SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Side 49
20. desember 2009 49
Frá slóðum landafunda norrænna manna á Nýfundnalandi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Eftir Valdimar Kristinsson
cand. oecon., BA
E
kki verður annað séð en að líf einstaklinga og
þjóða, og þar með mannkynsins, sé miklum tilvilj-
unum háð. Fyrir ríflega þúsund árum var þröngt
setinn bekkurinn á Noregsströndum og ekki hent-
aði öllum að sækja sér lífsbjörgina til Bretlandseyja. Þá bár-
ust fregnir um að sjófarendur sem villst höfðu af leið hefðu
séð óbyggða eyju, sem einum fannst svo kaldranaleg að Ís-
land skyldi hún heita. Þarna voru engin landdýr nema ref-
urinn, sem heldur úti enn. Landið var víða gróið og lág-
skógar algengir, en timbur til skipa- og húsbygginga var
torfengið, enda gátu könglar grenitrjánna ekki borist langt
með vindinum þó oft kraftmikill væri. Þetta takmarkaði að-
stöðu íbúanna, en landnámið virðist þó hafa gengið furðu-
vel.
Nú tók tíminn að líða og eins og alltaf í mannheimum kom-
ust einhverjir uppá kant við nágrannana. Einum þeirra varð
ekki vært og hann tók að kynna sér stóra landið fyrir vestan.
Það var jökli hulið að meginhluta til, en gróskumiklir dal-
botnar fundust þó á vesturströndinni. Ekki þótti vænlegt að
búa þar nánast í einbýli og því voru landkostir þarna kynntir
Frónbúum með nafninu Grænland. Auglýsendum nútímans
yrði hrósað fyrir aðra eins snilli.
Allnokkrir fluttu út til Grænlands, en sennilega hafa upp-
haflegu Grænlendingarnir aldrei orðið fleiri en 5-6000 eða
aðeins um tíundi hluti Íslendinga. Þetta hljómar lítið, en Ís-
land hefur þó líklega verið álíka þéttbýlt og Noregur á þess-
um tíma í heild enda er hann þrisvar sinnum stærri og nú
fimmtán sinnum fjölmennari. Fagra landið hefur því ekki
beint farið vel með íbúana. Nú tóku skip á leið til Grænlands
að fara enn vestar viljandi eða óviljandi og þá vantaði ekki
skógana er sunnar dró. En um leið glitti í frumbyggja sem
ekki reyndust beint með opna armana og hefur það sjálfsagt
verið gagnkvæmt miðað við líklegar sögusagnir. Því fór sem
fór, en framgangurinn hefði getað orðið annar og þá báðum
aðilum til hagsbóta.
Ekki var úr mörgu fólki að moða, en þó búið að koma upp
búðum á norðurenda Nýfundnalands. Ef tekist hefði að ná
tökum á landinu hefði hvorki skort þorskinn né skógana.
Aðalatriðið hefði þó verið að ná friðsældarsambandi við inn-
fædda og meta þá að verðleikum. Í því sambandi má nefna,
að þegar vesturfarar 19. aldar voru að setja sig niður á slóð-
um Gimli, þá höfðu Íslendingarnir ekki vit á að líta niður á
indíánana og fengu í staðinn ráðleggingar og hjálp til að
standast ferlegt frostið.
Nú hefði þróunin þurft að vera ör til að breyta miklu. Indí-
ánarnir hefðu þarna komist á járnaldarstig og getað þannig
þolað betur samkeppnina við nýbúa síðar, en koma hestsins
til Ameríku hefur einnig skipt miklu máli. Til að breyta sög-
unni umtalsvert hefði þessi þróun þurft að sigla hraðbyri
eftir Ameríku endilangri. En annað hefði fylgt með. Fólkið
að austan hefði borið með sér farsóttir sem flestir hefðu ver-
ið búnir að aðlagast að meira eða minna leyti. Indíánunum
veitti ekki af góðum tíma til að ná sama marki, en miklu
fleiri dóu á dögum Kólumbusar úr drepsóttum en þeir sem
hvítu friðarsinnarnir náðu að kála. En indiánarnir sendu líka
sóttir frá sér og eina þeirra mun Beethoven hafa erft. Hins
vegar fylgdu kartöflur með í kaupunum og má því segja að
hrossin hafi þar með verið fullborguð.
