Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 12
_,.>•.....,./'" y'" / ,-\ í.....'" £ i iii""S HSv. halla tekur sumri, og haustið leggst að bænum með humdökk kvöld og stjörnur og manaskin um nott. Og holskeflurnar rísa og hrynja a dökkum sænum, í hljóðum dansi norðurljósin liðast mjúkt og rótt. Og næturhumið rofið er af bleikum geislum, hjörtum er blessað gamla tunglið kyssir Eeykjavíkurborg, Og ótal draumar fæðast í æskuglöðum hjörtum og ótal draumar bregðast og fylla lífið sorg. Því æskan vefur dagsins annir draumsins solareldi, en dökka skugga veruleikans óttast hún og flyr. Er stjörnuljosin "blika a haustsins hljoðu kveldi, hún hugfangin sér unir við gullið ævintýr. En einkennilegt er það, hve lífið oftast lætur lítið verða úr ævintýri £>ví, sem fegurst er. L döprum nóttum æskan því drauma sína grætur, og dulinn harm í brjósti hún oft og tíðum ber. En tíminn vefur þjáðan í þöglum líknararmi og þerrar tár af hvörmúm og læknar dýpstu sorg. Og einmitt þetta sambland af sælu og af harmi, af' sólskini og myrkri er lífsins skýjaborg.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.