Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 22
REGINBYLTINGAR vísindanna á síð- ustu tímum hafa ekki látið hinar fögru listir afskiptalausar. Það mun óþarft að rekja, hvernig þykkum rykmekki hjátruar og hindurvitna hefur veriðblás- ið ur huga mannsins á síðustu tímum. Forneskjulegar hugmyndir um frumefni jarðar, trúin á jörðina sem nafla al- heimsins og galdratrúin, allt tilheyrir þetta horfinni öld. Þá hafa lifnaðar- hættir manna gjörbreytzt á síðustu tím- um með öllum þeim haglegu tækjum, sem getur að líta á hverju heimili o.fl. o.fl. Það er því ekkert undarlegt, þótt einhverjar áþekkar byltingar eigi sér stað í listum, enda hafa þær ekki látið á sér standa. Segja má, að rókókótíminn sé há- mark hinnar kreddubundnu málaralistar. Þá blómstrar sú stefna, er krefst fag- urs klæðnaðar, trjáa í haustskrúða, lygnra vatna o.s.frv. Rómantízka stefn- an er hér í sínu mesta veldi, enda er samsvörun að finna í íburðarmiklu hirð- lífi þessara tíma ásamt kröfu prímitív- istanna um "afturhvarf til náttúrunnar." Annað sláandi dæmi er einskorðun sextándu aldar málaranna við guðræki- leg viðfangsefni. Myndir eru til í tuga- tali frá þessum tímum af Kristi á krossinum, Maríu meö barnið og heil- agri kvöldmáltíð, svo að eitthvað sé nefnt. Loks mætti nefna þriðja dæmið um hugleikin viðfangsefni ákveðins tíma- bils, og á ég þar við hreindýramyndir steinaldarmanna ( reyndar mun umdeilt, hvort listþörfin ein hafi verið þar að verki). Að þessu athuguðu virðist eðlilegt, að einhvers staðar væri að finna fyrir- myndir hinnar nýju ( ? ) stefnu í mál- aralist, abstraktstefnunnar, og mun marga reka í rogastanz, þegar svarið kemur : Hvergi ! Þetta svar er þó ofur eðlilegt. Það er nefnilega álit hinna nýju málara, að málverkið eigi ekki að vera skuggi hins ávallt æðri raunveruleika, heldur listaverk, sem stendur eitt sér án samanburðar eða keppni við fyrirmynd, sem ætíð hlýtur að standa hinni fátæklegu eftirlíkingu framar. Og þarna stendur hnífurinn í kúnni ! Það er höfuðröksemd þeirra, sem aðeins finna "litasamsull," "úrkynjun" eða "brjálæði" í list hinna ungu málara, að málverk eigi að vera eftirlíking og annað ekki. Jafnvel skilgreinir okkar víðsýna Nóbelsskáld mynd eitthvað á þessa leið í einu rita sinna: "Mynd er eftirstæling hins ytra útlits hlutar." Og á öðrum stað kemst skáldið að þeirri niðurstöðu, að hinar hrikalegu sápuauglýsingar Ameríkumanna séu eðlilegt framhald listþróunar fortíðar- innar. Mér vitanlega hefur enginn spekingur lögleitt þann alheimssannleik ennþá, að mynd sé því aðeins listaverk, að hún sýni kú eða hest, fjall eða blóm. Og í versta falli er svarið við þessu deiluatriði "smaksag" ( eins og Dansk- urinn mundi segja ). Hér er hvorki hægt að hrekja né færa sönnur á neitt. Síðasta röksemd andstæðinga abstrakt- stefnunnar er sú, að abstraktlist sé aðeins skreyting. Vera má, að nokk- urt sannleikskorn felist í þessari full- yrðingu, en þá er líka hægur vandi að víkka hugtakið "málverk". Það hefur verið gert fyrr með góðum árangri. Orðið "úrkynjun" hefur heyrzt ósjaldan notað um málaralist síðustu tíma. Menn hafa þótzt sjá, að myndlistin hafi runnið sitt skeið á enda í bili og bent á dæmi því til sönnunar. Þetta er þó misskilningur. Myndlistinni hafa opn- ast ný og ókönnuð lönd á síðustu tím- um. öþrjótandi möguleikar og verkefni bíða hins unga málara, enda hefur aldrei verið slík grózka í listsköpuninni. Að lokum má geta þess, að fjarri fer, að abstraktlist sé ný undir sólinni. Jafnvel súrrealisminn á sínar fyrir- myndir. Sums staðar í Vestur-Evrópu eru myndir á söfnum eftir flæmskan málara Frh. á bls. 16.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.