Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 4
- 4 - horfa x félagslífi skólans, sem og fleir- um. Enn jókst þó bjartsýnin, eftir að íþaka hafði verið opin þrju kvöld og ávallt verið fullt ut ur dyrum. Svona vorum við barnalegir í okkur. En þegar ég um daginn blabaði í dag- bók heimilisins, sá ég, að þegar eftir eina starfsviku var framinn fjórtán brandara langur fundur hinnar vísu nefndarmanna og samþykktar gáfulegar ályktanir um ýmsar aðferöir til að auka aðsókn. En lítið jókst aðsóknin, en var þó sæmileg fram til jóla. En eftir jól voru að meöaltali 20-30 hræður, sem staðinn sóttu á kvöldi, og hefur það meðaltal lítið breytzt síðan. Þegar loks rann upp Ijós fyrir nefnd- inni, og hun sá, að við svo buið mátti ekki standa, urðu fjörugar og fjölbreytt- ar umræður um hið ömurlega ástand. Varð það ur að nefndin leitaði á náðir nokkurra ágætra manna og kvenna innan skólans og kvaddi á fund í Iþöku, og skyldi rætt um framtíð félagsheimilisins. Tveir ónefndir fundarmenn sóttu fast að fá að sýna strip-tease í Iþöku og töldu aðsóknina mundu aukast að mun. En þar eð fleira markvert kom ekki fram var fundi slitið um síðir og annar boðaður viku síðar. Kom þá einn maður. Undanfarið hef ég velt mikið fyrir mér, hverjar væru orsakir þessa al- menna áhugaleysis. Ég held, að það sé einkum skortur á félagsanda, sem háir félagslífinu. Er þar að nokkru um að kenna þeim mönnum, sem töldu sig fædda til forrustu fyrir almenningi þriðja bekkjar og í nafni hans hófu hina bros- legu uppreisn gegn öðrum skólalýð á liðnu hausti. Þetta brölt hefur síðan orsakað einangrun þriðju bekkinga í fé- lagslífinu. Það væri áreiðanlega stórt spor í rétta átt ef þriðju bekkingar legðust svo lágt að stórauka samskipti sín við efribekkinga í Iþöku. En því aðeins verður heiðri Iþöku bjargað, að þennan mánuð, sem eftir er af skólaárinu, sé aðsóknin góð. Og því aðeins er tilgangi félagsheimilisins náð, að heilbrigður félagsandi ríki þar innan veggJa- Gleymum því ekki, að sérhvert /o\yp\/o\/ovy^\yoV/Q\^V/o\ TVÖ LJÓÐ UM AUÐNULEYSI LÍFS MÍNS I. í afkimum hjarta míns leynist hinn lifandi gróður en logasár er kvíðinn sem dylur þann heilaga reit í lágnættismyrkrinu sit ég nu saknandi og hljóður því sorg er það fáa sem blæðandi hjarta mitt veit. £g gleymist í þokunni einmana hrakinn og hrjáður og horfi á sólroðna geisla hins komandi dags en mun ég í dag verða hunzkaður hæddur og smáður af hófunum troðinn sem rótslitið skrælþornað II. Einn eg hími undir vegg að mér sorgir steðja kalt er lífsins harmahregg hárbeitt dauðans sveðja. Nótt er köld við norðurpól naktar vofur titra á minn hugur enginn jól æðir frostið bitra. Brátt mun dauðans mjúka mund mædda sálu taka nú mun úti ævistund og einnig þessi staka. okkar þarf aðeins að koma vikulega í Iþöku, til þess að hún sé ætíð þéttset- in. íþaka ein megnar að sannfæra okkur um, að það getur í rauninniver- ið gaman að vera í skóla. 19. marz 1959.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.