Með þessu móti hefðu Íslendingar lagt til heilan kafla í
mannkynssöguna, en þeir hefðu ekki orðið neitt stórveldi,
enda hefði fólk þá forðast að búa í nágrannaríkjunum.
Enn má nefna að með þessari þróun hefði síðasti Móhík-
aninn getað orðið Bandaríkjaforseti og þá hefði Nýfundna-
land aldrei farið á hausinn enda þorskurinn verið kraftmikill
alla tíð.
Tíminn fyrir allt þetta var líklega of naumt skammtaður og
því fór sem fór.
Ef ef – hefði hefði
Saga
gleymt lesendunum og ég hugsaði með
mér þegar ég fletti fyrsta eintakinu: „guð
minn góður það mun enginn komast í
gegnum þessa bók“ þegar ég hélt á fyrsta
eintakinu. Ég er því mjög fegin þegar ég
heyri að fólk hafi þó náð að komast í
gegnum hana,“ segir hún og hlær við.
Bókin segir frá stúlku sem lögð er inn á
heilsuhæli, meðal annars til að losna við
óuppgerðar tilfinningar og upplifanir. Á
hælinu kynnist hún ýmsu óvenjulegu
fólki, ýmist sjúklingum eða einskonar
hjúkrunarfólki. Gegnumgangandi í sög-
unni er lækning sem byggist á ilmrann-
sóknum, en Oddný segist haldin þrá-
hyggju varðandi ilmvötn og ilm, enda
tengist ilmur djúpt inn í sálarlíf okkar þótt
við tökum ekki eftir því alla jafna. „Það
var mjög frelsandi að geta leyft ilmþránni
að komast í snertingu við frumspekilegu
pælingarnar mínar og trufla þær, ilm-
urinn er svo andstæður lærdómsskýrslu
og mig langaði til að leyfa þessum and-
stæðum að kyssast.“
Aðspurð hve persónuleg þessi frásögn
sé segir Oddný einfaldlega að hún sé mjög
persónuleg, en heldur svo áfram eftir
smáumhugsun:
„Mér finnst sjálfsævisagan spennandi
form og langar að vinna frekar á þann
hátt, en það verður væntanlega lífsverk-
efni. Þetta er náttúrlega mikill skáld-
skapur en ég er samt að skrifa innan úr
mér og bókin er líka nokkurs konar þer-
apía; ég er að losa um hluti. Mér finnst
mikilvægt að maður reyni að hreinsa úr
sínum sarpi alla lygi eða óunninn sárs-
auka. Bókin fjallar einmitt um glímuna við
að hreinsa út hráan sársauka og er líka
skrifuð til þess að hreinsa hann út. Mig
langar ekki til þess að varpa eigin sársauka
yfir á aðra, yfir á lesendur, en mér finnst
stórkostleg tilhugsun að lesendur lokkist
inn í sitt eigið umbreytingarferli við lestur
og að þá gerjist einhver ný lykt í sambandi
lesanda og texta.
Fremst í bókinni vísa ég í Theresu frá
Avilu: „Ég segi ekki frá neinu nema ég hafi
reynslu af því sjálf“ og segi hiklaust: þetta
er ég þarna í þessari bók, í þeirri trú að þá
sé enginn nokkru nær, ekki frekar en ég,
eða jú kannski aðeins nær.“
Oddný Eir Ævarsdóttir við veggfóður sem er búið til út frá útskurði Bólu-Hjálmars forföður hennar, en veggfóðrið
er eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur, móður hennar. Heiti bókarinnar, Heim til míns hjarta, en úr ljóði eftir Hjálmar.
