Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 9
109 - í herbergið mitt og skreið upp í rúm. Þar sofnaði ég út frá háværum hlátrinum, blöndnum jazzinums sem barst yfir götuna inn um opinn gluggann. Mig dreymdij að hús kaupmannsins hefði breytzt í stóra hölls þar sem þúsund- ir töfraspegla margfölduðu andlit gestanna og juku hlátrana og jazzinn varð svo villtur og æðislegurs að jafnvel reykháfarnir hófu að dansa. Og í hásæti sat Stefán um- kringdur fögrum meyjum. Móðir mín sagði, að Stefán væri ein- mana. og bað mig um að heimsækja hann. Hún hafði oft komið að mér, þar sem ég horíði á hann úr herbergisglugga mínum. Mig langaði mikið til þess að kynnast hon- ums einhvern veginn fórst það alltaf fyrir. Ég gerði alltp sem mér datt í hug til þess að láta hann taka eftir mérj greiddi mér vandlega, burstaði skóna á hverjum degi, gekk síðan hægum skrefum framhjá garðin- um og beið þess, að hann ávarpaði mig, en allt kcm fyrir ekki. Hann virtist aldrei gefa mér gaum. Þa.ð sem mér datt sízt í hug, var að ganga beint inn í garðinn og segja við hann: Ég heiti Davið, gaman að h.it:ta. þig, og þeg- ar móðir mín stakk upp á þessu við mig einn góðan veðurdag, hélt ég að hún væri gengin að göflunum. Þegar Stína kom næst til móður minn- ar, bljófca þær að hafa bruggað ráð til að stofna til vínskapar með okkur Stefáni. Um kvöldið var ég að leik með félögum mínum á götunni, en systkinin sátu í garði kaupmannsins. Þegar leikurinn stóð sem hæst, kallaði Stína til mín; - Davíð! Davíð, viltu koma og hjálpa mér andartak. Þannig atvikaðist það, að ég komst í náin kynni við Stefán. Nú gat ég virt hann fyrir mér í nálægð í fyrsta sinn. Hárið var vandlega greitt, húðin mjúk og hrein, íingurnir fremur langir en snyrtilegir, föt- in foru honum vel, og ég dró enga dul á það með sjálfum mér, hver væri æðsta ósk. mín;; að vera hann - Stefán. Ganga í fall- egum fötum, aka eins og mig langaði til, skemmta mér og láta aðra öfunda mig. Við urðum góðir vinir. Hann talaði mikið, og ég var góður áheyrandi. Montið, sem ég hafði grunað hann um í xyrstu, var aðeins imyndun mín. Hann var vingjarn- legur og einmana. É,g heimsótti hann á hverjum degi, og hann sagði mér frá lífi sínu erlendis. Hann hafði gist margar stórborgir og þekkti næturlíf þeirra út í æsar og hafði heimsótt ótölulegan grúa skemmtistaða. Hann sagði mér frá öllum stúlkunum, sem hann hafði kynnst og öllum bjórkránxxm, þar sem hann hafði drukkið. Kvöld eitt, rétt eftir að Stefán hafði sagt mér frá stúlku, sem hann hafði kynnst í París, kom Stína inn til okkar og sagði eins og af tilviljun, að Stefán hefði aldrei komið suður fyrir Hamborg. Ég sat aðeins orðlaus með hálfopinn munn- inn og hugsaði um hve háðulega hann hafði logið að mér. Nú rann upp fyrir mér, að endurminningar þær, sem hann hafði sagt mér voru aðeins til í huga hans; draumur hans um líf, sem hann hafði þráð, en aldrei öðlast. Upp frá þessu sagði hann mér aldrei frá endurminningum sínum frá útlöndum. Við sátum nú oftast í herbergi hans og hlustuðum á jazz-plötur, en af þeim hafði hann mikið yndi. Hann átti háa hlaða af þessxim plötxxm, og mörgum stundum eyddi hann í lestur tímarita og bóka um jazz. Allt tal hans snerist um gömlu meistarana frá New Orleans, sem hann dáði mjög. Haustkvöld eitt sátum við og hlustuð- um á Louie Armstrong, þá veitti ég at- hygli undarlegum glampa í augum Stefáns; einhvern veginn datt mér í hug, að sálin hefði yfirgefið líkamann til þess að hlusta á trylltan jazzinn úr öðrxim skyn- víddxxm. Laginu var að verða lokið, og þegar nálin rann inn að plötumiðjunni með óþægilegu urgi, fór hann að hlæja eins og honum hefði dottið eitthvað fyndið í hug. Einkennilegur hlátur hans vakti geig í brjósti mér, en skyndilega hætti hann að hlæja og sagði næstxim hvass við mig : - Davíð, hefurðu lesið Biblíuna ? Áður en ég gat svarað, hélt hann áfram: - Einhvers staðar er þar minnst á endalok heimsins, - hvernig engillinn Gabríel blæs luður sinn, svo að heimur- inn ferst. Þetta kvöld skýrði Stefán mér frá merkilegri uppgötvunj að lúðrarnir væru lúðrar jazz-leikaranna og innan fárra ára, jafnvel innan skamms mundi draga til úr- slita. - Þa munxx jazzleikararnir trylla sjálfan himnaföðurxnn, himnarnir munu opnast og gleypa jörðina með öllu, sem á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.