Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 12
112 - legas en vagnstjórinn syngur viðlagið. "Bunti breiðu í skrjóðinn vorn býsna vel má hnoða afturí alltaf eru horn afar er gaman að troða" 2. atriði. Lo sgobbone-inn gengur heim Mennta- skóla traðirnar. Á tuninu standa spruttsalar af nálæg- um bifreiðastöðvum og sjoppueigendur og lofsyngja nemendur skólans. Þegar hann kemur inn í andyriðs blasir við fjölskrúðugt dýralíf. Þar eru m. a. nokkrir af helztu emb- ættismönnum nemenda. Þeir hafa safnast saman undir minningartöflunni um Niels lækni Finsen og syngja með græðgina í röddinni : ,!Bráðum kemur mynd af mér mætagóð á þilið hér" Aðrir dansa. húla hopp og enn aðrir syngja dæ^urlög uppá amerísku. Og nú heyrum ver hið eina dægurlag verksins, sem er snilldarlegt eins og allt annað hjá Ársæl i ; Down on Your tuck Ain't got a buck Say hey ! and clap your hands ! Hínir standa í ástabralli eða eru orðnir svo daufir, að þeir híma aðgerðar- lausir út í horni. Kúristinn fer úr úlpunni og hengir hana yfir aðra úlpu í fatageymslunni. Hann skokkar inn í stofuna sína, og þegar hurðin lokast á eftir honum, er öðru atr. I. þáttar lokið. 3. atriði gerist í kennslustund. Sviðið er kennslustofa x íslenzkum ríkis- skóla. Þo hún sé, að undanteknum kennara- stólnum, fátæklega búin húsgögnum, þá er hún hreinleg og ber vott um smekkvísi skólayfirvaldanna, þrátt fyrir sára fátækt. f stofunni eru 20 piltar. Þeir standa upp frá barna borðunum, er þeir heyra tramp kennarans fram á ganginum og tóna ( uppá Gregorisku). "Gör þú svo vel, og framkvæmdu þína virðulegu inngöngu kæri meistari " Kennarinn brunar þegjandi inn og lokar ekki á eftir sér. Nemendurnir setjast og kennslu- stundin hefst. Gengur þar á ýmsu, sem verður ekki rakið hér. Meistarinn hendir sxxmum út en skammar hina. Hámark atriðisins er, þegar vor ágæti kúristi er tekinn upp. Sökum þess, hve taugaóstyrkur hann er, þá gleymir hann öllu, sem hann hefur kúrað inn í hausinn á sér. Lo Sgobbone-inn syngur snotra aríu. Þar segir hann glottandi kennaranum, að hann hafi lesið þetta vandlega heima, en geti ómögulega munað það núna. Kennarinn svarar honum með hríf- andi aríu, sem mun áreiðanlega verða vinsæl : "Ós sveinar vér sjáum hér ferlegt gats Ós seg mér,hver skyldi radíinn vera?" Tjaldið fellur þegar kennarinn hefur sungið síðustu tónana yfir söguhetju vorri, hvers haus er rauður orðinn, sem aparass væri. II. þáttur. Síðari hlutinn er í þrem atriðum. 1. atriði. Fyrsta atriði er all stuttaralegt. Það gerist í þakherbergi kúristans og á að vera symbol um allan hans lifnað utan skóla. Herbergið er fremur sóðalegt. Stílabókum, glósubókxxm og fatagörmum íbúans er dreift um borð og bekki. Á einum veggnxxm hangir ljósmynd af forseta lýðveldisins. Útvarp er í kompunni og gleymur í T. F. K. Ruglar þetta söguhetjxxna, þar sem hún situr rauðeygð og kúrar í gegnum gleraugu sín (hann er einn af leyni-gleraugnaglámunum, sem notar þau aðeins í myrkum bíóum og þegar enginn sér til ). Lærir hann hvorki sér til gagns, né fær not af "Miðstöð fróðleiks og skemmtunar". Hann syngur þunglyndislega aríu og fellur síðan svefn yfir bókinni. Þá fellur tjaldið. 2. atriði. Það gerist í prófi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.