Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 18
 "já, Lu'b'ba mín, það hefur nú margt hreytzt síðan ég var í skóla. Þa voru nu ekki telpurnar í skólunum, en engu að síður heldum við dansæfingar". Ég leit á afa spurnaraugum: "Kom þá ekki allur stelpuskarinn í bænum og dansaði við ykk- ur?" "Nei, o-nei, ekki held ég nú það,við "Latínuskólapiltar" urðum að æfa okkur saman í fótamenntinni tveir og tveir. - já, þú hlærð, og þú hefðir líklegast hleg- ið enn meira, ef þú hefðir séð okkur,hálf- stálpaða stráka á kúskinnsskóm, eins og þú segir að séu svo agalega "púkó",dans- andi skottís, mazurka, polka og marga fleiri dansa, sem þú hefur líklegast aldrei séð". - Ég leit hlæjandi framan í afa og sagði, að ég héldi, að það hefði víst verið lítið "spennó" við svoleiðis dansæfingar. - "Það var þó að minnsta kosti eitt gott við þær", sagði afi spek- ingslegur, "að það var engin hætta á því, að "Latínuskólapiltar lentu í ástarsorg þeirra vegna", - "Satt.segir þú, en þá misstu þeir líka af þéirri ánægju að fara í "svala", svo að ég veit hreint elcki , hvort fyrirkomulagið mér finnst betra.En ég veit, að ég kæri mi^ ekkert um að dansa við stelpur, og eg geri tæplega ráð fyrir því, að strákunum þættinokkuð púður í að "vanga" hvorn annan úti x horni Jxja "JÓni Sigurðssyni" annað hve-rt laugardags- kvöld. - Jæja, ég verð að fara að strauja kjólinn minn, því að það verður dansæfing í kvöld, og nú á að verða "game" ". Ég hljóp fram í eldhús og sendi afa fingur- koss, ■um leið og ég lokaði hurðinni . Það tók mig tíu mínútur að ákveða í hvaða kjól ég ætti að fara, en loks ákvað ég að fara í þeim græna, hann var hvort eð var "lukkukjóll". Klukkan 8^/2 komu Sigga o^ Hanna að sækja mig. Það átti að loka husinu^kl,9» svo að okkur var óhætt að skreppa a "Barinn" í leiðinni. - Inni^á nýja "Bar" sátu nokkrir skólanemendur úr "Mennto"j og þarna sat einmitt óli og lagaði a ser slifsið, um leið og hann brosti"sínu blíð- asta" til sjálfs síns í speglinum, sem er á veggnum andspænis afgreiðsluborð- inu. - Þegar ég sá óla, hoppaði í mer hjartað. Eg roðnaði ofurlítið og leit út að vegg og þóttist ekkert taka eftir honum. - "Halló Lubba, ætlarðu á dans- æfinguna á eftir"? kallaði hann. "Ég veit ekki. Ætli það ekki", svaraði ég.^ En auðvitað vissi óg. Til hvers hafði^ég verið í heila klukkustund að laga á mér hárið??? Þegar við komum upp í skóla, var hljómsveitin farin að spila. Þarna var einmitt óli að fara af stað upp tröppurn- ar. Ég hnippti £ Hönnu og sagði: '^ó, ég hlakka svo til. Sástu hann?" - "já, og svo sá ég líka dálítið annað". "Hvað?" - Við Sigga sperrtum báðar eyrun og litum á Hönnu. - "Ég sá hann Dadda í 5« B." - "Oh" hróp.uðum við Sigga einum munni. (Daddi er svaka "beauty"). "Hvar sástu i hann?" spurði Sigga. - "Láttu ekki svona0 j Hann er ekkert "spennó", það eru margir sætari strákar hér í kvöld". Sigga horfði j glettnislega á mig. "Þau eru súr", sagði refurinn", Hanna og Sigga hlóu, en ég fór að greiða mér og þóttist ekki taka eftir þessum "5-aura brandara" stelpnanna Það voru nokkur pör komin út á gólf- ið, þegar við komum upp. Ég renndi aug- unum snög^t yfir salinn og sá, mér t'il mikillar ánægju, að óli var ekki meðal dansfólksins. - "Viltu dansa?" var spurt, Það var Alli. (Hann er nú "plága" á mér á hverju balli). "jú, þakka þér fyrir", sagði ég og gekk með fýlusvip inn á dans- gólfið. "Alli dansar‘heldur vel, svo að hann 'er bara óvon julega sæmileg "plága", hugsaði ég með sjáfri mér. NÚ leið korter og svo hálftími, og alltaf dansaði Alli við mig. Ég fór að verða leið og reyna að dansa illa. Ætlaði strákskrattinn aldrei að skila mér? Jæja loksins slapp ég, en þá var óli einmitt að leggja af stað út á gólfið með hana Guddu í I.bekks Ofurlítill vottur af afbrýðisemi gaus upp í mér, en ég reyndi að láta ekkert

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.