Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1946, Page 24

Skólablaðið - 01.11.1946, Page 24
- 24 - Her verður að staldra við, því að á þessum crum verða þáttaskil í þróunarferli rithöfundarins Halldórs Kiljan Laxness. Öll framangreind ritverk má kalla æskurit Halldórs. Hann er í þeim öllum í sífelldri leit að helgum sannindum, uppfyllingu ham- ingjuþrarinnar og innra friði. Hann er sömuleiðis sífellt að leita fyrir slr um stíl og orðfæri. Togstreita á ser stað um lunderni hans og lífssjónarmið milli trú- arlegra viðhorfa og efnishyggju, táknvísi og raunsæis, Það er sýnilegt á öllum ferliHall- dórs og öllum skrifum hans, að hann er frá upphafi gæddur ríkri mannúðarkennd, þolir ekkert aumt að sjá. Viðleitni hans hefur sífellt heinzt að því að finna þau scnn- indi og komast að þeim vísdómi, sem geti orðið mannkyninu til hjargar, uppgötva þau verðmæti, er haldið geti fólkinu frá feni. forheimskunar og spillingar. ást hans á þekkingu og visdómi hefur leitt hann í löng og erfið ferðalög til þess að kynnast öðrum þjóðum og menningarháttum þeirra og na tali af spekingum þeirra. Fyrst verður á vegi hans sem ungs manns draumsyn heimilishamingjunnar, þar sem maður og kona, hin eilífa samstæða mannkynsins, draga sig út úr skarkala lífsins og lifa í ást og eindrægni við hlessun moldarinnar í sátt við guð og menn. Þessi hamingjuhilling fullnægði honum þó ekki til lengdar. Til þess var syndsamlegt eðli mannanna og tvískinnungurinn í eðli þeirra og hreytni of auðsær, misréttið of hróplegt og misgerðir manna of áherandi. Þá verður það, að Halldór kastar sér í náðarfaðm trúarinnar. Og þar sem anners staðar fer hann ekki troðnar hrautir,treður enga meðalvegu. Hann gerist kaþólskur á þeim grundvelli, að kapólskan fullnægi bezt réttlætistilfinningu manna og veiti þar að auki fl.est og hezt tækifæri til yfirhótar og náðarveitinga. En eðli Halldórs er ekki þannig, að það verði hamið innan mura klaustursins. Hið sílcvika og sílifandi framþróunareðli hamhleypunnar leitar útrásar og snertingar við niðandi lífsstraum aldanna. Hann sprengir utan af sér fjötra klaustur- veggjanna, vegna þess að hann getur ekki unað hinu kyrrláta og líflausa andrúmslofti kapellna og klausturklefa. Eftir nokkurra ára kaþolsku og ummhyggju fyrir velferð sálarinnar fara efasemdirnar að sækja að Halldóri Kiljan. Hann ferðast um ýmis lönd, einkum Ameríku, og kemst í náin kynni við þjóðfélagslegt misrétti og harðvítuga haráttu alþýðunnar fyrir daglegu hrauði og mannréttindum. Þá skildi hann til fulls að fullkomnxmin og hið æðsta lífstakmark, sem hann þráði svo mjög, er ekki fólgið í kennisetningum og náðarmeðulum hinna trú- arlegu stofnana, sem eru sjalfum ser ósamlcvæmar í hlutleysisafstöðu sinni gagn- vart réttilætisharáttu hinna forsmáðu og undirokuðu í þjóðfélaginu. Halldór krefst raunhæfra aðgerða til útrýmingar bolinu, en lætur sig minna skipta sálmasöng og helgar tíðir. Hina æðstu hugsjón sér Halldór hér eftir í skipulagshundnum sam- tökum arðrændra öreiga í þeim tilgangi að kollvarpa auðvaldsskipulaginu og stofna réttlátt bræðralagsþjéðfélag, nyjan og betri heim á rústum hins ga.mla og spillta, Hann gerist róttækur jafnaðarmaður^og marxisti og hefur verið það fram a þennan dag, SkáldsagnaritTin Kiljans tekur all- miklum stakkaskiptum við þessi aldahvörf í heimi skoðana hans og viðhorfa. Með róttækninni kemur aukið raunsæi. Bitur gagnrýni og hispurslaust hað til þjoðfe- lagsins og máttarstélpa þess tekur við af andlegum íhugunum og heimspekilegum vanga- veltum. Félagsleg skarpskyggni Halldérs heldur þjóðfélaginu undir smásjá sinni og sundurgreinir það vægðarlaust. Stílvopn hans verður oddhvasst og tvíeggjað, enda gerist Kiljan aðsópsmikill og afkasta- mikill rithöfundur. Fæsta hók Kiljans, Alþýðuhókin, kom út árið 1929? tveim árum eftir útkomu Vefarans mikla frá Kasmír. ílún er safn ritgerða Kiljans og túlkar hin nýju við- horf hans til þjóðfélags- og menningar- mála. Kvæðakver eftir Kiljan kom út ári síðar og er fullt að hnittnum kvæðum, sem eru þrungin gamansömu háði, sem sprettur af djúpri alvöru. Rekur nú hver hókin aðra, sem allar eru markaðar róttsku raun-- sæi, en hafa til að hera mjög auðugt, skáldlegt ímyndunarafl 0g hressandi frum- leika og marghreytni. Frh. í næsta blaði.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.