Morgunblaðið/Heiddi
Mér finnst mikilvægt að maður
reyni að hreinsa úr sínum sarpi
alla lygi eða óunninn sársauka.
Bókin fjallar einmitt um glímuna
við að hreinsa út hráan sársauka og er
líka skrifuð til þess að hreinsa hann út.
skapinn og stjórna lífi fólksins.
Textinn er ljóðrænn og krútt-
legur, framvindan hæg, sögu-
þráður krókóttur og samtöl taka
óvæntar dýfur og valhopp.
„Stundum flugu í kringum bréf-
beradótturina knáu tamdar
bréfdúfur en hún vingaðist við
tamningarmeistarann, sem var
hávaxin kona sem hafði fallega
rithönd og lyktaði eins og hún
væri nýskriðin úr eggi – hún bjó
í hvítu húsi, allt inní því hvítt
nema litirnir í blekbyttunum og
pennaoddarnir, og ávextirnir og
grænmetið. Og pípan hennar,
sem hún reykti á kvöldin, var
gul – en það gefur bréfum dul-
arfulla mildi ef reykt er í kring-
um bréfaskriftirnar“ (116). Stíll-
inn minnir um margt á
módernísk verk Guðbergs
Bergssonar, lýsingar á hvers-
dagslegum athöfnum eru furðu
nákvæmar, tilsvör skondin,
ýktar lýsingar og óvænt enda-
lok.
Persónur sögunnar birtast og
hverfa, hittast og týnast á ráfi
sínu um borgina. Margt und-
arlegt kvenfólk kemur við sögu,
dóttir borgarstjórans prjónar
brækur á borgarbúa en hlýtur
síðan grimmileg örlög, hálf-
brjálaðar konur vafra um á
brúnni og hrella vegfarendur.
Ballerínan María er aðal-
persónan, hún dansar á kvöldin
í Leikhúsi fólksins en þrífur
hótelherbergi á daginn. Hún
ætlar ekki að elska neinn og er í
sjálfskipuðu kynlífsbindindi.
Karlpersónurnar eru ráðvilltar,
blindar, hommar eða listamenn,
trúðurinn Arnar Laufeyjarson er
að vonum tragískur og lýsingar
á skemmtiatriðum hans eru
býsna gróteskar. Hávaxnir og
jakkafataklæddir gæslumenn
fylgjast með persónunum og
handtaka þær ef þær eru grun-
aðar um að svíkja hugsjónir rík-
isins, Aga- og siðferðisstofnun
og Lögvernd ríkisins taka á
málum og grimmur borgarstjóri
upphugsar refsiaðgerðir og af-
tökur. Sambönd persónanna eru
í upplausn og einkennast af
söknuði, höfnun og ófullnægju,
ljóðskáldið Hermann hefur
hlaupist á brott frá óléttri unn-
ustu sem íhugar sjálfsmorð,
trúðurinn heldur við gifta konu,
Nóra glápir á typpið á Karli sín-
um og lætur sér það nægja og
frændinn bíður þess eins að vera
jarðaður við hlið unnusta síns.
Hér er tekist á um vald,
sektarkennd, frelsi, ást og list.
Sagan er bæði leikur með form
og tungumál. Þrátt fyrir flókna
formgerð er alltaf eitthvað sem
togar lesandann áfram eftir
krákustígunum, það ríkir ein-
hver sérkennileg spenna og
leikgleði í textanum, lesandi
hnýtur um ljóðabrot, flækist í
orðaleikjum og eltir persón-
urnar úr einum ógöngum í aðr-
ar. Þetta er léttklikkuð saga,
tyrfin og torræð, myndvís og
ljóðræn og afspyrnu fögur á
köflum.
Steinunn Inga Óttarsdóttir