Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 25
tinu sinni tnn. Reykjavík, 6.1. '59. Elsku Þoþþi minn. Það er ekki seinna vænna að ég gefi þér gaum, vinur. Ég rankaði skyndilega við mér er ég var 1 dag að blaða í menningarritunum, sem ég geymi bæði í efstu og neðstu hillu hokaskáps míns, og rak augun í grein þína, en hún hafði, af ókunnum orsökum þvælzt 1 neðstu hill- una. Hvílíkur árekstur. Ég vildi óska þess, að ég gæti hjálp- að þér til þess að losna við þetta guðs- andlega átumein úr sálu þinni, gefið þér þekkingu og skilning á hlutunum og hæfi- leika til þess að vera óháður. Þú átt það sannarlega skilið fyrstur manna, því að mér er ekki kunnugt um neinn, sem hefur skýrt okkur áður óþekkta hluti með slíkri hógværð vitringsins og hjartans gleði, sem þú. Því lengra sem ég fell frá þessum. sófistisku röksemdum þínum, málalengingum um það, sem ekki '’exist- erar" og malerisku orðskrúði þínu, þeim mun gerr sé ég, að einnig andleg impot- ensia ryður manni veginn til sjálísánægj - unnar, sem mun vera æðsta mark lífs- hamingjunnar. f gær fannst mér drottinn koma til mín og segja : "f öllum bænum hættið ekki að deila um mig, því á með- an þið gerið það, finn ég, að ég er ein- hver s virði. " ÞÚ sérð það, Þorsteinn, að ég ætla að taka þráðinn upp, af því að hann lafir. Þa.ð er ekki beinlínis hægt að áfella þig fyrir að fara svona klámskum höndum um þetta aðalmálgagn menntaskólanema heldur stórum nær að benda þér á smá glappaskot, sem þú hefur framið, eins og mjög er eðlilegt óþroskuðum ungling- um. Ef ég ætti eitthvað 1 þér, myndi eg fá móðurlegan dreyrroða í kinnarnar og segja: "Þoþþi minn, þú varst of fljót- fær. " Það er ekki á allra meðfæri að sanna með mætti bókstafareiknings, allt frá a-z, að einhver hlutur sé ekki til, vegna þess að við getum ekki hent reiður á honum með skynfærum okkar. Það var ekki nóg að ég færi hjá mér við að lesa pistilinn þinn, Þorsteinn, heldur var mér skapi næst að halda að þú værir leikinn af froðufellandi Fíladelfíukerlingu, sem skipaði þér að kyssa á tærnar á guði eða klóra honum á bakinu. Heldurðu að þessi lýsing mundi passa við figurativa guðinn þinn ? "Með síðhala og silfurmön og silkiflipa hýr og undirleitur. " ÞÚ dekrar of mikið við menntunina, reiðir þig of mikið á utanbókar f ræðilær - dóm, þú getur sagt mér, hvernig þú verð- ur til, hvernig líkami þinn fölnar og deyr, en þú veizt ekki mikið meir og spurning - unni hvers vegna? getur enginn svarað, ekki einu sinni þú, þótt andinn sé ával.lt reiðubúinn. ÞÚ getur stutt mál þitt rökum og rakarökum og hversu löng sem þa.u kunna að verða, eru þau alltaf innan viss ramma en hinztu rökin eða æðsta veru- leika fær enginn skýrt, en í Ijósi skoðana. okkar á honum högum við breytni okkar. Hinn óskiljanlegi æðsti veruleiki er minn guð, ekki einungis af því að hann stjórnar mér, j.eldur og af því að hann stjórnar þér og öllu sem lýtur hinum óskiljanlegu lögmálum, sem lífið beygir sig fyrir. Það er ekki, segi ég, neitt sérlega mannlegt að ræða þessa hluti, heldur álíka skemmtilegt eins og að ímynda sér að við getum stokkið niður í skýjabólstur úr haloftunum og hjúfrað okkur örugg og óhult í faðmi hans. Ég sagðist RÆÐA þessa hluti, því að ég tek undir með skáldinu: "Staðhæf- ingarnar eru síðasta skjólshús hins hugmyndasnauða. " Svo má. til gamans geta þess, að Immanuel Kant hékk ekki alltaf í kjóln- um hennar guð, hverrar tilveru hann þóttist hafa sannað. Kem ég með til- vitnanir, máli mínu til stuðnings, úr "Markmiði og leiðum" eftir Aldous Huxley úr kaflanum "Trúarskoðanir" bls. 227. Þar segir : hinum fyrri ritum sín-um reyndi Kan^ að sanna til- veru guðs með því að álykta frá því, sem GETUR VERIÐ til þess, sem ER. En er hann hafði fullkomnað heimspeki- kerfi sitt, féll hann frá þeirri röksemd og reyndi að sýna, að allar röksemdir náttúruguðfræðinnar og þar með heims- Frh. á bls. 124.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.