Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 20
FYRIR tveimur árum kom su tillaga fram á málfundi (eða skólafundi) a5 6.
bekkingar gæfu ávallt Selinu einhvern hlut viö brottför sína. Ekkert hefur orSið úr
þessu og er skaði aS. - Selið er mjög snautt innan og mundi verða til mikUla bóta
ef myndir, skinn, horn og aðrir viðeigandi hlutir mundu skreyta veggi þess. Hlutina
verður að velja vandlega, svo að þeir eigi vel saman og falli inn í þann stíl sem
Selið er reist og innréttað í. - Eftirprentanir listaverka eru ekki dýrar, og fer miklu
betur á að prýða veggi með góðum eftirprentunum heldur en lélegum málverkum.
Málverk Menntaskólans eru t. d. flest frá fagurfræðilegu og listrænu sjónarmiði frá-
munalega léleg. - Færi vel á að hengja hreindýrshorn og þenja skinn á veggi arin-
herbergisins. Einnig er þar þörf á vegglampasamstæðu í stað glerkulunnar, og á
arinvej;ginn. - Gluggatjöld verða nú sett fyrir alla glugga, og nýtt áklæði á hæg-
indastola. Tekur Selið því talsverðum breytingum, en vistlegt getur það ekki orðið
meðan veggirnir standa berskjaldaðir. - Gjafir þessar mundu verða gefnar á hverju
hausti, en ekki vori, er 6. bekkingar hefja nám. Eigi skal rita nafn gefenda neins
staðar á gjöfina, svo að Selið líti ekki ut eins og byggðasafn að innan. Ljósmyndir
af nemendum verða og vonandi aldrei hengdar þar upp. - Hver nemandi þyrfti ekkí
að leggja fram noma 10 -15 krónur, svo að hægt yrði árlega að kaupa gjöf fyrir 1000-
1500 kr. - Vona ég að nuverandi ó.bekkingar ríði á vaðið og gefi Selinu smekk-
lega gjöf.
Hannes Hávarðars^n.