Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 6
- 6 - af Finni jónssyni og þýðingarnar á dönsku. Ilún var rúm 20 ár í smíðum, enda "mesta þrekvirki, sem einn maður hefur unnið í norrænni málfræði". Auk þessa gaf Svein- björn ut Snorra-Eddu, samdi vísnaskyringar og ýmsar ritgerðir og gaf út ýmis forn kvæði, einkum í skólaboðsritum. Það voru rit, sem send voru með boðum um að hlýða á próf skólanna. Þyðingar -hans eru margar og merkar. k latínu þýddi hann 11 bindi fornmanna- sagna fyrir fornfræðafélagið. En þekktustu þýðingar hans eru 's Odysseifs og Ilíons- kviðum. Þær voru upphaflega á obundnu máli, en síðar sneri hann nokkru af þeim i bundið mál. Þessar og margar aðrar þý.ð- ingar úr forngrísku gerði hann upphaflega lærisveinum sínum til hægðarauka við nám- ið, en síðar voru margar þeirra prentaðar, mest í boðsritunum. Bíblíuþýðingar flkkst hann og við.Aðra Mosebok, Jesaja,Esekiel, Daníel og alla minni spámennina þýddi hann ur hebresku og Opinberun Johannesar úr grísku. Sveinbjörn orti og nokkuð á" íslenzku, latínu og grísku, Nokkur kvæði hans og barnavísur eru alkunnar, Sem dæmi ma nefnat Ei glóir æ á grænum lauki og Heims um ból, sem hann stældi úr þýzku,og barnavísurnari Fljúga hvítu fiðrildin og Eitthvað tvennt á hné ég hef. En mest af skáldskap hans fellur ekki í smekk nutíma- manna. Sum kvæðin eru geysifornyrt, önnur tækifæriskvæði, sem engan áhuga vekja lengur. Þetta yfirlit gefur aðeins ófullkomna hugmynd um, hve geysilegur afkastamðaur Sveinbjörn var og menntaður vísindamaður, Afrek hans verða enn meiri, ef þess er minnzt, að jafnframt kénndi hann mikið og stóð alloft í talsverðum búnaðarfram- kvæmdum, Þa er að geta að nokkru kennslu hans og skólastjórnar, A* Bessastöðum kenndi hann grísku, veraldarsögu og dönsku. En þctt þessar greinar stæðu a kennsluskranni er sú enn ótalin, sem hann kenndi mest og bezt, þótt ekki væru í henni ákveðnir tímars islenzkan, Yfirleitt er kennslu Sveinbjarnar hrosað, og allir segjast hafa lært af honum islenzku. Hann virðist hafa verið lipur kennari og lærisveinum sínum hjálplegur, og allir báru þeir djúpa virðingu fyrir honum vegna visinda hans, f Reykjavik kenndi hann íslenzku, sögu, grísku, og hafði auk þess latneska stíla. Griska var þá enn kennd í öllum bekkji'.m og var hun ætíð aðalkennslugreir. Sveinbjarnar, Sögukennslan var ekki osvipuð því, sem nu er, Þann eina vetur, sem Sveinbjörh kenndi hana í Reykjavík, var hun dönsk bok, a tímabili hafði hann. kennt með fyrirlestrum. Fyrsta veturinn kenndi hann íslensku með því að láta sveina þýða skriflega úr erlendum málum, en næsta vetur hof hann kennsluna ásamt öðrum með líku sniSi og enn tíðkast.ÞÓ* var frá byrjun lögð meiri stund á lestur bokmennta, Sveinbjörn kom litið nálægt stjorn skolans, fyr en hann var skipaður rektor. Við því embætti tók hann 1846, . Aður hafði hann siglt til Danmerkur og kynnt sér skólamál. Fekk hann miklu raðið um hina nýju reglugerð, en þó ekki öllu, sem hann vildi, En ekki voru allir ánægoir með skólastjórn hans, og oánægja pilta náði hámarki með sa.rn- blæstrinum 1850, pereatinu fræga. Pvein- björn sigldi eftir það til Danmerkur og var settur aftur í öll sín réttindi oskert, ÞÓ var hann aðeins rektor:einn vetur enn, þa tok Bjarni Johnsen við og bældi allan óróa niður með harðri hendi. Sveinbjörn var með minni meoalmcnnum a vöxt, grannur og ekki sterlcur, en lipur Hann var skolhrrður, nokkuð kringluleitur.- nefstór, fremur munnfríður og hökulítill. Hann var ekki skapstor, aluðlegur og gat orðið angurvær. Starfsmaður var hann ætíð mikill, "næmi og minni voru í góðu meðal- lagi, en skarpleiki og greind i betra lagi, og það, sem heitir smekkur, i bezta lagi, því að hann fann svo vel og fljótt það tilhlyðilega" segir einn vinur hans. Sveinbjörn dó" 17. ágúst 1852. Vísinda- afreka hans mun lengi verða minnzt, skerfur hans til íslenzkrar þjóðmenningar fyrnist aldrei. ÞÓR VILHJiÍLMSSON.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.