Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 30
130 - SALTARINNj, frh. af bls. 128. "Hun (þ.e. moðir náttura ) lét fleiri konur fæða.st en karlmenn. " Þetta er náttúrlega tóm vitleysa, yfirleitt fæðast örlitlu fleiri karlmenn en konur. Opna bréfið, sem kemur næst, virðist í fyrstu vera alveg út í bláinn. Ef betur er að gáð, kemur þó í Ijós, að þetta er senni- lega svar við grein, sem er aftast í sama blaði. Hlýtur þetta að teljast furðuleg ráð- stöfun ritnefndar. Að minnsta kosti tel ég það óheiðarlegt að setja greinina sjálfa aftast í blaðið en svargreinina næstum fremst. Sennilega er orsökin sú, að annar svargreinarhöfundurinn er ritnefndarlimur og hefur honum þótt hæfa að setja sína grein framar. Ef bera á þessar tvær grein- ar saman, hlýtur grein B. B. að fá vinning- inn. Arásín í henni er að mestu leyti mál- efna.legs en efni svargreinarinnar er aðeins ómerkilegar dylgjur. Tillögurnar beint á móti þessari grein eru sumar meinlausar en aðrar hlægilegar. Miklir menn yrðum vér, menntlingar, ef vér gengjum í hópum um bæinn með græn- ar húfur 5 Leirburðarsta.glið, sem er neðst á síðunni er heldur skárra en leir- burðurinn á tveimur næstu síðum á undan. Næst er frekar þurr en skikkanleg grein um félagsheimilið. Helzti galli henn- ar er stílleysið. Greinin hefst á róman- tískr i þ-æluj breytist síðan á hálikæring °g grín. Er kemur fram í miðja grein hef- ur andríkið og húmorinn verið búinn, því rest-in e r í þurru viðta.lsformi um hluti, sem allir eru búnir að heyra oft áður. Saga.n: "Vera Historia" er stæling á "Tímavélinni" eftir H. G. Wells. Þegar buið er að stela hugmynd Wells, þarf litla rithöfundarhæfileika til að sjóða upp úr hermi smásögu, og hefði vafalaust verið auðvelt að gera það miklu betur. Kvennasíðan er skikkanlega skriíuð. Eina. greinin í blaðinu, sem er fylli- lega. skrifuð í andanum; "málgagn þriðja bekkjar" er greinin "Himmelfart þriðja bekkjar". Hún er skrifuð í ættjarðarstíl, og gengur einungis út á að sanna hreysti þriðjubekkinga en ragmennsku og heimsku efribekkinga. Hugsjónamaðurinn, sem greinina skrifaði, er einhver mesti patríot, sem ég hef heyrt getið. T?á eru eftir tvær pólitískar greinar. Þær eru einna skárstar af efni blaðsins, sérstaklega su fyrri. Fyrri hluti hennar inniheldur anzi smellna samlíkingu. Seinni hluti hennar er einnig ágætur, en er stæling á kafla úr "Bréfi til Láru" Þórbergs Þorðarsonar. Síðari greinin fjallar um þrjár grundvallarveilur í framkvæmd sameignarstefnunnar. "Saltarinn" endar síðan á brandara- lausum brandara, einhverjum lélegasta, sem ég hef heyrt, og þá er mikið sagt. Eins og sjá má, hef ég fátt j?ott um "Saltarann" að segja. Samt vil eg vona, að þessi tilraun sé ekki jafn andvana fædd og hún virðist vera. Fyrir nokkrum árum gáfu þáverandi þriðjubekkingar út blað. Þeim tókst aðeins að koma út einu tölu- blaði, þótt miklu meiri andans menn stæðu bak við það blað heldur en þetta. Þar sem gera má ráð fyrir að lífi "Salt- arans" sé lokið, skora ég á aðstandend- urna og aðra þriðjubekkinga að gefast samt ekki upp, þrátt fyrir slæma byrjun. Skólablaðið tekur áreiðanlega fús- lega við öllu efni, sem samið er af sæmi- legri dómgreind. jóta kappa SÆTTIR hafa nú tekizt í deilu, sem reis milli Ólafs R. Grímssonar og rit- nefndar vegna athugasemdar við grein Ólafs \rm "M. F. í. Æ. " í síðasta tbl. Dæmist rétt vera, að ekki hafi þurft að breyta nema einstökum setningum í greininni vegna mállýta ( ekki umrita "frá byrjun" ), en að öðru leyti teljist athugasemdin réttmæt. FORSÍÐUMYND blaðsins teiknaði Kristján Thorlacius. Táknar hún þann fræga atburð, er Hjörtur Halldórsson söngkenna.ri vann 1°. 000 kr. í getraun- inni "Vogun vinnur, vogun tapar". Aðrar myndir teiknuðu Kristján og Gunnar Eyþórsson 5.-B. Skreytingar annaðist ritnefnd.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.