Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 8
- 8 - þotti vænlegastir til nægilegs skriðdýrs- j og undirlægjuháttar, Seinast á fundinum, þegar flest alliri eru farnir að tínast út, er kosið í jóla- j gleðinefnd. Það átti að kjósa ?, en 8 voru í framboði. En B.B.J. nennti þá ekki \ að lata kjósa um þá, heldur tautaöi við sjálfan sig, að bezt væri að kjósa einn afj framboðslista. Voru siðan tveir menn born-i ir upp af honum, en þar sem flestir héldu .áð verið væri að kjósa i nefndina, fékk Leifur Hannesson allmörg atkvæði. Setti Bjarni Bragi hann þá af listanum og flýtti ser að slíta þeim fundi, sem bezt hefði farið á, að aldrei hefði verið settur. Eftir þennan fund var þess farið a leit við Bjarna Guðnason, scriba scholaris að hann leifði mönnum að sja þau lög eða reglugerðir um skólafundi, sem samþykkt voru fyrir nokkrum árum. En sem vonlegt var taldi hann öll tormerki á því, enda hefur hún (reglug.) enn verið brotin eins rækilega og unnt er. Það verður eigi annað sagt en inspector hafi dregið alranga hugmynd um gildi hinna 160 atkvæða, sem hann fekk við inspectorskosningar. Hann var kosinn in- spector scholae, en ekki dictator scholae. En í skálkaskjóli þess misskilnings síns hefur hann gert sig beran að fulkominni ovirðingu við fundarsköp, vísvitandi fölsun a atkvæðatölum og algerlega "brugð- izt þeim litlu vonum sem við hann voru tengdar. Og Bjarni Guðnason hefur,- með þvi að leggja hlessun sína yfirþetta framferði, sýnt að hann er eigi annað-en auðmjúkur skósveinn Bjarna Brag'a. NÚ á þessu 101. ári okkar öldnu og virðulegu stofnunar hefur frjáls andi og hugsunarháttur, sem ætið hefur ríkt her, verið meira fótum traðkaður en nokkur dæmi eru til í allri sögu skólans. Og það verður ekki komið i veg fyrir áframhald- andi ofbeldisverk kommunistaskrílsins í skólanum, nema með sameiginlegri og biturri fyrirlitningu allra heiðarlegra manna a honum. Með þökk fyrir birtinguna. öl. H. ólafsson. 4. G. -o-o-o-o-o-o-o- (Harmagrátur hins óframfærna.) Hann ska-ýðist fínasta skarti og skoðar sig allt £ kring, skundar svo oní skóla, þar skal verða dansæfing. "líu skal eg herða'upp hugann", hugsar hann fyrst með sér. "Nu skal eg dansa drengir, dansa og skemmta mér". En hann er svo fjarska feiminn. Ji framkvæmdum verður bið. Hann stendur við dyrnar stúrinn og starir á dansfólkið. "Ætti eg annars að þora? Er ekki betra næst?" Og valið a dömunni verður vandamál allra stærst, Ein er svo anzi lítil, önnur er líkust geit. Þessi er helzt til horuð, hin er jú alltof feit. En þarna er ein svo indæl, þa ætlar hann loks á stað, en það varð annar á undan, ekki'er að tala'um það. Hver stund er ei- lengi'að líða, loks kemur síðasti dans. Brátt er ballið á enda og búinn er allur "sjans", Svo, þegar allt er úti, álpast um Víkurborg herra £ fínum fötum, en fullur af skömm og sorg. Það var ein sorgarsaga, er sögð var í þessum bragr Hun endurtekur sig alltaf annanhvem. laugardag. I.G. o-o-o-o-o-o-0-0-0

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.