Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 10
AÐ vísu fjallar eftirfarandi saga ekki um ómar Ragnarsson, en þar sem þessi 2 orð vekja ætíð mikla efti'rvæntingu me5 Menntaskólanemum, fannst mér upplagt að nota þau sem nafn á sögu mína. ÓMAR RAGNARSSQN Hún stóð þarna í stiganum, fögur og heillandi með gulltönn í efra gómi og brosti til mín. Þetta bros var meira en venjuleg andlaus dúkkugretta. Þetta bros var seiðandi, alveg útað eyrum og niður á tær og kom áreiðanlega beint frá hjartanu. Ég stóð fyrir neðan stig- ann og vissi varla„ hvort ég átti frekar að gufa upp eða stara. hana í hel. Þá hringdi bjallans og hún stökk fliss- andi inn í stofuna sína. Ég staulaðist, frá mér numinn og örvita af ofsalegum ástarloga, sem brenndi hjarta mitt og heilafrumur, inn í enskutíma til Guðna. "Elsku vinur, " sagði hann, "það er bezt, að þér komið upp." Og hann kinkaði vingjarnlega til mín kolli. "Upp!" stundi ég. "Já, en haldið þérs að hún vilji það?" "Það veit ég ekkert um," sagði hann ljúfmannlega. "Ég var að biðja yður um að þýða." Ég roðnaði og hikstaði, strákarnir hlógu fyrirlitlega, og eina stelpan í bekknum skrækti hjá- róma: "Krummi, blakaðu vængjunum." Éj; reis upp úr sæti mínu, titrandi af rettlátri reiði lítilmagnans og öskraði: "Farið öll fjandans til, kraðakið ykkar. Ég er ekki af ykkar sauðahúsi. Þið fáið meira að heyra." "Lát heyra! Lát heyra!" ískraði í atómskáldinu. "En hafði það samt ekki úr Þrettándakvöldi, ha„ has ha!" Og allur bekkurinn stóð á öndinni af hlátri og ég hélts að þau mundu aldrei hætta. "Ef þér eruð gal- inn, elsku vinur, þá farið þér, en ef þér eruð með öllum mjalla, Ijúfurinn, þá reynið að byrja á þýðingunni, " sagði Guðni í ískyggilega vingjarnlegum tón. Ég byrjaði að snökta. "É-É-Ég skal klaga ykkur öll fyrir - fyrir henni mömmu. " Svo fór ég að gráta. Þá stóð atómskáldið upp og kvað af munni fram þá vísus sem varð vinsælasta lestrarefni í Mogganum daginn eftir ( næst Ferdínand). Skáldið kvað : "Hann er galinn eins og Stalín, sem liggur falinn bak- við alin af sængurveradamaski frá verzluninni Malin. " Ég hafði tapað þessari orrustu, og þaðs sem verra var: Eiginlega hafði ég hálfvegis hjálpað versta óvini mínum • við að semja eina af perlum nútímabók- menntanna. Það var það versta, því að atómskáldið er helvítið fífl. Það er ekki sjón að sjá enskustílana hans, að maður minnist nú ekki á framburðinn. Og svo er þetta bara, - bara fífl. Ég sá brosið úr stiganum eftir skóla- tíma. Hún ávarpaði mig fyrst. "Ég heiti Spanjóla." "En hvað það er fall- egts " sagði ég, fullur aðdáunar. "Þér eruð kannski frá Spáni eins og appels- sínurnar." "Já, " sagði hún. "Og Salvador Dali er frændi minn." Mig snarsundlaði. Hvaða rétt hafði ég, siginaxla leppalúði ofan úr sveit, til að elska sálina í þessari hálfspænsku verð- launagyðju. "Ég heiti Þorsteinn, " stundi ég upp. "Einn togarinn er hálft í hvoru skírður eftir mér, og ég er eiginlega hálfvegis skyldur Farúk." "En sniðugt og skemmtilegt," sagði hún og brosti út að eyrum og niður á tær, svo að sást glytta í gulltönnina. "Ég sé þig á ballinu í kvöld, " síðan var hún þotiri. Ég stóð eftir a.gndofa af ham-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.