Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 21
— 21 - K.jartan Magnússon lék Denna, son | fru Gæju, lauk ættarinnar. Hann lék þetta hlutverk frísklega og fjörlega. Hann kippti slr ekkert upp, þótt hann heyrði þriðja fall sitt í háskolanum, enda leit hann ekkert kúristalega út. Malrómu háns var góður, en örlítið hikandi stundum. Önnur börn frú Gæju voru Kata, leikin af Guðrúnu Stephensen, sem fór ljómandi vel með það hlutverk. Það var unun að s.iá" og heyra, hve innlega og með mikilli virðingu hún talaði um þennan loðna kærv- asta sinn, sem hún sá aðeins einu sinni, en sveik hana svo. Elín Guðmannsdóttir lék Baby, Leik- ur hennar var hressilegur að vanda. í byrjun þriðja þáttar lék hún.So deep is the night, á píanó, og var henni klappað lof fyrir. Sjönu lek Theodó'ra Thoroddsen. Það hlutverk er lítið eins og hinna systranna,; en var laglega af hendi leyst. Einkar eðlilegur var leikur þeirra"systra", þegar! þær voru að hamast við sð skoða tízkublöð-l in. \ \ Gearg, elzta noninn lek Sigmuhdur.-- j Magnússon.Leikur hans var mjög':ö'æmilegur, en dalítið vandræðalegur á pörtum, enda er nokkur vandi að gera hlutverki þessu góð skil. Magnús Palsson lék Petur og gerði það vel. Var hann oft spaugilegur> þegar hann var að rjuka upp og segja sitt álit.- Hreggviður Stefánsson lék Daníel Brosan, unnusta Sjönu. Hlutverkið er mjög lítið, ea Hreggviður var myndarlegur ung- herra og frísklegur eins og hann væri að koma úr sólbaði (háf jallaáól). Honum hætti dálítið til að tafsa, þegar mesti asinn var á honum. Svava Jakobsdóttir lek Deliu Daffa, unnustu Denna. Þetta er"lítið hlutverk og géfur ekki'tækifæri til mikilla afreka , í listinni*.. .. Svava fór sæmilega með þetta hlutverk, en vantaði innileik og eldlegan áhuga á unnusta sínum. ' Bergljót Garðarsdóttir lék Hönnu vinnukonu. Ekkert hlutverk og því enginn leikur, en ljómandi falleg stúlka. Þess er vert að geta að 25' ár eru nú liðin frá því er kvennfólk tók fyrst þátt í Menntaskólaleiknum. Það voru þær Svanhildur ólafsdóttir og Kristín ólafs, sem léku í leikriti eftir Holberg s Det pantsette Bondedreng, og kallað"'V vart, Ekki er allt gull sem glóir. Leikrit þetta var sýnt 1922. Þa áttu sæti í leiknefnd Larus Sigur- björnsson, Gunnar Bjarnason og Bjarni Bjarnason, 25 ár eru liðin síðan Larus Sigur- björnsson fór að hafa afskipti af skola- leiknum, Hann hefur verið leiðbeinandi frá 1928 - 3o og svo aftur frá 1945. Færa nemendur Menntaskólans honum beztu þakkir fyrir alla hans lipurð í þeirra garð. Nemendur Menntaskólans færa einnig Hallgrími Bachmann beztu þakkir fyrir vel ¦ vilja, hjálpfýsi og góða samvinnu í þau 25 ár, sem hann er búinn að vera ljosa- meistari Menntaskólaleiksins. - Ég get ekki lokið þessum línum án þess að minnast á þann mann, sem ötullega. hefur starfað að því, að leikrit það,sem nú var sýnt, komst á svið, L ég her við Höskuld ¦ ólafsson. Elja hans og dugnaður í sambandi við þetta leikrit, eins og all annað, sem hann tekst á hendur, hefur vei ið þrotlaust. Allur undirbúningur leik- sýninganna hvíldi á hans herðum, Val leik ara, skipulag æfinga og allt, sem til lei. ins þurfti. Einnig sá hann um prentun leikskr'ar. Meðan a syningum stoð matti s;ja Hösk uld ganga um gólf fyrir aftan leiksviðið, og andlit hans var eins og sjónskífa á* "radartæki" í. því mátti sjá", hvernig lej.l urinn tókst £ hvert eitt sinn, Einu launin, sem hann fékk fyrir hið tímafreka starf sitt, var anægjan af því að verða skólanum og skólasystkinum sínum að liði, svo og einlægt þakklæti nemenda Menntaskólans í Reykjavík, ^rni Guðjóneson, Öll: Við fórum í selið og kunnum ekki neitt• Skúli: Ekki hafa öll farið. PÓr Ólafur Haukur ? -: Var veikur, -: En Ragna: ? -: En Steingríiiiur ? -: Por annað. -s Var að lesa. -: En ólafur hihn ? -s Var að tefla.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.