Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 11
- 11 - ingju og veifaði á eftir henni lengi dags. Þegar eg loks tok við mer þaut ég beint í bankann, þar sem ég tok út 500 kall í einum seðli. Þennan skal maður hafa uppá vasann, þegar að því kemur að bjóða dömunni heim. Ég sleikti út um í huganum. Ég var ekki ástfanginn af jarðneskum líkama hennar, heldur engil- fagurri sálinni, sem ég hafði kynnzt svo vel um morguninn í stiganum. - Þegar kvöldið kom, klæddist ég mín- um beztu fötum, fór í vestið hans afa ( allir fínni nemendur skólans ganga í vestum og leðurbættum jökkum ), og setti 2 dollur af brilljantíni í hárið. - Og svo beint niður í skóla. - Mér hefur stundum fundizt, þegar i lít í spegil og brosi eins fallega og ég get, að ég sé bara nokkuð sætur. Hins vegar hefur það miklu oftar hvarflað að mér, að ég sé ferlega andlitsljótur og að þessi 90 kg af spiki, sem ég ber utaná beinunum, séu hræðilega "ósexý". Þetta hvarflaði líka að mér.þegar ég sá hana koma í hvítum kjól, í laginu alveg eins og prinsipessu úr leikdómum Kjartans Jóhanns- sonar, - og sálin aldrei fegurri. Mér féll allur ketill í eld og missti þegar í stað alla von um að komast yfir sál hinnar yndislegu Spanjólu. Ég flýtti mér að fela mína lítilmótlegu persónu bak við guðleysingjann Þorstein Gylfa- son. Um leiö og hann sá mig, hóf hann að ræða við mig af miklu andríki um fötun bers kvenfólks, því að eins og allir vita er Þor- steinn hatrammur andstæðingur bers kvenfólks, elskar sálina og viljann eins og ég. Spanjóla truflaði okkur með brosi, sem eitt hefði nægt, til þess að bræða alla ársframleiðslu Svía af stáli á einu andartaki. Það væri ekki lygimál að segja, að Spanjóla hafi verið öll í því brosi, frá hvirfli til ilja. Gulltönnin í efri góm brosti, háls- inn, bæði brjóstin, fótleggirnir og sálin brostu og fóru sér að engu óðslega. Þegar hún loksins fór úr brosinu, var stór vatnspollur á gólfinu, og ég hafði léttzt um 20 kg. Hins vegar hafði Þorstein Gylíason ekkert munað um þessa þrekraun. "Hann hlýtur að hata hana, " hugsaði ég með mér. "Þvílíka sálarfegurð, sem Spanjóla býr yfir, hlýtur maður annaðhvort að elska eða hata.---Kannski hann hafi séð ha.na bera. Honum er ekkert um bert i:ven- fólk gefið. Ja, ég veit til dæmis um stelpu, sem elskaði hann, og hún fór aldrei úr fötum og keypti hormónaeyð- andi lyf til þess að herða sálina sína og ganga í augun á honum. " Ég fékk ekki tíma til lengri heilabrota, því áður en mig varði, hafði hún drifið mig út á gólfið, og við vorum brátt farin að dansa af miklu fjöri. Og þannig gekk

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.