmyndahandrit
og greinar í blöð og tímarit og tekið þátt í
baráttu gegn álvæðingu Íslands aukin-
heldur sem hún hefur unnið að rann-
sóknum á minjamenningu og myndlist.
Fyrir stuttu kom út önnur skáldsaga
hennar, Heim til míns hjarta – Ilmskýrsla
um árstíð á hæli.
Oddný segist hafa byrjað á bókinni
þegar hún bjó í New York, en skrifað
lungann í Suður-Frakklandi á síðasta ári
og notaði þá ósjálfráða skrift meðal annars
til að finna út hvenær sólarhringsins væri
best að skrifa. Hún segir að dvöl á heilsu-
hælinu í Hveragerði hafi og nýst henni vel
til skrifta og síðustu mánuðir hafi síðan
farið í að klára verkið.
Í mörgum lögum
„Heim til míns hjarta er unnin á mörgum
stöðum og í mörgum lögum enda fannst
mér það passa best því ég er að segja svo
margt í einu. Ég vildi hafa hana þannig að
ég væri að segja allt í einu, nánast í belg og
biðu,“ segir Oddný, en bætir við að þegar
hún var sátt við textann hafi hún skipt
honum upp í kafla til að létta hana aðeins
og gera væntanlegum lesendum auðveld-
ara fyrir. Hún byggði bókina upp og skipti
henni í kafla eftir ólíkum fösum í ferli
eimingar og ilmefnavinnslu „en ég hætti
við að láta efnið lúta því ferli eingöngu,
það hefði sett efninu of þröngar skorður.
Önnur umbreytingarferli og sköpunarferli
ráða því uppbyggingunni ekki síður, en
ilmur og ilmvötn er samt mikill þáttur í
verkinu. Ég ætlaði líka að fylgja þeirri
reglu miðaldamanna að láta verkið bíða í
níu ár áður en það yrði gefið út, en svo var
ég af góðum vinum hvött til að slá bara til
og senda hana út í heiminn og ég fann
hvað það var mikill léttir þegar ég sendi
handritið til útgefanda og fékk góð augu
til að lesa textann yfir og koma inn í út-
gáfuferlið með mér.“
Að þessu sögðu þá segist Oddný eigin-
lega varla hafa gert sér grein fyrir að ein-
hver myndi lesa bókina fyrr en hún fékk í
hendurnar fyrstu innbundnu eintökin af
henni. „Ég var náttúrlega með lesendur í
huga þegar ég var að ganga frá henni en ég
var orðin svo spennt í sjálfu útgáfu- og
prentferlinu að mér brá þegar því lauk og
bókin var tilbúin, þá fannst mér eins og ég
hefði verið í einhverju tómi og alveg
Sjálfsævi-
sögulegur
skáldskapur
Oddný Eir Ævarsdóttir sendir frá sér sína aðra
skáldsögu fyrir þessi jól og veitir þar aðgang að
hjarta sínu, segir: Þetta er ég, og er alveg óhrædd
við það. Hún vildi hafa bókina þannig að hún
væri að segja allt í einu, nánast í belg og biðu.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók
K
rístín Ómarsdóttir er
ekki sérlega aðgengi-
legur höfundur þótt
barnsleg einlægni og
ævintýralegur blær sé aðal-
einkennið á skáldverkum henn-
ar. Í nýrri bók hennar, Hjá
brúnni, stígur lesandi inn í
undraheim framandi borgar á
óræðum tíma þar sem ballerínur
og óléttar prinsessur leika laus-
um hala, kynlífsandar leita uppi
breim og apaskáld og valds-
menn reyna að beisla skáld-
Torræð og fögur
Bækur
Hjá brúnni
bbmnn
Skáldsaga
eftir Kristínu Ómars-
dóttur. Uppheimar,
303 bls.
Texti Kristínar er ljóðrænn, „framvindan hæg, sögu-
þráður krókóttur og samtöl taka óvæntar dýfur.“